Milli mála - 01.01.2011, Page 46
46
árangri í daglegu lífi og hversdagslegri tilveru, heldur Orlandus í
siglinguna miklu en nær ekki landi í Nígeríu og kemur niðurbrotinn
maður til baka horfinn í eigin hugarheim.
Um leið og kvenpersónur Rossi eru sjálfstæðir gerendur í eigin
lífi þá staðfesta þær aldagamlar hugmyndir um konur og væntingar
karla til þeirra. Í Nönnu, Leonóru og Írenu hittum við fyrst hina
allt-um-lykjandi, alltaf-til-staðar móður sem ástundar forn trúar-
brögð og þekkir töframátt náttúrunnar. Því næst hina ægifögru
seið andi ástkonu, Leonóru, sem á þátt í að koma Orlandusi til
manns. Að lokum birtist raunsæja, áreiðanlega, góðhjartaða, glæsi-
lega konan sem hann giftist og stofnar með fjölskyldu. Kon urn ar
birtast hver um sig á sögusviðinu til að fullkomna mynd Orland-
usar, en smám saman taka þær það yfir og við lesandanum blasir
ein hvers konar heildarmynd íbúasamfélags Karíbahafsvæðis Kosta-
ríku. Rossi skapar trúverðuga mynd af kvenpersónum sínum um
leið og hún bregður upp mynd af íbúum svæðisins þar sem menn-
ingar tilfærsl ur eru daglegt brauð. Hefðbundnum hugmyndum um
íbúa Kostaríku er ögrað og um leið viðteknum hugmyndum um
samskipti og hlutverk kynjanna.
4. Limón Reggae
Í Limón Reggae er lesandinn staddur á sama landsvæði og á sömu
margmenningarlegu gatnamótunum og hann var staddur á í Limón
Blues. En sagan gerist á öðrum tíma og sjónarhornið er annað.
Aðalpersóna og söguhetja bókarinnar er Lára, ung stúlka, dóttir
líbanskrar móður og föður sem er frá Limón-borg og af blönduðum
uppruna. Foreldrar Láru hafa verið búsettir í höfuðborginni San José
en jaðarstaða þeirra í samfélaginu rennur smám saman upp fyrir
Láru. Hörundslitur hennar, tungutak og fjölskyldusamsetning
undir strik ar sérstöðuna og á unglingsárunum, þegar hún þarf á því
að halda að tilheyra umhverfinu, leitar hún skjóls hjá móður systur
sinni í Limón í von um að falla betur inn í félagsgerðina þar. Maroz
frænka hennar er sjálfstæð kona, stolt af arabískum uppruna sínum.
Hún tekur virkan þátt í réttindabaráttu minnihlutahópa og orð
hennar gegn hefðum karlaveldisins vekja athygli Láru. Maroz
Að SKYGGNAST Í SKÚMASKOTIN