Milli mála - 01.01.2011, Qupperneq 49
49
linnti leituðu þau í skóglendið. Þar brotnaði hún saman. [...] Áfallið náði
tökum á henni. [...] Hún sneri ekki aftur.60
Lára ákveður að draga sig í hlé og leita skjóls í upprunanum, í
Limón. Hún er niðurbrotin á sál og líkama og útskýrir fyrir fólkinu
sínu að hún „finni svo mikið til“. Hún finni sérstaklega til með litl-
um dreng. „Nei, mamma, ég giftist ekki, ég eignaðist ekki son, ég
fékk hann […]. Nei, hann var ekki fallegur, hann var eiginlega
ófríður. […] Hann var átta ára þegar hann var drepinn. Hann var á
stærð við fjögurra ára barn.“61 Hún leggst í dvala og tvö ár líða, þar
til „dag einn reis Aisha úr rekkju“.62 En Limón sem hún vaknar til
hefur lítið breyst. Sundrung ríkir meðal kynþátta og þjóðarbrota
svæðisins og skortur á sameiginlegum samnefnara stendur í vegi
fyrir umbótum. Aldagömul jaðarstaða elur á tortryggni og áfram-
hald andi kúgun stuðlar að óþoli og óróa. Svartir og hvítir, mestísar
og múlattar, sambóar, arabar, Kínverjar og aðrir minni hluta hópar
búa við aðskilnað. Og þegar hún nálgast gömlu félaga sína og vekur
máls á aðstæðum er svarið: „Við erum afrísk“; „við erum svört, við
erum afkomendur Afríku“.63 Ár hafa liðið en Lára verður vitni að því
hvernig hver hópur heldur áfram að leggja áherslu á sérstöðu sína og
berjast gegn málamiðlunum. „Ég“ og „hinir“ eru skýrt afmarkaðar
einingar og Lára veit hvorki hvernig hún á að beina orðum sínum að
fyrrverandi félögum né „þorir hún að tala við þá“.64
5. Skyggnst í skúmaskotin
Þegar sjónum er beint að þeim fjölsamsetta veruleika sem Rossi
dregur upp og spurt um félagslegar sjálfsmyndir koma kenningar
60 „Encontraron un desecho que parecía ser su hijo diminuto. Los soldados le habían destrozado la
cabeza y cortado los pies. Al principio Aisha no sintió dolor. Le cayó una indiferencia sarcástica
e incrédula. Después una indiferencia de persona anestesiada. Cuando bajó la actividad del
ejército, subieron a un bosque frío. En ese bosque Aisha se desmoronó. […] El peso de la pérdida
la lastró. […] No regresó.“ Rossi, Limón Reggae, bls. 190.
61 „Me duelen tanto las cosas. […] Me duele un hijo. No mami, no me he casado, no lo tuve, me
llegó, no, no era bonito, era feo, […] Cuando murió a sus ocho años tenía el tamaño de un chiquito
de cuatro.“ Rossi, sama rit, bls. 191.
62 „Pasan casi dos años. Y un día Aisha se levanta […]“, Rossi, sama rit, bls. 192.
63 „Somos africanos“, „somos negros, somos afrodescendientes.“ Rossi, sama rit, bls. 197 og 196.
64 „[…] ni se atreve a hablar con ellos.“ Rossi, sama rit, bls. 196.
HÓLMFRÍðUR GARðARSDÓTTIR