Milli mála - 01.01.2011, Page 98
98
Aðdragandi Íslandsferðanna tveggja er því gerólíkur. Annars vegar
leggur austurrísk kona í leiðangur knúin áfram af löngun til að
kanna lönd og láta drauminn um að kynnast stórbrotinni íslenskri
náttúru rætast. Hins vegar er sorgmædd kona frá Berlín sem
ákveður að fara á vettvang Öskjuslyssins og leita vísbendinga um
afdrif unnusta síns.
3. Tvær Íslandsferðir
11. apríl 1845 yfirgaf Ida Pfeiffer Vínarborg og 4. maí sigldi hún
úr höfn frá Kaupmannahöfn og lagði skipið að bryggju í Hafnarfirði
10. maí. Hún ferðaðist um Ísland í tvo og hálfan mánuð, oftast á
hestbaki og fór víða um suðvesturhluta landsins, upp í Borgarfjörð
í Surtshelli, heimsótti Gullfoss og Geysi og Þingvelli, og var líklega
fyrsta konan sem gekk á Heklu.
Ina von Grumbkow og Hans Reck lögðu upp í ferð sína til
Íslands, sem þau höfðu undirbúið af kostgæfni um veturinn, 12.
júní 1908. Þau komu til Reykjavíkur 24. júní. Þar sem jarð vísinda-
maðurinn Hans Reck hugði á ýmsar rannsóknir og athuganir á
íslenskri náttúru lá leið þeirra ekki beint til Akureyrar og þaðan í
Öskju, þó að það væri vissulega megintilgangur ferðar þeirra,
heldur á aðrar slóðir og staði sem Knebel-leiðangurinn árið áður
hafði ekki heimsótt.
Þó að ólíkar ástæður séu fyrir Íslandsferðum Idu Pfeiffer og Inu
von Grumbkow getur verið fróðlegt að skoða hvað það er sem þær
leggja áherslu á í ferðalýsingum sínum, hvað kemur þeim á óvart og
er þeim framandi eða veldur vonbrigðum. Er samhljómur í lýsing-
unum að því leyti að sambærilegir þættir verði báðum að um fjöll-
unarefni eða eru lýsingar þeirra jafnólíkar og þær sjálfar?
Hvorki Ida Pfeiffer né Ina von Grumbkow töluðu íslensku. Því
mætti hugleiða hvernig þær hafa tjáð sig á ferðum sínum á Íslandi
og hvort tungumálakunnátta þeirra hafði áhrif á ferðir þeirra. Eins
og fram hefur komið ræður Ina sér fylgdarmann, Sigurð Sumarliða-
son, sem er hennar stoð og stytta allan tímann og útvegar henni aðra
fylgdarmenn eftir þörfum. Samskipti þeirra eru á ensku, á nokkrum
stöðum í bókinni vitnar hún beint í orð hans á ensku. Þýski ræðis-
Í FÓTSPOR FERðALANGA