Milli mála - 01.01.2011, Síða 104
104
Að mati Idu Pfeiffer voru það einungis merkilegir náttúru fræð-
ingar, þeir sem voru ríkir eða komu færandi hendi til Íslands, sem
náðu hylli Íslendinga og danska fyrirfólksins: „Til þess að vera vel
tekið hér, verður maður annaðhvort að vera ríkur eða ferðast sem
náttúruvísindamaður.“29 Hvorugt átti við um hana, hún var hvorki
efnuð né var hún náttúruvísindamaður. Sambærilegar lýsingar er
ekki að finna hjá Inu von Grumbkow. Hvort viðhorf Íslendinga til
útlendinga höfðu breyst á þeim árum sem liðu á milli ferðanna eða
hvort Ina von Grumbkow flokkaðist sem náttúruvísindamaður er
erfitt að dæma um.
Ina von Grumbkow og Ida Pfeiffer höfðu báðar áhuga á landslagi
og náttúru landsins. Ida Pfeiffer lýsir náttúrunni sem stórfenglegri,
en líklega hefur hrifning hennar náð hámarki á Heklu:
Héðan af Heklutindi gat ég horft yfir óbyggðir landsins, – myndin af
sköpunarverki, dauð og hreyfingarlaus en þó svo einstaklega stórfengleg
– mynd sem þeim sem einu sinni hafa séð líður aldrei úr minni og
minningin ein um myndina bætir upp alla erfiðleikana og hætturnar sem
ganga þurfti í gegnum.30
Og í Laka kynnist Ina von Grumbkow fyrir alvöru sérkennum
ís lenskr ar náttúru og hversu auðvelt er að tapa áttum og rammvillast:
„Af öllu, sem ég sá á Íslandi, var ekkert, er jafnast á við þá framand-
legu ógn og þrúgandi hrylling, sem fylgdi þessari næturreið í
þoku.“31 Ina von Grumbkow er undrandi á því að í íslenskri náttúru
eru engin skilti, þetta er ólíkt því sem er í heimalandinu og henni
finnst það skrítið. Hún segir á einum stað: „Það er í rauninni
ákaflega viðkunnanlegt að Ísland skuli vera laust við öll skilti. – Alls
staðar „er leyft að ganga um grasið“, og samkvæmt því mega menn
líka sökkva í fenin og villast um auðnirnar.“32 Einnig fundust henni
merkingarnar á farangri þeirra, sem þau sendu með skipinu Ceres
29 „Um hier gut aufgenommen zu werden, muß man entweder reich sein oder als Naturforscher
reisen.“ Ida Pfeiffer, Nordlandfahrt, bls. 64.
30 „Hier, von der Spitze des Hekla, konnte ich weit hinein in das unbewohnte Land sehen – das Bild
einer erstarrten Schöpfung, tot und regungslos, und doch dabei so einzig großartig – ein Bild, das,
nur einmal gesehen, nie mehr dem Gedächtnis entschwindet und dessen Erinnerung allein schon
für alle ausgestandenen Beschwerden und Gefahren entschädigt!“ Sama rit, bls. 153.
31 Ina von Grumbkow, Ísafold, bls. 79.
32 Sama rit, bls. 43.
Í FÓTSPOR FERðALANGA