Milli mála - 01.01.2011, Side 171
171
Stefnunni var fylgt eftir ári síðar með samþykki Alþingis á fram-
kvæmdaáætlun „til að tryggja réttindi íbúa af erlendum uppruna,
aðgang þeirra að opinberri þjónustu og aðlögun“.32 Í fram kvæmda-
áætluninni er fjallað um menntun og aðlögun inn flytjenda í grein-
um 7, 8, 10 og 15. Kveðið er á um að „mat og viðurkenning á
erlendri starfsmenntun og námi verði einfaldað“33 og upplýsing ar
verði aðgengilegar. Þessi vinna virðist vera langt komin en er
ólokið. Mennta- og menningarmálaráðuneytið og heil brigðis ráðu-
neytið eru ábyrg fyrir framkvæmdinni. Grein 8 fjallar um atvinnu-
mál og sérstaklega er vísað til þess að námskeið í vinnuverndar- og
öryggis málum skuli standa erlendu starfsfólki til boða á ýmsum
tungu málum.34 Sérstaka athygli samstarfsmannanna í norræna
rann sóknar verkefninu vakti námskeið í að „virkja frumkvöðla meðal
innflytjenda“ sem lýst er í framkvæmdaáætlun35 og Nýsköpunar-
mið stöð Íslands ber ábyrgð á. Ekki reyndist unnt að finna upplýsingar
um hvort umrætt námskeið hafi verið haldið.
Framkvæmd stefnu um íslenskukennslu er aðallega lýst í
fimmtándu grein en ábyrgð á framkvæmd hefur í flestum liðum
„verk efnisstjórn um íslenskukennslu fyrir útlendinga“ hjá mennta-
mála ráðuneyti. Verkefnisstjórnin var skipuð í nóvember 2007.36
Ekki er að sjá að meðlimir í verkefnisstjórninni hafi menntun eða
sérþekkingu á annarsmálsfræðum. Í fimmtándu grein kemur einnig
fram að veittir verði „styrkir til fræðsluaðila og fyrirtækja sem upp-
fylla þau formskilyrði sem menntamálaráðuneyti setur vegna
íslensku kennslu fyrir innflytjendur“.37 Hvatt er sérstaklega til
útgáfu námsefnis í samræmi við námskrár, þróunar mælistika um
gæði námsefnis og að námsefnisgerð sé styrkt meðal annars með
framlögum úr ýmsum þróunarsjóðum.38 Kveðið er á um að samin
verði gæðaviðmið um íslenskukennslu fyrir útlendinga og að
viðmiðin eigi að vera tilbúin 2008. Gæðastaðlar hafa verið gefnir út
32 Þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda, bls. 1.
33 Sama rit, gr. 7.1, bls. 23.
34 Sama rit, gr. 8.5, bls. 26.
35 Sama rit, gr. 8.8, bls. 26.
36 Íslenska með hreim er líka íslenska. Greinargerð verkefnisstjórnar um íslenskukennslu fyrir útlendinga. Staða
verkefnisins, 2008, Reykjavík: Menntamálaráðuneytið, bls. 2.
37 Þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda, bls. 42.
38 Sama rit, bls. 41.
BIRNA ARNBJÖRNSDÓTTIR