Milli mála - 01.01.2011, Page 220

Milli mála - 01.01.2011, Page 220
220 þeir hafa jafnvel alltaf einhverjar efasemdir en ekki þá vitneskju sem játningin felur í sér, og sem okkur er um megn að ímynda okkur. Greifanum af Tende hafði ætíð þótt kona sín afar elskuleg og þótt hann hefði ekki elskað hana hafði hann alltaf litið svo á að hún verðskuldaði meiri virðingu en allar aðrar konur. Þess vegna var hann í senn ofsareiður og furðu lostinn og í þessum tilfinningum báðum fann hann gegn vilja sínum enn til sársauka sem átti upptök í ást hans. Hann hafði viðdvöl í húsi sem varð á vegi hans og þar eyddi hann nokkrum dögum, kvalinn og aumur, eins og hægt er að ímynda sér. Fyrst sóttu á hann allar þær hugsanir sem eðlilegt er að komi upp í huga manns við þessar aðstæður; hann hugsaði um það eitt að binda enda á ævi konu sinnar en dauðsfall prinsins af Navarre og La Lande, sem hann vissi strax að var trúnaðarmaðurinn, dró úr ofsanum. Hann efaðist ekki um að kona sín hafði sagt honum satt og rétt frá þegar hún sagði að enginn hefði haft grun um sambandið; hann dró þá ályktun að brúðkaup prinsins af Navarre gæti hafa blekkt alla úr því að það blekkti hann sjálfan. Eftir að hafa fengið í hendur jafn mikilvægt sönnunargagn og bréfið dró vissan um að öllum væri ókunnugt um ógæfu hans úr sársaukanum. Hins vegar sveið honum undan því hvernig og hversu illa hann hafði verið svikinn og hefnd- in var honum efst í huga. Hann hugsaði samt sem áður að ef hann byndi enda á líf konu sinnar og í ljós kæmi að hún væri með barni kæmust menn hæglega að hinu sanna. Þar sem honum var sérlega annt um orðspor sitt tók hann þá ákvörðun sem síst gat flekkað það og afréð að láta ekkert í ljós. Með þetta í huga sendi hann aðals mann til greifynjunnar af Tende með eftirfarandi orðsendingu: Á þessari stundu er löngunin til að koma í veg fyrir að skömm mín verði öllum ljós hefndarþorstanum yfirsterkari; ég mun seinna gera upp hug minn varðandi smánarleg örlög yðar. Hagið yður eins og þér hefðuð ætíð verið það sem þér áttuð að vera. Greifynjan gladdist þegar hún fékk þessi skilaboð; hún bjóst við að finna þar dauðadóm og þegar hún sá að eiginmaður hennar féllst á að hún afhjúpaði ástand sitt fann hún vel að skömmin er sterkust allra ástríðna. Hún fylltist einskonar ró þar sem hún taldi fullvíst að GREIFYNJAN AF TENDE
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226

x

Milli mála

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.