Morgunblaðið - 23.10.2014, Page 33
FRÉTTIR 33Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014
Glæsileg Forsetahjónin Ásgeir Ásgeirsson og Dóra Þórhallsdóttir á góðri stundu.
Myndin er frá árinu 1956 og tekin í hringdyrunum á Hótel Borg.
Þegar stofnað var til embættis rík-
isstjóra, sem Sveinn Björnsson
gegndi, árið 1941 gaf Sigurður Jóns-
son framkvæmdastjóri íslenska rík-
inu Bessastaði í því skyni að þar
mætti verða embættisbústaður þjóð-
höfðingja.
Sveinn Björnsson var fyrst rík-
isstjóri og síðan forseti frá 1944 til
dánardægurs árið 1952. Á fyrstu ár-
um hans var á Bessastöðum sett á
fót kúabú á vegum ríkisins. Það var
forsetaembættinu óviðkomandi, ut-
an hvað nábýlisins vegna urðu
óformlegir gagnvegir þarna á milli.
Búrekstrinum var hætt árið 1968 og
ákveðið að „flytja þaðan burt allar
skepnur, sem ríkið á þar og hverfa
frá þessari tilraun“, segir í Reykja-
víkurbréfi Bjarna Benediktssonar í
Morgunblaðinu 11. apríl 1968.
„… eitt vil ég þó nefna“
Bessastaðir eru kostarík jörð og
þar er gott undir bú, eins og stund-
um er sagt. Að því er best er vitað
eru engar bollaleggingar um að
hefja þar búskap að nýju.
Vigdís Finnbogadóttir ól þó
drauma um slíkt. Fyrir forsetakosn-
ingarnar 1980 var hún spurð hverju
hún hygðist breyta á forsetasetrinu
næði hún kjöri. Hún hafði svör ekki
alveg á hreinu, en „eitt vil ég þó
nefna, að mig langar til að hafa
kúabú á Bessastöðum“, svaraði Vig-
dís skv. frásögn í Morgunblaðinu 21.
júní 1980. Og Vigdís náði kjöri en
aldrei komu þó kýrnar, hvað sem
síðar verður, enda nú er sagt að
möguleikar Íslendinga felist ekki
síst í matvælaframleiðslu.
Vigdís vildi kýr í fjósið
Morgunblaðið/Kristinn
Vigdís Hafði hug á að vera með búskap á forsetasetri, næði hún kjöri.
Morgunblaðið/Eggert
Bessastaðir Staðarlegt er heim að líta á sjálfu höfuðbóli Íslands.
Bessastaðasag-
an er margslungin
Kaffiveitingar frá kl. 17:00
Til fundarins er boðað í samráði við FAAS, Félag áhugafólks og
aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma
Jón Snædal, öldrunarlæknir og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar
erfðagreiningar (ÍE) munu kynna rannsóknir ÍE og samstarfsaðila
á erfðum Alzheimerssjúkdómsins
mánudaginn 27. október kl. 17:30-18:30
í fyrirlestrasal ÍE, Sturlugötu 8
Opinn fræðslufundur
Erfðir Alzheimerssjúkdómsins