Morgunblaðið - 23.10.2014, Page 44
44 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014
BAKSVIÐ
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Vonir standa til að borholur í
Hverahlíð geti bætt um 50 MW
við framleiðslugetu Hellisheiðar-
virkjunar sem hefur farið dalandi
þar sem vinnslusvæði hennar hef-
ur ekki staðið undir væntingum.
Framkvæmdir við gufulögn sem á
að tengja holurnar við virkjunina
hófust í byrjun þessa mánaðar.
Lögnin verður um fimm kíló-
metra löng og er kostnaðurinn við
framkvæmdina áætlaður um tveir
og hálfur milljarður króna. Til
stendur að gufulögnin verði tekin í
notkun um áramótin 2015-2016 og
fullnaðarfrágangi á svæðinu ljúki
sumarið 2016.
Leituðu til Vegagerðarinnar
Jarðvegsvinna er hafin vegna
gufulagnarinnar en jafnframt hafa
starfsmenn Vegagerðarinnar sem
vinna við breikkun Suðurlands-
vegar þegar lagt stokk fyrir lögn-
ina undir veginn.
Eiríkur Hjálmarsson, upplýs-
ingafulltrúi Orku náttúrunnar,
segir að þegar ákveðið var að ráð-
ast í gufulögnina hafi þegar verið
leitað til Vegagerðarinnar með
það að markmiði að frekari röskun
yrði ekki á umferð um þjóðveginn
en nauðsynlegt væri. Stokkur fyr-
ir gufulögnina yrði lagður á sama
tíma og undirgöng fyrir gangandi
og ríðandi umferð.
„Það þarf ekki að rjúfa veginn
frekar vegna gufulagnarinnar en
það verður vitaskuld umferð
vinnuvéla tengd framkvæmdunum
þarna næstu misserin,“ segir
hann.
Eðlilegur hluti af rekstrinum
Fljótlega eftir að Sleggjan, síð-
asti áfangi Hellisheiðarvirkjunar,
var tekin í notkun árið 2011 varð
ljóst að vinnslusvæðið stæði ekki
undir áformaðri raforkufram-
leiðslu til frambúðar. Áætlað hefur
verið að gengið hafi á orku-
framleiðsluna um sem nemur 2-4%
á ári.
Dýrt er að bora nýjar holur og
ekki lá ljóst fyrir hvaða áhrif þær
hefðu á vinnslusvæðið. Því segir
Eiríkur að ákveðið hafi verið að
klókara væri að nota þær borholur
sem voru þegar til staðar í Hvera-
hlíð en þær voru boraðar árin
2007 og 2008.
„Það sem menn gera sér vonir
um er að gufan þarna ofan frá
geti staðið undir allt að 50 MW í
afli. Það er mikill kostur að fá
reynslu á afköst þessara holna og
hvernig svæðið bregst við sam-
felldri nýtingu áður en menn fara
að fjárfesta meira,“ segir Eiríkur
en öflun viðbótargufu sé eðlilegur
hluti af rekstri jarðvarmavirkj-
ana.
Næsta sumar stendur svo til að
bora nýja holu við Nesjavelli, þá
fyrstu þar frá árinu 2008.
„Það er mjög gott að fá þessa
gufu inn í vinnslulínu virkjunar-
innar og það hjálpar okkur að
styðja við framleiðslu til fram-
búðar,“ segir Eiríkur en til við-
bótar við gufulögnina verður
skiljuhús reist í Hverahlíð.
Sem minnst rask
Kapp hefur verið lagt á að
gufulögnin verði sem minnst sýni-
leg frá þjóðveginum og var leið
hennar valin með það í huga. Þá
hefur verið lögð áhersla á að
svæðið sem hún mun liggja um
nýtist áfram til útivistar. Þannig
verður hægt að komast yfir lögn-
ina á fimm stöðum.
Hluti af vandanum með núver-
andi vinnslusvæði Hellisheiðar-
virkjunar hefur verið að verr hef-
ur gengið að dæla niður vatni
sem fellur til við framleiðsluna en
gert var ráð fyrir. Gufan úr bor-
holunum í Hverahlíð er hins veg-
ar þurrari en á svæðinu fyrir
neðan og dregur það úr þörfinni
á að dæla vatni niður í jörðina.
Einfaldar viðureignar
Þá verða umhverfisáhrif af
orkuvinnslu í Hverahlíð minni
með því að dæla gufunni niður í
Hellisheiðarvirkjun en ef ný
virkjun yrði byggð á Hellisheiði.
Þannig verður meðhöndlun
brennisteinsvetnis og vinnslu-
vatns á einum stað og því einfald-
ari viðureignar, að því er kemur
fram á vefsíðu fyrirtækisins.
Kostur að fá reynslu af afköstunum
Framkvæmdir við gufulögn niður af Hverahlíð til Hellisheiðarvirkjunar hafnar Reynt að
stemma stigu við dvínandi framleiðslu á vinnslusvæði virkjunarinnar Tilbúin um önnur áramót
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Jarðhiti Gufustróka leggur upp í loftið frá borholum á Hellisheiði. Virkjunin var fullkláruð árið 2011 en fljótlega eftir það varð ljóst að vinnslusvæði hennar
stæði ekki undir framleiðslunni til frambúðar og grípa þyrfti til aðgerða. Holur sem boraðar voru í Hverahlíð 2007-2008 verða nú notaðar við vinnsluna.
Gufulögn frá Hverahlíð til Hellisheiðarvirkjunar
Heimild: Orka náttúrunnar
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
Ný skiljustöd
Hellisheiðarvirkjun
Sleggjan
Skiljustöd 1
HVERADALUR
STÓRAREYKJAFELL
GÍGAHNÚKUR
LAKAHNÚKAR
Hringvegur 1
sé yfirborðið of óslétt og þá var
gripið til þess ráðs að bjóða
björgunarsveitum í mosasöfnun í
fjáröflunarskyni. Mikilvægt sé að
nota réttar uppgræðsluaðferðir og
stundum séu þær nokkuð óvenju-
legar. Súrmjólk kemur þar meðal
annars við sögu.
Framkvæmdirnar við gufulögnina á
Hellisheiði hófust með óvenjulegum
hætti nú í byrjun október, að sögn
Eiríks Hjálmarssonar, upplýsinga-
fulltrúa Orku náttúrunnar.
„Við byrjuðum á að smala þarna
upp eftir starfsfólki og hjálparsveit-
armönnum til að bjarga mosaþemb-
um sem við ætlum að nota til þess
að bæta rask sem verður á lagna-
leiðinni og annars staðar á svæðinu.
Við erum því með slatta af mosa í
frystigámi,“ segir hann.
Síðustu ár hefur Orkuveitan verið
með sérstakan landgræðslustjóra
við Hellisheiðarvirkjun sem hefur
stýrt landbótaaðgerðum. Þar segir
Eiríkur að notaðar hafi verið að-
ferðir til að græða upp land sem
hefur verið raskað með gróðri sem
er á staðnum. Því sé mikilvægt að
varðveita mosa og annan gróður
sem annars fer til spillis við fram-
kvæmdir. Oftast séu notaðar vélar
við slíka vinnu en á sumum svæðum
„Henni er blandað við mosann til
að klístra hann við undirlagið, gera
það stöðugra og auka næringu. Það
hefur verið áhugavert að sjá hversu
vel hefur tekist til víða og hversu
hratt þessi harðgeri heiðagróður
tekur við sér með smáaðstoð,“ segir
Eiríkur.
Ljósmynd/ON-Magnea Magnúsdóttir
Björgun Starfsmenn Orkuveitunnar og björgunarsveitarmenn bjarga mosa
á Hellisheiði í tengslum við framkvæmdir við gufulögn frá Hverahlíð.
Súrmjólk borin á mosann
Hugað að
uppgræðslu
vegna rasksins
Lyftari til sölu
Still R60-25 rafmagnslyftari, gámagengur,
árgerð 2005 í mjög góðu standi til sölu.
Lyftigeta 2,5tonn, lyftihæð 4,48 metrar,
þrískipt mastur og hliðarfærsla.
Verð aðeins kr. 1.175 þús.+ vsk.
Nánari upplýsingar í síma 660 6470
MJÖG
GOTT
ÁSTAND