Morgunblaðið - 23.10.2014, Side 55

Morgunblaðið - 23.10.2014, Side 55
ríkjabandalaga, þróun út fyrir þessi bandalög og samskipti þvert á þau, allt þetta hafi verið fyrir hendi í júlí- krísunni. „Þetta skýrir áhugann að hluta til,“ segir hann. „Þar við bætist sá þáttur, sem hægt er að gagnrýna annars frábæra bók Clarks. Hann spilar upp í hendurnar á ákveðnum straumum í pólitíkinni, sem ég leyfi mér að kalla þjóðernislega og íhalds- sama stefnu. Hann tekur einfaldlega þegar kemur að þýskri pólitík 1914 og sérstaklega í júlíkrísunni mjög hófsama afstöðu, Þjóðverjar séu ekki lausir við ábyrgð og jafnvel sök og mistökum, en hann stillir sér með afgerandi hætti ekki bara upp í and- stöðu við Fischer heldur það al- menna, hófsama viðhorf, sem ríkti frá 1970 til 1990 ef ekki 2000. Þar var litið á Bethmann Hollweg kan- salara sem drifkraft, sem átti sinn þátt í að herða á krísunni í júlí 1914. Clark víkur frá þeirri söguskoðun með afgerandi hætti. Hann lítur svo á sem ábyrgð stjórnmálastefnunnar í Berlín og einnig Vín sé mun minni en til dæmis Frakka og sérstaklega Rússa. Þetta hentar ákveðnum íhaldsöflum, sem líta á það sem smyrsl á sína þjóðarsál. Þessi leið- rétting á hinu sögulega leikriti fyrir hundrað árum verður í þeirra skiln- ingi bætir upp fyrir óréttmætar ásakanir og verður trúverðugri af því að hún kemur frá útlendum sagnfræðingi, sem er fæddur hlut- laus, ef svo má segja.“ Sem konungur sagnfræðinnar Cornelißen segir að Clark fari um Þýskaland sem konungur sagnfræð- innar og breiði út kenningar sínar með góðum árangri. Hundruð ef ekki þúsundir manna sæki fyr- irlestra hans. Hann hafi eitt sinn verið með honum á sviðinu í Freib- urg fyrir framan mörg hundruð áheyrendur og það hafi verið magn- að að fylgjast með því hvernig hann færði rök fyrir því að líta ætti svo á sem meiri hófsemi hefði gætt í þýskri stjórnmálaforustu í aðdrag- anda stríðsins, en áður hefði verið haldið fram. „Áhugann á bók Clarks má þó ekki bara rekja til þessa,“ segir hann. „Sagnfræðin hefur tekið veru- legum breytingum á undanförnum árum. Ekki er lengur bara talað um sögu milliríkjasamskipta í klassískri merkingu þegar fjallað er um júl- íkrísuna, heldur er fjallað um karla. Clark gerir það einnig í bók sinni. Það skýrir einnig sitt í pólitíkinni 1914 að um var að ræða hóp, sem eingöngu var skipaður körlum. Þeir voru einnig að verja karlmennsku sína og sanna. Þessi þáttur verður einnig þáttur í að skýra atburði og hefur fengið aukið vægi í sagnfræð- inni, það sjónarhorn menning- arsagnfræðinnar. Diplómatasagan dugir ekki ein til að skýra at- burðina.“ 1914 ekki leiðarvísir fyrir 2014 Viðsjár í Evrópu, fjármálakreppa á evrusvæðinu, þrengingar syðst í Evrópusambandinu og ágengni Rússa við Úkraínu hafa orðið mörg- um tilefni til samanburðar á árunum 2014 og 1914. „Hjá almenningi er strax gripið til samanburðarins,“ segir Cornelißen. „Það er merkilegt að þegar talað er um árið 1914 á árinu 2014 líður aldr- ei meira en hálftími áður en talið berst að Úkraínu. Það er má segja orðið viðtekið. Almenningi finnst að þarna sé sambærilega hluti að finna og ég held einnig að þegar sagan er rakin megi finna þræði, sem ná aftur til 1914 og hjálpa okkur við að gera upp það sem nú er að gerast, til dæmis í Úkraínu og hvernig landið varð til í fyrri heimsstjöld. Ég myndi hins vegar fara varlega í samanburði og tengingum. Það er varasamt að líta á júlí 1914 sem einhvers konar kennslustund, sem sækja megi í efniðvið í leiðarvísi um hvernig eigi að bregðast 2014.“ Cornelißen segir að aðstæður nú séu að mörgu leyti aðrar en fyrir einni öld: „Helstu leikarar, stjórna- málamennirnir, sem bera ábyrgð, og stjórnarerindrekarnir starfa að Rússlandi undanskildu í lýðræð- islegu umhverfi, lúta þingræðislegri stjórn og aðhalds borgaralegs sam- félags. Það er því ekki jafn einfalt fyrir ráðamenn nú að taka ákvarð- anir í bakherbergjum. Um leið hafa þeir ekki aðeins annan bakgrunn, fé- lagsleg mótun er allt önnur. Annar sagnfræðingur hefur með réttu bent á að öll samskipti voru með allt öðr- um hætti 1914 en 2014. 1914 var sím- inn kominn til sögunnar, en hann var ekki notaður, ekki heldur innan bandalaga, í júlí 1914. Nú eru sam- skiptin í gegnum síma og net miklu umfangsmeiri. Það skapar hvorki al- gert öryggi né tryggir friðinn til lengdar, en þó eru miklu meiri skipti á upplýsingum, einnig yfir landa- mæri og á milli bandalaga, og þetta má ekki vanmeta. Um leið er þessi skortur á samskiptum 1914 skýring á því að allt fór úrskeiðis. Ég mundi því fara mjög varlega í að gera bein- an samanburð á 1914 og 2014.“ FRÉTTIR 55Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 Vagnhöfða 11, 110 Reykjavík | S. 577-5177 | linuborun@linuborun.is | www.linuborun.is Af hverju grafa þegar hægt er að bora? Reynsla - þekking - við komum og metum •Umhverfisvænt - ekkert jarðrask •Meira öryggi á svæðinu •Sparar bæði tíma og peninga. Við notum stýranlegan jarðbor sem borar undir götur, hús, ár og vötn. Borum fyrir nýjum síma-, vatns-, rafmagns- og ljósleiðaralögnum. Í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá upphafi fyrri heimsstyrj- aldar verður haldið alþjóðlegt málþing á morgun um sögutúlk- anir og samtímaáhrif ófriðarins. Þar munu tveir erlendir fyr- irlesar flytja erindi: Christopher Cornelißen, prófessor í sam- tímasögu við Goethe-háskóla í Frankfurt, beinir sjónum að deil- um sagnfræðinga um ábyrgð Þjóðverja á stríðsrekstrinum og Christopher Coker, prófessor í al- þjóðasamskiptum við London School of Economics, fjallar um áhrif ófriðarins og möguleika á stórveldastríði á okkar tímum, segir í fréttatilkynningu. Auk þess munu fjórir íslenskir sagnfræðingar flytja erindi á mál- þinginu. Valur Ingimundarson, prófessor í samtímasögu við HÍ, greinir umfjöllun um stríðið út frá evrópskri sagnaritun og minni. Guðmundur Jónsson, pró- fessor í sagnfræði við HÍ, gerir að umtalsefni þær breytingar sem urðu á íslensku samfélagi í ófriðn- um. Anna Agnarsdóttir, prófessor í sagnfræði við HÍ, fjallar um sögulega hagsmuni breskra stjórnvalda á Íslandi á stríðs- tímum. Loks skoðar Ólafur Arnar Sveinsson, doktorsnemi í sagn- fræði við HÍ, þá orðræðu sem spannst í Norður-Ameríku um stríðsþátttöku hermanna af ís- lenskum ættum sem gengið höfðu í kanadíska herinn. Ragnheiður Kristjánsdóttir, lektor í sagn- fræði við HÍ, stjórnar mál- þinginu. Það fer fram á ensku og verður haldið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins kl. 13.00-17.00. Að málþinginu stendur Sagn- fræðistofnun Háskóla Íslands í samvinnu við breska sendiráðið og þýska sendiráðið í Reykjavík. Málþing um upphaf stríðsins 1914
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.