Morgunblaðið - 23.10.2014, Page 60

Morgunblaðið - 23.10.2014, Page 60
60 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 frá TORMEK Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | brynja@brynja.is ▲ Tormek T-4 er uppfærsla á T-3 og er nú kominn með málmhaus sem eykur nákvæmni um 300% Fylgihlutir sjást á mynd. Verð: 71.800 ▼ Brýnslustöð fyrir Tormek - Sex skúffur fyrir Tormek stýringar o.fl. - Lás læsir öllum skúffum - Gúmmimotta á toppi skáps - Stillifætur með gúmmísóla Nýtt Opið virka daga frá 9-18 lau frá 10-16 BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Líklegt er að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hnykli brýnnar þegar úr- slit þingkosninga í Úkraínu á sunnu- daginn kemur verða tilkynnt. Allt bendir til þess að þjóðernissinnar og stuðningsmenn aðildar að Evrópu- sambandinu og Atlantshafsbanda- laginu styrki mjög stöðu sína í kosn- ingunum. Svo gæti farið að mjög erfitt yrði fyrir Petro Porosénkó for- seta að ná samkomulagi við flokka þjóðernissinna til að tryggja meiri- hlutastuðning á þinginu við umdeilt vopnahléssamkomulag hans við stjórnvöld í Rússlandi. Þingið hefur verið skipað 450 mönnum en vegna innlimunar Krím- skaga í Rússland og átaka í Austur- Úkraínu verða aðeins 424 þingmenn kjörnir að þessu sinni. Helmingur þingmannanna er kjörinn í einmenn- ingskjördæmum en hinn með hlut- fallskosningu af flokkslistum. Milljónir manna kjósa ekki Kosningarnar fara ekki fram á yfirráðasvæðum aðskilnaðarsinna sem hafa lýst yfir sjálfstæði í austur- héruðunum Donetsk og Luhansk. Rúmar þrjár milljónir manna á þess- um svæðum geta því ekki kosið og langflestir þeirra hafa rússnesku að móðurmáli. Kosningabandalagi, sem kennt er við Petro Porosénkó, er spáð mestu fylgi í kosningunum, um það bil 30% atkvæða í flokkslistakosningunum. Forsetinn vonast til þess að geta samið við aðra flokka um stuðning við vopnahléssamkomulag sem hann náði við stjórn Pútíns í september eftir að stjórnarher Úkraínu beið ósigur í átökum við aðskilnaðarsinna sem njóta stuðnings Rússa. Poro- sénkó vonar að vopnahléssamkomu- lagið verði til þess að fyrirtæki í austurhéruðunum geti hafið starf- semi að nýju og hægt verði að blása lífi í efnahaginn sem hefur verið í lamasessi vegna átakanna. Margir flokkar þjóðernissinna hafa hins vegar gagnrýnt friðarsam- komulagið, einkum ákvæði þess um að austurhéruðin fái aukin sjálf- stjórnarréttindi, og saka stjórn Porosénkós um uppgjöf fyrir að- skilnaðarsinnunum. Alls taka 29 flokkar þátt í kosning- unum. Porosénkó forseti vonast til þess að geta myndað samsteypu- stjórn með Þjóðarfylkingunni, nýj- um flokki Arsenís Jatsenjúks for- sætisráðherra. Henni er hins vegar aðeins spáð um 10% fylgi og forset- inn gæti því þurft að leita eftir stuðn- ingi þjóðernissinna sem hafa gagn- rýnt vopnahléssamkomulagið. Á meðal þeirra eru flokkur Júlíu Tí- mósjenkó, fyrrverandi forsætisráð- herra og gamals keppinautar Poro- sénkós, og Róttæki flokkurinn, sem hefur verið sakaður um lýðskrum. Stærsti flokkur rússneskumæl- andi íbúa Austur-Úkraínu er aðeins með 5% fylgi, ef marka má kannanir, og útlit er fyrir að kommúnista- flokkurinn fái ekkert þingsæti í fyrsta skipti frá því að Úkraína fékk sjálfstæði árið 1991. Óvinir Pút- íns styrkja stöðu sína  Þjóðernissinnum og stuðningsmönn- um ESB og NATO spáð sigri í Úkraínu Heimild: AGS, Alþjóðabankinn, Transparency International Þingkosningar í Úkraínu 0.2 Tengsl við Rússland Í % Líklegt tap vegna deilunnar við Rússa, sem hlutfall af landsframleiðslu Áhrif þess að verð á rússnesku gasi hækkaði um 50% Samskiptin við Rússland * Svæði þar sem aðskilnaðarsinnar hafa lýst yfir sjálfstæði Sjálfstæði frá Rússlandi Rauðgula byltingin Viktor Jústsjenkó (hlynntur samstarfi við Vesturlönd) kjörinn forseti Rússar skrúfa fyrir gasið Viktor Janúkóvítsj (hlynntur Rússlandi) kjörinn forseti Fjöldamótmæli hófust þegar Janúkóvítsj sleit viðræðum um aukið samstarf við Evrópusambandið og styrkti tengslin við Rússland Janúkóvítsj steypt af stóli. Þjóðernissinnar mynduðu bráðabirgðastjórn. Krím- skagi innlimaður í Rússland. Lýst yfir aðskilnaði austur- héraða (Donetsk og Luhansk) Petró Porosénkó (hlynntur samstarfi við Vesturlönd) kjörinn forseti Þingkosningar haldnar 1o 175o144o Danmörk, Nýja-Sjáland Úkraína, Nígería N-Kórea Sómalía Afganistan Spilling í samanburði við önnur lönd 21 10 3,7 Innlimun Krím- skaga í Rússland Aðskilnaður austurhéraða (Donetsk, Luhansk og Kharkiv) Minni útflutningur til Rússlands Hagvöxtur af gasinu sem notað er í Úkraínu koma frá Rússlandi 420 milljarðar 180 til 200 milljarðar kr. 1991 2004 2009 2010 2013 2014 25. maí 26. okt. Stærð landsins Íbúafjöldi 45,6 milljónir (2012) -8 -6 -4 -2 0 2 4 2019*2015*2014*2013 Fjöldi atvinnulausra 4,5 1,0 -6.5 0,0% í % (2013) 4 6 8 10 12 2015*2014*2013 *Spá *Spá Framleiðsla á mann 603.700 km2 (að Krímskaga meðtöldum) 3.960 dollarar (477.000 krónur) (2013) 7,2% 9,810,0 (í %) (í febrúar sl.) króna í vanskilum er aukakostnaður Úkraínu á ári vegna verðhækkunarinnar Prósenta rússnesku- mælandi íbúa Gasleiðslur 0 25 50 75 100 200 km KÆNU- GARÐUR Svartahaf Donetsk* Luhansk* Krím* Kharkiv ÚKRAÍNA Odessa Sebastopol Lviv HVÍTA-RÚSSLAND PÓLLAND RÚSSLAND RÚMENÍA M O LD Ó VAU N G V ER JA L. 58% Stjórnmálaskýrendur í Úkraínu spá miklum breytingum á þingi landsins í kosningunum á sunnudaginn kem- ur. „Þetta er í fyrsta skipti sem stuðningsmenn Evrópusambandsins eru í meirihluta meðal kjósendanna í Úkraínu frá því að landið fékk sjálf- stæði,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Vadym Karasjov, sérfræðingi í úkraínskum stjórnmálum. Stjórnmálaskýrandinn Mykhaílo Pohrebinskí telur hugsanlegt að á þinginu verði enginn flokkur sem beiti sér fyrir auknu samstarfi við Rússland frekar en Evrópusam- bandið. „Það gæti hins vegar hafist keppni milli flokkanna um hver þeirra sé þjóðhollastur og mesti óvinur Rússlands,“ hefur fréttaveit- an Reuters eftir honum. Aðskilnaðarsinnar, sem hafa lýst yfir sjálfstæði á yfirráðasvæðum sín- um í Austur-Úkraínu, sniðganga þingkosningarnar og hafa boðað til kosninga á svæðum sínum í byrjun næsta mánaðar. Markmið þeirra er að austurhéruðin, sem þeir nefna Nýja-Rússland, verði innlimuð í Rússland, eins og Krímskagi fyrr á árinu. Keppst um að vera mesti óvinur Rússa? AFP Kosið í skugga átaka Börn leika sér á brynvagni sem náðist af aðskiln- aðarsinnum í Austur-Úkraínu og er nú til sýnis í miðborg Kænugarðs.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.