Morgunblaðið - 23.10.2014, Page 64

Morgunblaðið - 23.10.2014, Page 64
64 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er ekkiliðið heiltár frá því að undirritað var sérstakt samkomulag á milli rík- isins, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um framtíð flugvallarins í Reykjavík þar sem sam- þykkt var að hann yrði starfræktur áfram til árs- ins 2022, um leið og full- kannaðir yrðu aðrir kostir fyrir flugvallarstæði á höf- uðborgarsvæðinu með stofnun starfshóps undir stjórn Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi dómsmálaráð- herra. Sá starfshópur á að skila af sér í síðasta lagi í lok þessa árs, og ætti því að vera vandalaust að bíða eftir niðurstöðum hans. Engu að síður berast nú fregnir af því að borgin hyggist veita leyfi fyrir framkvæmdum á Hlíð- arenda, sem að óbreyttu munu þrengja verulega að flugvellinum og takmarka notkun hans. Sú afstaða borgarinnar, að loka eigi SV-NA braut- inni, eða neyðarbrautinni svonefndu, er því miður einungis eitt dæmið enn um það hvernig þrengt hefur verið að flugvellinum hin síðari ár. Þrengt hefur verið að kennsluflugi, Fluggörðunum, og búið er að samþykkja skipulag þar sem áætluð er aukin byggð í bæði Skerjafirði og á Hlíðarenda, og þannig saumað að vellinum úr tveimur áttum. Verði lokun neyðarbrautarinnar að veruleika er ljóst að nýt- ingarstuðlar flugvallarins munu fara niður fyrir leyfi- leg þolmörk, og í raun gera flugvöllinn allt að því ónot- hæfan vegna öryggismála. Þá þýðir lokun neyð- arbrautarinnar það að flugvöllurinn verður að jafnaði lokaður um 23 daga á hverju einasta ári. Á fjöl- mennum fundi sem Hjart- að í Vatnsmýri stóð fyrir kom fram að sú lokun sam- svaraði því að um það bil 12 flugferðir til sjúkraflutn- inga, þar sem tafir gætu skapað bráða hættu, myndu falla niður á hverju ári, en sjúkraflugsferð- irnar sem myndu falla nið- ur í heildina yrðu enn fleiri. Mikið liggur við að hægt sé að komast í sem flestar þessara brýnu ferða með mjög veika eða slas- aða sjúklinga og þess vegna er ótækt að ráðist sé í breytingar á flugvellinum án þess að önnur nothæf lausn hafi fundist. Þetta er borgar- og skipulagsyfirvöldum ljóst. Þeim hafa borist alls kyns umsagnir um þetta efni, þar sem varað hefur verið við því að lokun neyð- arbrautarinnar sé í raun óásættanleg, meðan ekki er öðrum flugvelli til að dreifa á höfuðborgarsvæð- inu. Þessi viðvörunarorð hafa komið frá Samtökum ferðaþjónustunnar, þau hafa komið frá flugrek- endum á svæðinu, þau hafa komið frá þeim sem best þekkja til mála. Engu að síður hefur verið þjösnast áfram í blindri viðleitni til þess að hrekja flugvöllinn annað, þvert á þau fyr- irheit sem gefin voru fyrir næstum því ári. Sá meirihluti, sem var við völd á síðasta kjör- tímabili, gat aldrei við- urkennt neina sök hjá sjálfum sér, og sá þáver- andi borgarstjóri sér fært að afgreiða stærstu undir- skriftasöfnun sem fram hefur farið hérlendis bein- ustu leið undir teppið með þeim orðum að hann hefði búist við fleiri. Það er vert að taka til þess, að hinn endurnýjaði meirihluti, þar sem tveimur nýjum flokkum var kippt inn til þess að bæta fyrir at- kvæðaskortinn frá kjós- endum, hefur mikið talað um lýðræði og opna stjórn- sýslu. Hafa sumir jafnvel verið svo hrifnir af nýja meirihlutanum, að ekki dugði minna en að kenna hann við „lýðræðisöflin“ í landinu. Í ljósi þess að kannanir benda ítrekað til þess að rúmlega þrír fjórðu Íslendinga vilja hafa Reykjavíkurflugvöll á sín- um stað, er spurning hvort að ekki þurfi að endur- skoða þá nafngift. Er borgaryfirvöldum ofviða að standa við gefin fyrirheit?} Enn er þrengt að flugvellinum F réttir um aukna byssueign lög- reglunnar hafa vakið mikla at- hygli, eins og þær eiga svo sannarlega að gera. Það er ekki einkamál lögreglunnar hvort og hvernig hún er vopnuð. Frétt um 150 hríðskotabyssur sem lögreglan fékk að gjöf frá Noregi kemur þingi og þjóð við og vekur alls ekki sömu hrifningu og jólatréð sem Norðmenn færa okkur árlega og gleð- ur svo innilega okkur jólabörnin, stór og smá. Þegar kveikt var í því tré í búsáhalda- byltingunni var okkur ekki skemmt heldur litum við svo á að þarna væri verið að vinna ljótt verk, eins og svo mörg önnur á tíma þegar of margir kusu að lifa í æsingi og öskrum á Austurvelli. En enginn varð til að vernda tréð, ekki einu sinni lögreglan, enda hafði hún nóg að gera við að hafa hemil á æst- um lýðnum. Hin nýja gjöf Norðmanna til okkar Íslendinga, 150 hríðskotabyssur, ilmar ekki beinlínis af smekk- legheitum. Fyrir vikið er lögreglan og vopnaburður hennar í forgrunni þessa dagana. Facebook-síða hef- ur verið stofnuð þar sem óskað er eftir því að hríð- skotabyssunum verði skilað og mörg þúsund manns hafa skráð sig á hana. Á Alþingi hafa síðan orðið miklar umræður og vissulega hafa sumir þingmenn gengið þar fulllangt og talað í upphrópunarstíl, án þess að hafa nægar upplýsingar í höndum. Það er hins vegar hárrétt hjá hinum mjög svo ágæta formanni Samfylkingarinnar, Árna Páli Árnasyni, að grundvallarbreyting á aðgangi lögreglumanna að vopnum í dag- legum störfum á ekki að vera nokkuð sem fáeinir yfirmenn í lögreglunni ákveða. Um- ræðan á heima á vettvangi stjórnmálanna, eins og formaðurinn segir, og hún á líka heima í stofum landsmanna. Meirihluti landsmanna vill ekki að lög- reglan gangi vopnuð um götur bæjarins. Forsvarsmenn lögreglunnar, sem komið hafa í viðtöl við fjölmiðla, hafa ítrekað rækilega að lögreglan hafi alls engan áhuga á því að ganga vopnuð um stræti og torg. Vonandi meina þeir það. Langflest okkar myndu örugglega kjósa að lögreglan þyrfti aldrei að nota vopn við störf sín, en slík ósk er vitanlega ekki í takt við raunveruleikann. Okkur ætti öllum að vera ljóst að lögregla getur alls ekki mætt vopnuðum manni eða mönnum óvopnuð. Hún verður í neyðartilvikum að hafa aðgang að vopnum. Reglur um slíkt þurfa um leið að vera strangar. Lögreglan á alls ekki að flagga vopnum sínum og þeim á ekki að planta í hvern ein- asta lögreglubíl landsins. Almenn vopnavæðing innan lögreglunnar er ekki það sem við viljum. Umræðan um aðgang lögreglumanna að vopnum er sannarlega nauðsynleg og kemur öllum lands- mönnum við. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Byssugjafir frá Norðmönnum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Gamla höfnin í Reykjavíkvar í áratugi þungamiðjahafnarstarfsemi höf-uðborgarinnar. Vöruinn- flutningur færðist inn í Sundahöfn seinni hluta síðustu aldar og þá breyttist hlutverk Gömlu hafn- arinnar. Hún hélt þó áfram að vera miðstöð útgerðar og fiskvinnslu. Á allra síðustu árum hefur mikið líf færst í hafnarsvæðið eins og al- þjóð veit og nú er þar blómleg starf- semi fyrirtækja í ferðaþjónustu og veitingastarfsemi. Hvalaskoðunar- fyrirtækin hafa blómstrað og mörg áhugaverð söfn verið opnuð á svæð- inu. Öll þessi starfsemi hefur dregið til sín þúsundir ferðamanna dag hvern á sumrin. Yfirmenn Faxaflóahafna, þeir Gísli Gíslason hafnarstjóri, Jón Þor- valdsson aðstoðarhafnarstjóri og Gísli Jóhann Hallsson yfirhafnsögu- maður, hafa tekið saman skýrslu um Gömlu höfnina, hver þróun hafn- arinnar hefur verið hin seinni ár og hvernig hún gæti orðið á næstu ár- um. Gömlu höfninni má skipta upp í tvö hafnarsvæði; Vesturhöfnina, þar sem mistöð útgerðar og fiskvinnslu er, og Austurhöfnina, þar sem varð- skip og hafrannsóknaskip liggja auk þess sem minni skemmiferðaskip leggja þar að. Síðan er Eyjargarður út af Örfirisey, en allur olíu - og eldsneytisinnflutningur fer þar fram. Bakkarými verði ekki skert Fram kemur í skýrslunni að um 745 skip yfir 100 brúttótonn koma í Gömlu höfnina á ári hverju og um 300 skip leggjast að Eyjargarði. Að auki eru um 75 smábátar undir 100 brt. með viðlegu í Gömlu höfninni. Viðlegurými fyrir stærri skip (130- 170 metra löng) er takmarkað og segja skýrsluhöfundar að mikilvægt sé að skerða ekki bakkarými sem takmarkaði frekar komur þessara skipa. Þá segja þeir mikilvægt að að- stöðunni í Vesturhöfninni fyrir fiski- skip verði ekki teflt í tvísýnu. „Varð- andi Vesturhöfnina og fisklöndun þá er það „heilagt“ svæði og verður frekar styrkt sem slíkt heldur en hitt,“ segir Gísli Gíslason hafn- arstjóri í samtali við Morgunblaðið. „Til þess að Gamla höfnin sé lifandi fiskihöfn er mikilvægt að aðstaðan til löndunar á fiski við Norðurgarð, Grandabryggju, Grandabakka og Bótarbryggju sé eins góð og kostur er. Þar er ekki hægt að gera ráð fyrir annarri umferð eða starfsemi en þeirri sem á beint erindi vegna fiskflutninga, útgerðar og þjónustu við fiskiskip,“ segir í skýrslunni. Aukin starfsemi á Miðbakka? Í Vesturbugt, Suðurbugt, við Austurbakka, Miðbakka og Faxa- garð sjá skýrsluhöfundar fyrir sér þróun sem styrki haftengda ferða- þjónustu, hvort heldur er hvala- og náttúrulífsskoðun eða smærri skemmtiferðaskip. Í tengslum við baksvæði Miðbakka megi sjá fyrir sér starfsemi sem myndi bæta að- stöðuna fyrir móttöku á skemmti- ferðaskipum en um leið tengjast miðborgarstarfsemi á einhvern hátt. Við Miðbakkann er unnt að leggja skipum allt að 170 metra löngum. Loks er þeirri spurningu varpað fram hvort nota megi Austurbakka og Faxagarð sem viðlegupláss fyrir minni skemmtiferðaskip og snekkj- ur. Næsta sumar séu t.d. átta „minni“ skip með alls um 1.900 far- þega bókuð á Skarfabakka sem hefðu stærðar sinnar vegna komist að við Austurbakka eða Faxagarð. Gamla höfnin í endurnýjun lífdaga Morgunblaðið/Eggert Gamla höfnin Veitingahúsin hafa verið opnuð eitt af öðru í gömlu verbúð- unum við Suðurbugt. Þangað liggur straumur ferðamanna allt árið. Alls komu 24 skemmtiferðaskip að Miðbakka á þessu sumri með um 6.000 farþega. Árið 2015 eru nú þegar búð að bóka alls 31 skip með um 8.800 farþega á Miðbakka, en hann liggur beint fyrir framan Hafnarhúsið. „Miðbakkinn er um leið sú hafnaraðstaða hér í Gömlu höfninni sem tekið getur við hvað djúpristustum skipum og um leið er hann viðhafnarhafn- arbakki hafnar fyrir ýmsar skipakomur svo sem gesta- heimsóknir og fleira,“ segir í skýrslu þremenninganna. Búið að bóka 31 skip 2015 MIÐBAKKINN MIKILVÆGUR Morgunblaðið/Eggert Miðbakki Minni skemmti- ferðaskip leggjast þar að.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.