Morgunblaðið - 23.10.2014, Qupperneq 80
80
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014
JÓLAtónleikar
háttinn á og á tónleikunum í Hofi.
Pálmi syngur lög sem hann er hvað
þekktastur fyrir í bland við annað
efni, lög sem fólk þekkir og elskar.
Svo flytjum við þekktar perlur eins
og Jólaköttinn og Hin fyrstu jól eft-
ir Ingibjörgu Þorbergs og Jóla jóla-
svein eftir Röggu Gísla. Jafnframt
syng ég lög eftir mig, til dæmis
Jólakveðju og Klukkur klingja, sem
er afskaplega ánægjulegt.“
Eru jólin alltaf tími tilhlökkunar?
„Ég var áður mikið jólabarn. Svo
breyttist ég í jólaskrögg og fann
mig í því hlutverki í nokkur ár, en
núna, eftir að ég eignaðist litla
strákinn minn, Gunnar Magnús,
fyrir tveimur árum er
ég aftur að verða jóla-
barn. Mér finnst þetta
flottur árstími og nátt-
úran er svo falleg, en
ég þoli ekki allt kaup-
æðið og eyðsluna sem
fylgir jólunum. Ég
strauja yfirleitt kred-
itkortið og tæmi alla
sjóði á síðustu stundu
og má ekkert vera að
því að búa til flottar
sultur eða konfekt til að
gefa, eins og væri mest í anda
jólanna. Hvað þá að kaupa dót á út-
sölum og sýna einhverja fyrir-
hyggju. Ég enda alltaf á því að
kaupa alltof dýrar gjafir í fljótfærni
handa mínum nánustu, nema ein-
hverjir fá alltaf bækur.
En mér finnst gaman að skreyta
og kveikja á kertum og pakka inn
gjöfum á Þorláksmessu. Skemmti-
legast er að sjá litlu börnin í jólaföt-
unum sínum og einlæga gleði þeirra
þegar þau leika sér með gjafirnar
og fá að smakka Nóa-konfekt og
Bergljót Friðriksdóttir
beggo@mbl.is
É
g hlakka mikið til að syngja
með Pálma, rödd Íslands
eins og ég kalla hann, sem
tónlistarunnendur þekkja
svo vel,“ segir söngkonan Ragn-
heiður Gröndal, en hún kemur fram
með Pálma Gunnarssyni á tónleik-
unum Gleði og friðarjól í Eldborg-
arsal Hörpu laugardaginn 20. des-
ember. „Pálmi hélt þessa tónleika
fyrst í fyrra í Hofi á Akureyri og
bauð mér þá að koma fram sem
gestur. Við náðum strax vel saman
og höfum unnið mikið saman allt
þetta ár; Pálmi leikur meðal annars
á bassa á nýju plötunni minni og
syngur með mér í einu laganna, og
ég er mjög stolt af því.“
Sérstakir gestir tónleikanna
Gleði og friðarjól verða þrjú börn
Pálma; Sigurður Helgi, Ragnheiður
Helga og Ninna Rún, sem öll hafa
erft sönghæfileikana frá föður sín-
um. „Þau eru öll miklir mús-
íktalentar og mér finnst mjög gam-
an að koma fram með þeim. Svo eru
atvinnumenn í hljómsveitinni, sem
leidd er af Þóri Úlfarssyni. Einnig
verðum við með blandaðan kór með
okkur og tólf manna strengjasveit,
svo þetta verður sannkallað eyrna-
konfekt. Og til að sem flestir geti
notið verða tvennir tónleikar hinn
20. desember, klukkan 17 og 21.“
Þekktar jólaperlur
Spurð út í dagskrá jólatón-
leikanna segir Ragnheiður lögin
sambland af þekktum jólaperlum,
meðal annars bæði úr hennar
smiðju og Pálma. „Við höfum sama
jólaöl. Svo finnst mér alltaf æðisleg
stemning í hádeginu á aðfangadag
en þá förum við til mömmu og
pabba í flatkökur með hangikjöti.“
Þrítugsafmælissöngur
Nýja platan og verkefnin fram-
undan?
„Það er afskaplega margt fram-
undan og ég horfi bjartsýn og full
tilhlökkunar fram á veginn. Jólin
eru alltaf mjög annasamur tími hjá
mér, ég hef því satt að segja engan
tíma fyrir tiltekt eða sörubakstur.
Næsta verkefni sem ég fer í er
Óskalög þjóðarinnar en þar flyt ég
lag Magnúsar Þórs, Ísland er land
þitt, sem Pálmi vin-
ur minn söng ein-
mitt upphaflega.
Svo eru það
Fleetwood Mac-
tónleikar í Hörpu í
lok október þar sem
ég kem fram ásamt
ýmsu góðu fólki.
Eftir það tekur við
tveggja vikna tón-
leikaferðalag um
Þýskaland til að
kynna áttundu sóló-
plötuna mína, Svefnljóð, og Pálmi
bassaleikari verður með mér úti
hluta af tímanum.
Ég hafði svo hugsað mér að halda
afmælistónleika 15. desember, en
þá verð ég 30 ára. Á aðventunni
held ég nokkra jólatónleika með
vinum mínum Svavari Knúti og
Kristjönu Stefánsdóttur og loks
ætla ég að syngja með Jólagestum,
á jólatónleikum Björgvins Halldórs-
sonar. Það má því eiginlega segja
að Íslendingar fái góðan skammt af
mér þetta árið.“
Enginn tími fyrir til-
tekt eða sörubakstur
Söngkonan Ragnheiður Gröndal stígur aftur á svið með Pálma
Gunnarssyni á tónleikunum Gleði og friðarjól í Hörpu Hún er
stolt af samstarfi þeirra á árinu, meðal annars við gerð áttundu
sólóplötu hennar Svefnljóð sem kemur út á næstu vikum
Við verðum með
blandaðan kór með
okkur og tólf
manna strengja-
sveit, svo þetta
verður sannkallað
eyrnakonfekt
Vinsæll „Pálmi Gunnarsson hélt þessa tónleika fyrst í fyrra í Hofi á Ak-
ureyri og bauð mér þá að koma fram sem gestur,“ segir Ragnheiður.
VELKOMIN Á TAPASHÚSIÐ
FISK LOVER/FISH LOVER 5.750 KR.
Skelfisksúpan okkar... Bláskel, leturhumar, tómatur
Skötuselur & steiktur leturhumar...
graskersmauk, fennika, beikonfroða
Créme brulée, daim súkkulaði, rifsber, marengs
SURF & TURF 7.200 KR.
Hægelduð bleikja...
Reykt majónes, rúgbrauð, fennika
Sojamarineraður túnfiskur...
geitaostur, hnetusósa, agúrka
Tapas nautapiparsteik & steiktur leturhumar...
béarnaise
Súkkulaðikaka... reese´s pieces, jarðaber, rjómaís
HJÁ OKKUR ER OPIÐ Í HÁDEGINU OG LANGT FRAM Á KVÖLD
TAPASHOUSE - ÆGISGARÐUR 2 - SÓLFELLSHÚSIÐ - 101 REYKJAVÍK
+354 512 81 81 - INFO@TAPASHOUSE.IS - WWW.TAPASHOUSE.IS
Lifandi tónlist
fimmtudag og föstudag
Stuð og einstök stemning
Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 108 • Reykjavík • Sími 560 1010www.heilsuborg.is
Upplýsingar í síma 560 1010
eða á mottaka@heilsuborg.is
Hugarlausnir
Hentar fólki sem glímir við
þunglyndi, kvíða eða streitu.
• Hefst 28. október
• Þjálfun samkvæmt forskrift
hreyfiseðils í 8 vikur
• Þri. ogfim. kl. 18:30
laugard.kl.10:00
• Fyrirlestrar og viðtal við sálfr.
• Hópmeðferð í núvitund
Umsjón: Sigrún Á. Þórðardóttir,
sálfr., Elva BráAðalsteinsdóttir, sálfr.
ogGuðniHeiðarValentínusson,
heilsufr.
Stoðkerfislausnir
Henta þeim sem eru með
einkenni frá stoðkerfi, vilja læra
á sjálfan sig og finna sín mörk í
hreyfingu.
• Hefst 27. og 28. okt - 8 vikur
• 2x í viku: Þri. ogfim. kl. 16:30
• 3x í viku: Mán.,mið. og fös.
kl. 15:00
• Mat og ráðgjöf sjúkraþjálfara
Þjálfarar Anna Borg og
Arna Steinarsdóttir, sjúkraþjálfarar
Orkulausnir
Henta þeim sem glíma við
orkuleysi, þrekleysi, verki eða
svefnvanda.
Hentar vel þeim sem vilja
byggja upp orku vegna
vefjagigtar eða eftir veikindi.
• Hefst 28. október - 8 vikur
• Þri. og fim. kl. 10:00
eða 15:00
• Framhaldsnámskeið sömu
dagakl. 14:00
• Einstaklingsviðtal
við hjúkrunarfræðing
Þjálfari: Linda Gunnarsdóttir,
sjúkraþjálfari
Eitthvað fyrir alla!
Lausnina finnur þú í Heilsuborg