Morgunblaðið - 23.10.2014, Síða 83

Morgunblaðið - 23.10.2014, Síða 83
83 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 arsson spilar á gítar og Matthías Hemstock mannar trommusettið. Til viðbótar verða fimm framúrskarandi blásarar. Sigríður segir tónleikagestum boðið upp á hugljúfa og rólega jóla- tónlist og mikið af frumsömdum lög- um. „Lögin á minni jólaplötu koma t.d. úr smiðju þierra Guðmundar Óskars og Bjarna Frímanns sem tóku sig til og sömdu nýja tónlist við lítt þekkt ljóð eftir íslensk skáld. Þetta eru ekki textar sem fjalla um hangikjöt eða jólasveina, hopp og hí og dansa í kringum jólatréð, en í fal- legum kvæðunum koma fyrir vísanir hér og þar í jól og gleði, engla eða kertaljós á dimmum vetri.“ Að sögn Sigríðar er hugmyndin að þessum stóru tónleikum raunar frá Guðmundi komin og kviknaði um mitt sumar. „Mér fannst það óneit- anlega svolítið fáránlegt að fá símtal í sumarhitanum í ágúst um hvort ég væri ekki til í risastóra jólatónleika í Hörpu. Jólin virtust þá svo óralangt í burtu og hugmyndin eitthvað svo stór og rugluð,“ segir hún og hlær. Jólasöngvar að sumri Sigríður segir bæði skemmtilegt en líka súrrealískt að gefa út jóla- plötu. Útgáfan hafi langan aðdrag- anda og ekki óalgengt að upptökur fari fram um mitt sumar. Það geti verið mjög undarleg upplifun að æfa „Heims um ból“ um miðjan júlí. Hversu vel platan selst eða hversu mikið lögin eru spiluð í útvarpi fylgir líka öðrum lögmálum en venjuleg plötuútgáfa. „Sölutími jólatónlistar er örstuttur, varla nema mánuður á hverju ári, en plöturnar lifa margar í áraraðir. Ef vel tekst til verður til nostalgísk tenging milli hlustenda og lagsins sem þeir heyra bara á þessum árstíma og tengja við að nú sé ánægjulegur jólatími að ganga í garð.“ Hún gantast með að oft geti þessi fortíðarþrá tekið á sig undarlegustu myndir. Nefnir Sigríður vinsælt ís- lenskt jólalag sem henni þykir af- skaplega leiðinleg tónsmíð. „En um leið kemst ég ekki hjá því að láta þetta lag kalla fram ljúfar minningar um jólin og minna mig á hvaða hátíð er á næsta leiti.“ Þótt nóvember sé ekki enn geng- inn í garð er ekki seinna vænna fyrir Sigríði að byrja að huga að jólaundirbúningnum. Starfi tónlist- armannsins fylgir nefnilega oft auk- ið vinnuálag í desember. Hún segir þetta ánægjulegan tíma og gaman að vera á ferðinni og syngja hér og þar, nánast sem boðberi jólaandans. „Um leið verður maður að gæta þess að bóka ekki of mikið af tónleikum og uppákomum, bæði til að hafa ein- hvern tíma fyrir jólaundirbúninginn og eins til að hafa örugglega gaman af öllum jólasöngvunum út desem- ber.“ Grætur ekki yfir pottunum Segir Sigríður það hjálpa mjög til að hún leggur ekki ofuráherslu á að halda fullkomin jól. „Ég læt það ekki svekkja mig þótt ég hafi ekki tíma til að kaupa jólatré og skreyta eða baka piparkökuhús. Ég gæti þess vita- skuld að fá létta taugaveiklun á Þor- láksmessu og þeysast á milli staða í leit að síðustu gjöfunum en ég er ekki eins og sumar húsmæður og heimilisfeður sem eru grátandi yfir pottunum ef sósan með jólasteikinni er ekki alveg fullkomin.“ Morgunblaðið/Kristinn Rómantík „Er fátt skemmtilegra en að gera stutt hlé á jólastússinu, sitja í rólegheitum í notalegum tónleikasal og hlusta á fallega jólatónlist,“ segir Sigríður. Fólk á ferðinni á jólalegum Laugavegi. Tónleikar Sigríðar og Sigurðar verða af stærstu sort en Sigríður reiknar ekki með að illa gangi að fylla Eldborgarsalinn. Þannig hafi Sigurður á síðasta ári haldið jólatónleika fyrir fullu húsí í Há- skólabíói. Hún segir mjög ánægjulegt hvernig framboðið á jóla- tónleikum hefur vaxið á und- anförnum árum og nú er svo kom- ið að velja má úr aragrúa stórra og smárra tónleika með alls kyns áherslum. „Í huga margra Íslend- inga er þetta orðið að ómissandi parti af jólaundirbúningnum. Er fátt skemmtilegra en að gera stutt hlé á jólastússinu, sitja í ró- legheitum í notalegum tónleikasal og hlusta á fallega jólatónlist, gleyma um stund streitunni og komast í jólaskap.“ Tækifæri til að taka sér frí frá jólastússinu KULDASKÓR FJÖLBREYTT ÚRVAL ECCO - KRINGLAN - SÍMI: 553 8050 STEINAR WAAGE - SMÁRALIND & KRINGLAN WWW.SKOR.IS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.