Stígandi - 01.04.1945, Side 78

Stígandi - 01.04.1945, Side 78
.172 BÚENDATAL SANDS í AÐALDAL STÍGANDI Vigfús Ólafsson — mun þá búa í Miðhvammi, faðir Hallfríðar, konu Péturs á Fjalli, Helgasonar. Arni Björnsson — frá Laxamýri, sá er langa ævi bjó í Haga og er þar enn á líli hjá Bergþóri bónda, syni sínum, 1703, 97 ára, elztur allra Pingeyinga manntalsárið. Helgi Illugason — á Fjalli. — Arnþór Ólajsson. Enginn eli er á því, að hér er Arnþór á Sandi í eigin persónu. Fæst þar með full sönnun fyrir föðurnafni hans og svo hinUj að hann er enn á lífi og ern maður, ferðafær, 24. maí 1680. Það, sent verið hefir við að styðjast í framanskráðri ádrepu, er þetta aðallega: 1. Munnmæli um galdra- og kunnáttumanninn Arnþór á Sandi, er öll bendla hann við þá jörð. Sbr. Þjóðs. Jóns Árnasonar, og víðar. 2. Ættartölugrein, er telur Arnþór bróður Elínar á Fjalli. 3. Sögn Þorláks Jónssonar á Sandi, að hann væri þriðji búandi þar eftir Arnþór. 4. Manntalið 1703, er af verður ráðið, hvenær Elín hafi uppi ver- ið, systir Arnþórs. 5. Tíundarlistinn frá 1688. 6. Héðinshöfðabréfið 1680, er geymir nafn Arnþórs, líklega ritað eigin liendi. Þrátt fyrir þá vitneskju, sem fengizt hefir um Arnþór Ólafsson á Sandi, er ókunnugt um konu hans, hafi hún nokkur verið, og svo það, hvort liann hafi látið el’tir sig nokkra niðja. Árið 1703 eru í Þingeyjarsýslu aðeins tveir unglingsmenn með Arnþórs- nafni: Arnþór Ulugason í Skörðum, 17 ára, sonarsonur Elínar á Fjalli, og Arnþór Ólafsson á Syðra-Fjalli, 16 ára, dóttursonur Elínar. Sennilega fæddir unr ]rað leyti senr Arnþór á Sandi deyr, og bera lrans nafn. Þá eru og í Þingeyjarsýslu fyrrnefnt ár aðeins tvö Arnþórsbörn: Guðrún Arnþórsdóttir, vinnukona í Kaldbak, 35 ára, og Guðrún Arnþórsdóttir, vinnukona í Húsavík, 22 ára. Ég tel líklegt, að Guðrún í Kaldbak sé dóttir Arnþórs á Sandi. og hugsanlegt um hina líka. Um Guðrúnir þessar er annars öld- ungis ókunnugt. Frh.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.