Stígandi - 01.03.1949, Page 20

Stígandi - 01.03.1949, Page 20
Er óhætt að futlyrða, að þær eru ágætir fulltrúar þjóðar sinnar á þeim vettvangi. Einnig heimsótti ég mentnaskóla bæjarins og skoðaði byggða- safn Mærahéraðs, sem stendur spölkorn fyrir utan bæinn, eða þar sem talið er, að verið hafi elzti lendingarstaðurinn hjá Álasundi, og kaupstefna og héraðsþing háð þar fyrrum. í safninu er geymt merkilegt safn minja allt frá haugum steinaldarmanna til vorra daga. Má með því að fara um stofur þess fá furðu gott yfirlit um tækniþróun héraðsins frá elztu tímum. En þar er einnig geyrnt gott náttúrugripasafn, steinar, dýr og plöntur, sem fundizt hafa á Mæri. Var því haganlega og snyrtilega fyrir komið. Utan safna- hússins liöfðu verið reistir nokkrir fornir bóndabæir. Voru þeir þar með öllum ummerkjum og munir stofu, svefnherbergja, búrs og eldhúss hver á sínum stað, eins og títt er, þar sem slík söfn hafa verið reist. Þegar maður lítur á slík söfn sem þessi, fer ekki hjá því að manni verði hugsað heim, og finni þá sárt til fátæktar voiTar í þeim efn- um. Enda Jrótt Þjóðminjasafnið í Reykjavík sé ágætt safn og gagn- merkt í hvívetna, afsakar tilvera þess engan veginn það tómlæti, sem vér höfum sýnt um að halda til haga, hvers kyns gripum og geyma þá á góðum stöðum úti um héruðin. Byggðasögur og byggðalýsingar, sem nú tíðkast mjög að gefa út, eru að vísu góðra gjalda verð. En miklu meira væri um það vert, að hafizt yrði handa og komið upp byggðasöfnum. En tíminn leið, og við kvöddum Álasund og fólkið þar, þótt margt væri óséð, og marga hefði okkur fýst að finna. Og föstudag- inn 16. apríl fórum við með strandferðaskipinu suður til Björg- vinjar, en þar vildum við korna við á leiðinni til Oslóar. Um skerjagarð og háfjöll. Við lögðum af stað, að hallandi nóni. Skipið var troðfullt af fólki og farangri, svo að okkur tókst að fá klefa aðeins fyrir ötula hjálp borgarstjórans í Álasundi. Annars virtist mér margt minna mig á strandferðaskipin hér heirna. Sigling innan skerja í Noregi er hin furðulegasta. Skipið smýg- ur um eyjasundin, svo nærri landi, að oft virðist næstum því liægt að stökkva í land. Hvað eftir annað sýnast öll sund lokuð, og að skipið muni sigla beint í fjöllin, en á síðustu stundu opnast leið, og áfram er haldið inn í nýtt sund og nýjan vog. ' 90 STÍGANDI

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.