Stígandi - 01.03.1949, Page 46

Stígandi - 01.03.1949, Page 46
svo sem leysingjar þeirra feðga eða smábændurnir, sem fylgdu þeim út, þó að Skallagrímur hafi kallað svo, og afkonrendur Gríms munu hafa litið svo á, að hann hafi numið land sitt sjálfur. Eins n.unu liafa gert Ingimundur fóstbróðir hans og Hrómundur í Þverárhlíð, bróðir lians, og afkomendur þeirra. Hrómundur hafði sjálfur numið cér land í landnámi Skallagríms, sennilega án leyfis hans, og var hins vegar einnig meðal forfeðra Melamanna. Mis- sagnirnar um Grím liinn háleyska munu vera runnar af sömu rót- um og þögn Hauks Erlendssonar yfir því, með hverjum hætti Há- mundur heljarskinn hafði eignazt Galmaströnd. Það mun hafa verið óljóst snennna eða þegar frá upphafi, hvernig slíkir menn höfðu komizt að landi sínu innan landnáma þeirra manna, sem þeir höfðu fylgt út til íslands, og það þykir mér ekki vera nein furða. Það getur vel verið, að helzt mætti kalla það svo, að Helgi liinn magri og Hámundur og liins vegar þeir Grímar báðir hafi numið landið í sameiningu, þó að Helgi og Skallagrímur hafi síð- ar meir talið sig eina frumeigendur alls landnámsins. En þeir Há- mundur og Grírnur hinn háleyski munu ekki hafa viljað gera sig að skjólstæðingum liinna mannanna með því að kalla, að þeir hafi gefið sér land sitt. Eg lteld, að við getum þannig gert okkur ljósa grein fyrir því, hvernig miásagnirnar um landnám bæði Skallagiíms og Gríms hins háleyska eru til orðnar, án þess að þurfa að bregða nokkrum manni um að Iiafa vitandi sagt rangt frá. Svipað og hér mun Itafa farið í landnámi Ketils hasngs. Að höf- undur Melabókar fer með Sighvat hinn rauða, Þorkel bundin- fóta og Baug sem með alveg sjálfstæða landnámsmenn, þó að þeir hafi að sögn hinna bókanna numið land innan landnáms Ketils og nteð hans leyfi, er í samrænri við þá villu hans, sem greint er frá að framan, að hitt geti ekki hafa gerzt. Þetta eru því veil rök fyrir því, að Ketill hængur hafi numið rninna land, en hinar heimildirnar eigna honum. En í Egils sögu segir, að Baugur hafi fengið land sitt — það er Eljótshlíð — að gjöf frá Katli. Til þessara missagna geta legið sömu tildrög og þar, sem Hámundur heljarskinn og Grímur hinn háleyski eru. Því að Baugur kvað vera kominn frá Kjarvali írakonungi og hefur því ekki verið tal- inn minni ættar en Hámundur. Þannig, sem Egils saga segir frá, munu ættmenn Ketils Iiængs hafa litið á málið. En það er ekki hægt að rannsaka málið hér eins rækilega og í landnámi Skalla- gríms. --------- ] 1 6 STÍGANDI

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.