Stígandi - 01.03.1949, Síða 57

Stígandi - 01.03.1949, Síða 57
Stóribakki. Þar var nú annað orð á búskapnum. Þar bjó sýslu- maðurinn. Sjávarjörð og fjörubeit, reki og æðarvarp við ósinn á Dalsánni, sem féll um þessa sveit, Hlíðardalinn. Nú var altalað, að Aslákur ætti dóttur sýslumannsins fyrir unnustu. — Það er ekki trútt um, að mægðirnar ætli að stíga honum til höfuðsins, þessum, þessum — manni, sýnist mér, sagði faðir minn lieitinn, og kliður fór um stofuna af kurr og vanþóknun. En bóndi liafði fylgt gesti sínum til dyra og þaðan í hesthúsið. Einhverjir fleiri gengu út með þeim. Nú töluðu allir við alla, utan síra Sigtryggur. Kunnugir þótt- ust sjá, að honum væri þungt. Kannske var það af því, að geta ekki ráðið við hnefann, kannske enn annað. Enginn hafði upp- burði í sér að yrða á hann. Svo stóð h.ann upp. Við hin gerðum það sama. Hann gekk að glugganum og leit út. Bleksvart myrkur og jörðin eins og sót. Hláka liafði verið um daginn og daginn þar á undan. Nú hafði kyrrt, svo að ekki blakti hár á höfði. — Það er mikið, ef hann snýr sér ekki, sagði einhver. Þetta er uggvænleg kyrra upp úr svona mikilli hláku. Síra Sigtryggur vék sér frá rúðunni og gekk út úr stofunni. Nú hafði hann náð sínu alkunna jafnvægi. Enginn sá framar á honum þykkju eða ölvun. Maður kom inn til okkar í stofuna. Hann hafði mætt prestin- um úti á hlaði, sagði hann, og talaði í lægri nótum. — Hann var aleinn í myrkrinu, sagði hann, og raulaði þessa vísu fyrir munni sér, svo aðeins heyrði orðaskil: Þú, sem mæddum manni geð meiðir án saka og raka, annað eins hefir áður skeð og að þú rækir niður hnéð á kaldan klaka — — á kaldan klaka. — Hann vó hendingarnar, sagði maðurinn, og þau voru þung sem blý, orðin, sagði hann, og livíslaði þessu fremur en tal- aði. Húsbóndinn kom inn. — Þá er liann farinn, þessi mikli maður frá Sýslumannsbakka, mælti liann léttum orðum. Ætli það sé ekki óhætt að fara að kenna hann við höfuðbólið, þó að hann sé kannske ekki enn STÍGANDI 127
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.