Stígandi - 01.03.1949, Síða 59

Stígandi - 01.03.1949, Síða 59
seni ekki skilja það, sem tíminn heimtar, fremur en latínu, þegar svona kona er á liinu leitinu, og hann sýslumaður með tíman- um, kannske. Magnleysi læðist út í taugarnar með varúð. Máske það hafi verið •heldur mikið í glösunum. En það er hún Sigríður. Hann sér hana fyrir sér í huganum, íturvaxna æskumey, sem bíður eftir lionum með opinn faðni og umönnun. Dropi fellur ofan úr skýjunum. Einn tveir, einn tveir. Regn er að koma með svo undarlegum asa, að það er varla skiljanlegt. Eftir litla stund er komin dynjandi úrkoma, og líkist krapa. Maðurinn staðnæmist andartak til að átta sig á, hvaðan áttin standi: Að norðan. Það er ills viti, hvað sjúrinn lætur illa. Áslákur hvetur Svan. Það er vissara að slóra ekki að óþörfu í svona útliti. Ríða mætti héðan á tveimur stundum út að Stóra- bakka á öðrum eins gi ip og Svan, ef líf lægi við. Að stundarkorni liðnu slettir norðanáttin slyddu framan í ferðamanninn. Það er meiri hraðinn á þessu veðurfari. Það líða bara fáar mínútur, þangað til ekki sér út úr augunum. Bleytu- hríð, og eins og veggur að sjá í hana. Áður var haustkvöldið eins og blek og jörðin biksvört. Nú gránaði til jarðarinnar, svo að djarfaði fyrir götuskorningum. En það stóð ekki lengi. Allt varð hvítt í vetfangi, og ómögulegt að aðgreina þúfu frá skorningi. Hvassviðri lamdi, svo að lneystiraun var að Iiorfa móti því. Svanur lagði kollluifur og setti hausinn í áttina fyrsta kastið og ókyrrð- ist. Áslákur tók í taumana og sté af baki. Hann vildi glöggva sig á, hvar hann væri staddur. Það er ekki auðvelt að átta sig á staðháttum, þegar svona er blindað, þó að snjólétt sé. Jú. Hér er gata, og á meðan er maður á réttri leið. Allt í einu verður hann þess var, að sævarhljóðið liefir fært sig tih Það er eins og það hafi fengið fætur og vikið sér til austur- áttar. Þeir eru staddir hjá lækjardragi, Áslákur og Svanur. Hlæj- andi lækjarsytra trítlar fram hjá niðri í grámanum. Hér er eng- inn lækur að vera. Það er eins og sá skratti liafi dottið ofan úr skýjunum. Getur verið, að Svanur hafi slagað undan hrakviðr- inu? Þetta er ekki einleikið með sjóinn, og svo er það þessi lækjar- __ seytla. Áslákur fer af baki og rýnir ofan í jörðina. Jú. Hér er gatan. En hvernig er það? Þetta er gróin gata. Hann krafsar ofan í hana. Gras, gras. Hér hefir ekki hestur stigið í lmndrað ár eða þús- und. Hin rétta reiðgata er aðeins mold og leir og tillieyrir nú- 9 STÍGANDI 129
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.