Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 61

Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 61
smáhverfur eittlivað út í graslendið. En hvort er þetta nú Þver- lækurinn eða Hrossahjallaáin? Þverlækurinn hlýtur það að vera. Það er óhugsandi, að liann sé kominn inn að Hrossahjöllum. Jæja, með því að stefna héðan til austurs, er skömm leið að Dalsánni. Og nái maður henni, er auðfarin leið meðfram henni til sævar, svo er fjaran og síðan sjávarbakkar heim að Stórabakka, auðratað blindum manni meira að segja. Og ung stúlka á tröpp- unum með ljósker í hendinni og heitir Sigríður, sýslumannsdótt- ir, með gulbjartar hárfléttur langt ofan fyrir mitti, hvelbrjósta kona með ávala vanga og yfirlit eins og morgunroðann. Það er þessi stefna. Þarna hlýtur hún að vera, Dalsáin. Svanur fann, að nú taldi húsbóndinn allt undir því komið að hvika hvergi frá tekinni stefnu og komast sem fyrst. Eins og svipa verk- aði þetta á hann. Og nú fór liann á öllu, sem hann átti til, langan veg. Svo varð liann að hægja á sér. Þeir komu í mýrlendi. Hér á engin mýri að vera. Manni verður sjaldan um sel að fyrir- hitta það, sem ekki á að vera til, ekki sízt þegar lífið liggur við að finna allt annað. Það hefir þá verið Hrossahjallaáin, eða hver veit hvaða á það hefir verið. Hingað til hafði Áslákur verið sigurviss og ekki efast um, að hann næði Stórabakka. Nú fannst honum kalt vatn koma renn- andi ofan bakið. Hesturinn hefir máske fundið, að vonin brast. Hann varð tregur að stíga fótunum fram. Kannske hefir hann bara orðið treiskur af því, að hér var meyrningur undir hverjum fæti. Stýrimaðurinn sneri honum þá út úr þessu foraði. En það var of seint. Svanur missti alla fæturna ofan úr grasrót- inni, alla í senn. Það var eins og í þá væri tekið neðan frá og togað í af öllu afli. Hann liggur á kviðnum og brýzt um. Svo seig hann út á aðra hliðina og Áslákur af honum ofan. Hann blotnaði dálítið hægra megin, en komst þó undan hestinum og kippti taumunum fram af makkanum. Þarna liggur nú þessi stóri og sterki og fimi þolhestur á kafi upp fyrir miðjar síður í feni og horfir með skelfingu og bæn á herra sinn, sem öllu ræður og allt getur — og biður hann að bjarga sér. Með augun- um biður hann um þetta. En Áslákur stendur til knjáa í keld- unni með taumana í höndunum, og er ekki viðbúinn að finna nógu gott úrræði á augnablikinu. Líklega hefir Svan skilizt, að Iiesti bæri fyrst og fremst að treysta á mátt sinn og megin eins og sjálfum mönnunum. Hann tók ákaflegt viðbragð og reif sig upp úr að framan, en sökk um leið dýpra að aftanverðu. Þó 9* STÍGANDI 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.