Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2005, Page 9

Læknablaðið - 15.01.2005, Page 9
RITSTJÓRIUARGREIIUAR Læknablaðið nírætt i Læknablaðið hefur nú náð sjaldgæfum áfanga í út- gáfumálum hérlendis, en einungis Skírnir - Tímarit hins íslenska bókmenntafélags (1827), elsta tímarit á Norðurlöndum, Morgunblaðið (1913) og tvö af rit- um Bændasamtakanna, Búnaðarritið og Freyr (1904) hafa lengri samfellda útgáfusögu. Því er vel við hæfi að tileinka Læknablaðinu þetta hefti og rifja upp markverð greinaskrif úr sögu þess. Upphaf útgáfu Læknablaðsins má rekja til félags- funda í Læknafélagi Reykjavíkur sem stofnað var 1909. A þeim tímum voru allflestir læknar áskrifend- ur að erlendum fagtímaritum. Upplýsingar um það sem markverðast var á íslandi í læknisfræðinni kom- ust illa til skila, einkum til lækna utan Reykjavíkur. Héraðslæknar áttu sjaldan heimangengt frá héruðum sínum og því skapaðist þörf fyrir sameiginlegan miðil um læknisfræði og félagsmál meðal íslenskra lækna. Upphaf tuttugustu aldarinnar einkenndist á íslandi af ríkri sjálfstæðiskennd, bjartsýni og stórhuga fram- kvæmdaáformum. Hið óljósa valda- og vopnabrölt í Evrópu virtist alls ekki þjaka menn hér á landi. Þvf var á félagsfundi í LR á árinu 1914 ákveðin bind- andi könnun meðal allra lækna á íslandi um stofnun Læknablaðs. Bréf bárust frá 24 læknum sem allir voru eindregnir stuðningsmenn þessa og var á félagsfundi LR þann 20. janúar 1915 því samþykkt stofnun lækna- blaðs. I ritstjórn voru kosnir þeir Guðmundur Hann- esson sem áður hafði gefið út handritað læknablað á Akureyri árin 1901-1904, Matthías Einarsson og Maggi Júl. Magnús. Læknafélag íslands kom að út- gáfunni frá og með 1. tölublaði 1955 og þannig skipa nú formenn Læknafélags Reykjavíkur og Læknafé- lags íslands útgáfustjórn ásamt ritstjóra blaðsins. Læknablaðið hefur frá upphafi miðlað læknum alhliða fræðslu um allt sem viðkemur starfi þeirra, hvort sem um sjúkdóma ellegar sjúkdómavarnir varð- ar. Greinar þær sem ritrýnendur hafa valið í þetta afmælisblað eru áhugaverðar fyrir þær sakir að þær taka til íslenskra staðhátta. í stórum hluta Lækna- blaðsins hefur þó á hverjum tíma verið fjallað um aðra þætti sem tengja lækna böndum og er ekki síður áhugavert að lesa þær greinar. Þegar ég fletti fyrstu blöðum útgáfunnar varð mér hugsað til þeirra miklu breytinga sem orðið hafa á íslensku þjóðlífi á liðinni öld. I upphafi tuttugustu aldarinnar voru læknar fáir og dreifðust um sveitir landsins. I greinaskrifum þess tíma kemur fram að búnaður lækna og sjúklinga var víða bágborinn. Bú- staðir héraðslækna voru vanbúnir og stundum voru þeim úthlutaðar lakar bújarðir, kjör þeirra slík að læknirinn drýgði tekjur sínar af hefðbundnum bú- skap. Sjúkrahús voru fá og sérhæft hjúkrunarfólk ófáanlegt til sveita. Fljótlega komu því fram tillögur um aðbúnað lækna í starfi, fyrstu staðlarnir tóku að líta dagsins ljós og læknar rituðu um nauðsyn hjúkr- unarstarfa. I grein sinni Tuto, cito et jucunde! ritar Steingrímur Matthíasson í aprflhefti Læknablaðsins 1915 um vitjanir og ferðalög lækna: Eg hefi oft fundið sáran til þess, hversu það er illa samrýmanlegt, að fást við áhyggjusamar óperatíónir, og eiga svo að þeytast á illgengum jálkum í ófærð og kulda langar leiðir, og til lítils gagns oft og tíðum. Steingrímur ræðir í öf- undartón um Þórð kollega í Rönne sem þeysist um Borgundarhólm á mótor-hjólhesti en kvartar undan þeirri tímaeyðslu sem felst í löngum ferðalögum á lé- legum reiðskjótum: Síðan eg eignaðist góðan hest, finn eg betur til þess en áður, hvflíkur heilsuspillir þar er, að sitja á húðarklárum, eins og oft er vant að setja undir lækna. Við vitjanir í íslenskri stórhríð þá dugar að mati Steingríms lítt nema Mývatnshettan og þar sem það þarf sterk augu til að þola að riðið sé langt móti stormi og úrkomu þá mælti hann með hlífðar- gleraugum þeim sem Andrés Fjeldsted læknir kenndi kollegum hér á landi að nota, en voru talin þarfaþing erlendis í bifreiðum og flugvélum. Gaman væri að fá Steingrím endurborinn í jeppaferð á jökli með okkur kollegunum. Guðmundur Björnsson landlæknir mun fyrstur ís- lendinga hafa tekið upp ættarnafn eftir að umdeild lög frá Alþingi tóku gildi í ársbyrjun 1915. Breytti hann nafni sínu í Björnson og var það skráð þann 19. mars það sama ár. Því eru fyrstu greinar hans í Læknablað- inu ritaðar áður en hann tapaði essi sínu. í byrjun árs 1916 ritar hann um tafir á útgáfu heilbrigðisskýrslna. Þar greinir hann frá vanda skýrslugerðar en dánar- skýrslur munu fyrst hafa farið að berast landlækni eft- ir að Hagstofan tók til starfa í byrjun árs 1914. Greini- legt er af skrifum hans að hið opinbera stjórnkerfi hefur ekki verið ýkja frábrugðið því sem við þekkjum í dag: annríki, seinagangur, misfellur og lélegar heimt- ur einkenndu skýrslugerðina. Eyðublöðum virðist þá illu heilli verið að fjölga þannig að landlæknir grípur til þess ráðs að senda öllum héraðslæknum prentaða skrá yfir öll þau eyðublöð og bæklinga sem þeir þurfa að biðja um. Verður það stór hægðarauki fyrir þá og mig. Þó má merkja í niðurlagi greinarinnar að land- lækni þyki sumir læknar trassa skýrslugerð og virðist lítt hafa breyst í þeim efnum. Óskar Einarsson Höfundur er formaður Læknafélags Reykjavíkur. Læknablaðið 2005/91 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.