Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2005, Side 20

Læknablaðið - 15.01.2005, Side 20
1 91 5-1 924 / RADIUMLÆKNINGAR Radíumlæknarnir hafa haft mikið gagn af rann- sóknum eðlis- og efnafræðinga á hinum ýmsu teg- undum radíumgeisla; munurinn á þeim er afar mik- ill í lækningalegu tilliti og er aðallega í því falinn að gammageislar komast í gegnum miklu meiri þykkt en hinir geislarnir. Tii þess að stöðva alfageisla þarf aðeins pappír eða mjög þunnar málmplötur; þeir eru linustu radíumgeislarnir. Betageislar eru harðari en langharðastir eru gammageislar sem komast gegnum þumlungsþykkar blýplötur. Sé það tilætlun iæknisins að koma radíumgeislum djúpt niður í holdið, t.d. við geislun á tumor, eru alfa- og að mestu leyti betageisl- ar til ills eins; þeir geta valdið sárum, eða erythema, en komast ekki nema stutta leið niður í holdið. „Filtr- ation“ getur bætt úr þessu. Málmplötur eru látnar utan um radíumhylkin til þess að halda eftir alfa- og betageislum, en hleypa gammageislum í gegn. Þetta er eitt hið mikilsverðasta í radíumlækningunum og þarf talsverða þekking og reynslu til að velja hæfilega þykk „filter“; þau eru venjulega úr blýi; stundum eru notaðir aðrir málmar. Því miður eru gammageislarnir sem einir koma að gagni við djúpar geislanir aðeins 1 % af öllu geislamagni radíums. Við geislun á húð- sjúkdómum eru notuð mjög veik „filter", t.d. pappír eða baðmull, því þá eiga við linir geislar. Þau radíumsambönd sem notuð eru til lækninga eru radíumsúlfat og radíumbrómíd. Til þess að geta gefið hæfilegan geislaskammt þarf auðvitað að mæla nákvæmlega þann geislakraft er það radíum hefir sem nota skal við sjúklinginn. Það er gert með elektroscop; vér hugsum oss að það sé hlaðið rafmagni og færast þá vísirarnir á áhaldi þessu hver til sinnar hliðar. Nú er þess getið að framan að radíum rafmagnar loftið og þá auðvitað loft-molekylana kringum elektroscopið sé radíum borið af því; af þessu leiðir að loftið einangrar ekki framar það rafmagn sem í áhaldinu er; það leið- ist burtu gegnum loftið og vísirarnir á elektroscopinu falla saman en með misjafnlega miklum hraða eftir því hve radíóaktífitet hlutaðeigandi radíums er mikið. Þannig hafa menn myndað sér mælikvarða fyrir geisla- kraftinum. Áhrif radíumgeisla á holdið. Þeim svipar til áhrifa röntgengeisla; fyrstu breytingar sem sjást eftir sterka geislun er erythema, pigmentatio og hárlos; teleang- iectasi er mjög hætt við og loks geta myndast sár sem þó eru ekki eins þrálát og illkynjuð og röntgensár. Al- veg sérstök eru áhrif radíums á æðar; þær dragast sam- an, þrengjast að miklum mun og geta jafnvel lokast. Húðsjúkdómar sem radíum er notað við eru ecz- ema, psoriasis, lupus, keloid, verrucæ, nævi vasculosi og pilosi, pruritus og hypertrichosis. Arangurinn er auðvitað mjög misjafn, stundum ágætur en í öðrum tilfellum lítill eða enginn. Það verða aldrei stór svæði af eczema eða psoriasis sem lækna má í einu með rad- íum. Keloid getur oft orðið mjög fallegt. Pruritus af nervösum uppruna má oft lækna. Yfirleitt getur rad- íum haft talsverð áhrif á taugavef; trigeminus-neur- algi hefir stundum verið hægt að bæta með radíum. Valbrár og angiom eru sérstaklega vel fallin til radíumlækninga. Eins og getið hefir verið þrengjast æðar fyrir áhrif geislanna og getur jafnvel orðið full- komin obliteratio. Hörundið verður dálítið hvítleitt og mjúkt. Á fyrstu árum radíumlækninganna spilltust örin oft af teleangiectasi en nú kemur slíkt varla fyrir eftir að læknunum lærðist að „filtera'* alfa- og beta- geislana frá og nota aðeins harða geisla sem lítil áhrif hafa á sjálft hörundið. Einkar vel kemur radíumlækn- ingin sér auðvitað ef angiomin eru á stöðum sem erf- itt er að operera, t.d. á augnalokum; augun þola vel radíumgeisla. Cancer. Sarcoma. Við radíumlækning á illkynj- uðum meinum er mikið undir því komið að „filtera" geislana hæfilega mikið; er til þess notað ýmist alúm- íníum, gull, silfur, nikkel eða blý. Tvö skilyrði verða að vera fyrir hendi til þess að tumor eyðist: 1) nægilega mikið radíum, 2) tumor verður að vera radiosensibel. Heilbrigt hold er mjög misnæmt fyrir radíum; testes og ovaria eru mjög næm og sama gildir um tumor sem út frá þeim myndast. Epitheliomata eru venjulega mjög radiosensibel, einkanlega í andliti; jafnvel epitheliom sem vaxið hef- ir niður í undirliggjandi bein má lækna með radíum- og röntgengeislum í sameiningu. Þegar því verður við komið er meinið geislað frá tveim hliðum, t.d. lagt radíum á kinnina eða vörina að utan og innan, svo að tumor verði milli tveggja elda. Af öllum cancerlækningum með radíum fæst, að húðtumores undanskildum, mestur árangur við canc- er uteri. Skýrslur þær sem prófessor Forssell og að- stoðarlæknar hans birtu síðastliðið sumar í Nord. Tidskr. For Therapi, um árangur af þessum lækning- um á Radiumhemmet í Stokkhólmi, færa oss mikil gleðitíðindi. Dr. Heymann fullyrðir að reynslan sýni að sumar konur sem vegna c. uteri inoperabilis eru þjáðar, horaðar, útblæddar og með fötid fluor geti á fáum vikum orðið vinnufærar, a.m.k. um stund, og lausar við öll óþægindi. Á Radiumhemmet hafa ein- göngu verið teknar til lækninga konur með inopera- bel c. uteri og einstöku sjúkl. sem ekki vildu láta skera sig þó þess væri kostur. Próf. Forssell skoðar það ekki fullsannað að radíum geti læknað þessa sjúklinga að fullu og öllu en þykir það líklegt. Af sjúklingum með inoperabel c. uteri sem læknaðir voru með radíum árin 1914 og 1915 eru 38% „kliniskt lakta“ sumarið 1917, þ.e.a.s. sjúkl. eru subjectivt frískir og sýna ekki objectivt nein krabbameinseinkenni. Sem palliativum við inop. c.uteri álítur próf. Fors- sell að radíum taki öllu öðru fram og birtir þessa töl- ur: Blæðingar minnka hjá 96% af sjúkl., en hætta al- veg hjá 68%. Fluor batnar að nokkru leyti hjá 85% en hættir alveg hjá 32%. Þrautir verða minni hjá 100% en hætta alveg hjá 36%. 20 Læknablaðið 2005/91
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.