Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2005, Síða 24

Læknablaðið - 15.01.2005, Síða 24
1925-1934 / GLÆPIR OG GEÐVEIKI raunvísindalegum, bíólógískum hugsunarhætti gagn- vart þeim atriðum hjá einstaklingi og umhverfi sem telja verður orsakir glæpseminnar. Bíólógískt er þjóðfélagið aðlögunarfyrirbrigði, „adaptions-“ eða „tilpasningsfænomen“. Einstak- lingarnir verða að laga sig nokkuð hver eftir öðrum, í þágu heildarinnar, og þar með þeirra sjálfra. Þeir þurfa að hafa nokkrar hömlur á séróskum sínum og athöfnum og öllu framferði yfirleitt. Séð frá þessu bíólógíska sjónarmiði eru glæpirnir „disorders of conduct“ vegna ófullnægjandi eða rangr- ar aðlögunar þeirra einstaklinga er þá fremja að hin- um, þ.e. þjóðfélagsheildinni. En geðveiki eða geðveilur allskonar birtast einnig sem „disorders of conduct" vegna ófullnægjandi eða rangrar aðlögunar sjúklinganna að umhverfinu eða heildinni. Það er því síst að undra þótt menn frá alda öðli að heita má hafi þóst sjá samband á milli glæpsemi og geðveiki; Stoikarar töldu jafnvel að sögn flesta eða alla glæpi undir insania. Nánari vísindalegar rann- sóknir á þessu sambandi hafa þó fyrst verið gerðar á seinni tímum. Skal ég leyfa mér að minnast á nokkrar aðalniðurstöðurnar þó yður séu þær auðvitað flest- um meira eða minna kunnar, a.m.k. þeim sem fylgst hafa með þróun pósitífu krimínólógísku stefnunnar (Lombroso, Ferri og Garofali skólanum er kom fram 1878.) Þegar hugsað er út í hvaða einkenni það eru sem marg- ir geðveikir eða geðveilir hafa verður mönnum þegar í stað skiljanlegt hve auðveldlega geti verið samband á milli glæpa og geðveiki. Mennirnir geta verið frá æsku eða fyrir síðar tilkomið áfall, vanþroska eða misþroska, almennt eða á sviði tilfinningalífs eða viljalífs eða hugsana. Þeir geta einnig eftir að þeir eru orðnir fullþroska að mestu eða öllu leyti orðið fyrir sjúkdómi þannig að dragi úr andlegu lífi þeirra á öll- um eða einstökum sviðum. í báðum tilfellum er þeim hætt við misvœgi í tilfinningalífi og þar með athafnalífi, allt á milli algerðrar stirðnunar og athafnalömunar og hinna hrottalegustu skammhlaupaverka fyrir sjúklegs örleika sakir; hvatalíf þeirra getur verið aukið eða öfugsnúið, einkum er það svo um kynhvatirnar. Oft eru sjúkl. haldnir ofskynjunum eða misskynjunum sem hræða þá eða ógna þeim, ofsóknarhugmyndum, þokuvitund eða rugli o.s.frv. Það er auðvitað ógerlegt að segja nákvœmlega um hve oft andleg afbrigði eða sérbrigði eru völd að lagabrotum. Hvorki komast nærri öll lagabrot upp né heldur er andlegt ástand allra lögbrjóta rannsakað. Geðveikralæknar sem taka við „nýjum“ sjúklingum, þ.e. sem fá sjúklinga sína beint utan úr lífinu en ekki eftir að hafa farið fyrst í gegnum aðgreiningarstöð rekast mjög oft á margt það í sögu sjúklinga sinna sem vafalaust heyrir undir lagabrot en af ýmsum ástæðum ekki hafa orðið nein „mál“ út úr. Oft er upplýst að sjúkl. hafa áður verið brotlegir við hegningarlögin. Sioli fann t.d. í Frankfurt a.M. á geðveikisdeild þar að 1/3 af karlsjúklingum hafði verið refsað áður fyrir brot á hegningarlögunum. Sömu tölur fann Aschaffen- burg, annar þýskur geðveikralæknir við rannsóknir í mörgum geðveikraspítölum í Þýskalandi. Oluf Kin- berg í Stokkhólmi, er m.a. hefir rannsakað öll rétt- arpsychiatrisk tilfelli í Svíþjóð síðan 1901, áætlar al- mennt krimínalitet geðveikra margfalt hærra en ekki geðveikra, og specielt krimínalitet, þ.e.a.s. vissar teg- undir glæpa 12-200 sinnum algengara meðal geðveik- ra en ekki geðveikra. Allar kunnar rannsóknir benda yfirleitt í þá átt að krimínalitet meðal geðveikra og geðveilla sé miklu meira en meðal hinna andlega heilu. Þó er langt frá að til sé nokkur glæpsemisgeðveiki; þvert á móti virðist hvaða tegund andlegs abnormali- tets sem er geta orðið valdandi að svo að segja hvaða glæp sem vera skal enda þótt að vissar teg. geðveiki og geðveilu einkum verði valdandi að vissum tegundum glæpa eins og ég seinna mun minnast á. Önnur leið sem farin hefir verið til þess að rann- saka sambandið á milli glæpa og geðveiki er sú að rannsaka sálarástand fanga. Nokkrar nýjustu rann- sóknir á því sviði skal ég nefna. Goring rannsakaði 3000 fanga í Englandi og fann að 10-20% af þeim voru haldnir þungum geðsjúkdómi eða voru mjög geðveilir. Vægari stigin rannsakaði hann eigi. Með líkum mæli var geðveikistalin hjá þjóðinni sem heild ca. 3%o. í Þýskalandi, Svíþjóð og Danmörku fundu menn álíka tölur, 10-15%. Seinni og miklu nákvæm- ari rannsóknir, eins og George E. Schröders í Kaup- mannahöfn og Will. Healy í Boston, þar sem einnig er gerð grein fyrir vægari stigum andlegra afbrigða með- al fanga, sýna að 25-30% af þeim hafa verið psykiskt abnorm á einhvern hátt, flestir - ca. 20% - haldnir hinni svonefndu degeneratio psykopathia (andlegri brenglun), 8-10% andlega vanþroska, 1-2% haldnir eiginlegum geðsjúkdómi. di Tullio hefir 1929 birt rannsóknir 8000 föngum í Róm og finnur geðveiki eða geðveilur hjá meir en helmingnum, 4364, - en hann telur alkóhólískar komplíkasjónir með og þær eru í 1104 tilfellum. Hinir telja þær í flokki fyrir sig. 1929 hefur Will. Healy enn birt rannsóknir á orsök- inni til glæpa á 823 karla og kvenna, og tilfærir andleg abnormalitet sem aðalorsök í 490 tilfellum, sem auka- orsök í 135, alkóhólisma og vandræði á heimilunum í 162 til fellum o.s.frv. - Andleg abnormitet eru hjá honum sem sé langalgengustu orsakirnar. Fyrir nokkrum árum birti Gluck skýrslu um rann- sóknir á 608 nýjum föngum í Sing-Sing fangelsinu í New York. 59% sýndu sig að vera andlega áfátt að einu eða öðru leyti, 28,1% voru að gáfnafari svarandi til 12 ára barna eða yngri, 18,9% voru þannig andlega 24 Læknablaðið 2005/91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.