Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2005, Side 34

Læknablaðið - 15.01.2005, Side 34
1935-1944 / HEILSUVERNDARSTARFSEMI Næst á eftir ungbarnavernd kemur eftirlit með börnum frá 1-2 ára til skólaaldurs, fer það fram á sama hátt, en nú eru börnin komin af mesta hættu- skeiðinu og þurfa því ekki að koma eins oft til eftir- lits ef ekkert sérstakt er að, enda reynist erfiðara að halda uppi reglubundnu eftirliti á þessum aldri. Pá kemur skólaaldurinn, á þessum aldri er auð- veldara en á nokkrum öðrum að hafa eftirlit með heilsufari barnanna, ekki beinlínis gegnum heilsu- verndarstöðvar, heldur í skólunum sjálfum. Petta er sú eina almenna heilsuverndarstarfsemi sem starfrækt hefur verið hér á landi af hálfu þess opinbera. Nú eru víðast í kaupstöðunum ráðnir fastir skólalæknar, gall- inn er aðeins sá, að þeirn mun víðast ætlaður of lítill tími til að sinna skólalæknisstörfunum. Annars ættu skólalæknar að starfa á sama grund- velli og læknar við heilsuverndarstöðvar og láta ekki nægja að athuga hvert einstakt barn einu sinni á ári, heldur að nota tækifærið til þess að hafa áhrif á heim- ili þeirra til bóta eftir ástæðum. Skólalæknar standa sérstaklega vel að vígi, bæði vegna þess hve auðvelt er að fylgjast með öllum börnunum, og eins vegna þess að oft geta þeir séð þeim er þess þurfa fyrir betra fæði eða fæðutegundum sem þau skortir helst heima. Enn er einn hlutur í þessu sambandi sem ekki hefur verið nægur gaumur gefinn hér, en það er að mennta kennarana þannig að þeir geti orðið veruleg stoð í heilsuverndarstarfsemi skólanna, bæði beint með því að fylgjast með börnum þeim er þeir kenna og þeim aðbúnaði er þau eiga við að búa í skólastofunum, og þá ekki síður með fræðslustarfsemi er einnig næði til heimilanna. í upplýsingarstarfsemi um heilbrigðismál geta skólarnir, ef rétt er á haldið, verið langöflug- asta stoðin. Loks væri æskilegt að skólaeftirlit næði til annarra skóla en barnaskólanna einna og að starf skólalæknanna væri samræmt sem mest. Er skólaaldrinum sleppir er erfiðara að halda uppi reglubundnu eftirliti, fólki finnst þá oft ekki ástæða til að fara til læknis nenta eitthvað verulegt sé að og kemur þá sem sjúklingur til síns læknis. Þó er það víðast svo að þar sem almennar heilsu- verndarstöðvar eru reknar kemur fólk oft frekar þang- að til að leita ráða um ýmislegt sem því annars finnst of smávægilegt til að fara með til læknis. Auk þessara almennu heilsuverndarstöðva eru svo, þar sem ástæður eru til, reknar stöðvar sem fást við varnir í ýmsum sérgreinum, svo sem berklaveiki, kyn- sjúkdómum, drykkjuskap, krabbameini, tannskemmd- unt o.fl. Yfirleitt er starfsemi þessara stöðva fólgin í sjúkdómsgreiningu og fyrirbyggingu, en við lækningar fást þær venjulega ekki (þó fara oftast fram lækning- ar á kynsjúkdómastöðvunum), heldur vísa sjúkling- um þeim er þangað leita til praktiserandi lækna eða á sjúkrahús. Enda hefur reynslan orðið sú að þar sem þessar stöðvar hafa risið upp hefur það orðið frekar til þess að auka aðsókn til almennra lækna. Pá hef ég nú gefið stutt yfirlit yfir meginatriði heilsuverndar og þó hvergi tæmandi, hefði t.d. mátt minnast meir á almenna fræðslustarfsemi í fyrirlestr- um, námskeiðum o.s.frv. Þó að þessi starfsemi virðist mjög yfirgripsmikil krefur hún þó ólíkt minni starfs- krafta en almenn lækningastarfsemi. En hvernig á svo að framkvæma þetta? Aðallega er hér um tvær leiðir að ræða, 1) að hið opinbera taki að sér að skipuleggja og framkvæma heilsuverndarstarfsemina í stórum stíl og 2) að ein- stök félög hafi þar forgöngu. Víða eru það félög sem hafist hafa handa um stofnun og starfsrækslu heilsuverndarstöðva, en venjulega hafa ríkin tekið forystuna í sínar hendur og skipulagt starfsemina í heild, hefur svo starfsemi félaganna gengið sem einn liður inn í þetta skipulag og komið þannig að fullum notum. Það mætti rnargt um það ræða hvort heppilegra væri að ríkið tæki að sér að reka allskonar heilsuverndarstarfsemi á sínum vegum eða að sú starfsemi væri í höndum almennra félaga. Skal ég ekki koma frekar inn á það hér, aðalatriðið er það að slík starfsemi sé allstaðar rekin á sama grundvelli, og geti starfað sem ein heild, en fyrir þessu verður séð með því að tryggja það að öll starfsemin, hvort sem einstakar greinar eru reknar á vegum félaga eða ríkisheildar, heyri undir eina yfirstjórn. Þannig hefur þetta og gengið víðast annarsstaðar þar sem um slíka félagsskapi er að ræða að ríkisvaldið hefur styrkt starfsemi þeirra með fjárframlögum og fengið íhlutunarrétt um stjórn þeirra og starfstilhögun þannig að hægt væri að tengja þá starfsemi sem einn lið við aðra heilbrigðisstarfsemi á vegum hins opinbera. Jafnhliða því sem heilsuverndarstarfsemi hefur verið tekin upp hefur orðið meiri starfsskipting milli embættislækna og annarra starfandi lækna, þann- ig að starf embættislæknanna hefur snúist æ meir á svið heilbrigðisfræðinnar. Eru slíkir embættislæknar t.d. í Englandi kallaðir Medical Officer of Health, og eiga þeir ýmist að verja öllum eða nokkrum hluta starfstíma sínum í þágu heilbrigðiseftirlits. Hér á landi er hafin viðleitni í sömu átt skv. lögum um héraðslækna í Reykjavík og á Akureyri, og mun ætlunin að sama fyrirkomulag nái síðar til fleiri bæja, en þá er eftir að sjá um, að samskonar starfsemi sé tekin upp einnig í hinum héruðunum, þar sem læknar verða þó jafnframt að sinna almennum læknisstörfum. Úti um land verður allur þunginn af heilsuvernd- arstarfseminni að hvíla á héraðslæknunum. Við það aukast störf þeirra, en af því leiðir að í mörgum til- fellum, a.m.k. í hinum stærri héruðum, verður að létta á hinni hlið starfsemi þeirra, - almennum læknisverk- um, - eða að sjá þeim fyrir allverulegri hjálp. í hinum smærri héruðum mun þeim hinsvegar ekki ofvaxið að gegna jafnhliða öllum almennum læknisstörfum inn- an síns héraðs. Þá kann einhver að spyrja: Er hægt að búast við að 34 Læknablaðið 2005/91
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.