Læknablaðið - 15.01.2005, Side 39
1945-1954 / MAGA- OG SKEIFUGARNARSÁR
Sprungin maga- og skeifugarnarsár
í St. Jósefsspítala í Reykjavík til ársloka 1948
Læknablaðið 1950; 35:101-18
Halldór Hansen
1889-1975
Fátt eitt hefir verið ritað um sprungin maga- og skeifu-
garnarsár hér á landi.
Hið fyrsta mun vera frásögn Jónasar Sveinsson-
ar er þá var héraðslæknir í Blönduóshéraði af slíku
tilfelli er hann opereraði 1931 á bóndabæ einum og
bjargaði lífi sjúklingsins. Frásögnin er birt í Zentral-
blatt f. Chir. síðla árs 1933.
Árið 1936 ritar svo héraðslæknirinn í Vestmanna-
eyjum, Ólafur Ó. Lárusson, um fyrstu tilfellin af
þessari komplication í Vestmannaeyjum er hann op-
ereraði á árunum 1926-1935. Er þar að finna lifandi
lýsingu á sjúkdómi þessum og vakin á honum lofsverð
eftirtekt. Fyrsta tilfellið er Ólafur læknir skar virðist
vera annað í röðinni sem kemur til skurðaðgerðar hér
á landi og væntanlega hið fyrsta sem diagnostiserað
er fyrir aðgerðina. En sjúkdómur þessi virðist hlut-
fallslega mjög algengur í Vestmannaeyjum.
Við athugun á sjúkraskrám St. Jósefsspítalans í
Reykjavík allt frá því er hann var fyrst tekinn í notk-
un 1. sept. 1902 og til ársloka 1948 kemur í ljós að
allmargir sjúklingar hafa verið lagðir þar inn vegna
sprunginna sára í maga eða skeifugörn, ýmist skömmu
eftir perforation eða þá sem afleiðing perforationar,
og 3 sjúklingar (nr. 7,16 og 27) voru á sjúkrahúsinu er
sár þeirra perforeruðu.
Verður nú reynt að gera nokkra grein fyrir þessum
sjúkdómstilfellum og hver afdrif þeirra hafa orðið á
þessu tímabili. Þau má flokka þannig:
I. Perforatio acuta 27 tilfelli.
II. Perforatio larvata (subacuta 8 tilfelli)
III. Perforationis sequelæ 8 tilfelli
Alls 43 tilfelli.
Eitt tilfellið heyrir þó bæði til I. og III. flokki og
er því tvítalið (nr. 16, tafla I og nr. 2, tafla III), svo að
| 1915-24 1925-34 1935-44 1945-54 1955-64 1965-74 1975-84 1985-94 1995- EZI
Á árunum
1945-54 birtust í
Læknablaðinu
tvær greinar um
ulcus pepticum
sem í dag er
nefnt ætisár. Fyrsta
greinin birtist 1946
og var skrifuð af
Óskari Þórðarsyni
lyflækni en seinni
greinin birtist 1949
og var skrifuð af
Halldóri Hansen
skurðlækni. Grein-
arnar lýsa tveim
birtingarformum
sjúkdómsins og gefa þær saman ágæta mynd
af sjúkdómi sem þá var nýr og olli verulegu
heilsutjóni. Grein Halldórs lýsir endastigi og/eða
fylgikvillum ulcus pepticum, þ.e. sprungnum
sárum og meðferð þeirra, en grein Óskars lýsir
einkennum sjúkdómsins og árangri lyflæknis-
meðferðar. Fjallað verður um báðar greinarnar í
þessum pistli en grein Halldórs er valin til birtin-
gar þar sem hún gefur góða sýn á lækningar
á fyrri helmingi seinustu aldar og lýsir sérlega
vel hvernig nýr sjúkdómur kemur fram og
hvernig læknar bregðast við. Orðfar sem notað
er í greinum Halldórs og Óskars verður einnig
notað í þessari grein.
Bjarni
Þjóðleifsson
1939
Grein Halldórs Hansen
í Læknablaðinu 1949; 34:101-18.
Sprungin maga- og skeifugarnarsár á St.
Jósefsspítala í Reykjavík til ársloka 1948
Halldór skráir upphaf nýs sjúkdóms á Islandi
af mikilli nákvæmni. Hann kannar fyrst allar
íslenskar heimildir um sjúkdóminn. „Hið fyrsta
mun vera frásögn Jónasar Sveinssonar er þá
var héraðslæknir í Blönduóshéraði af slíku tilfelli
er hann opereraði 1931 á bóndabæ einum og
bjargaði lífi sjúklingsins. Frásögnin er birt í Zen-
tralblatt f. Chir síðla árs 1933.“ Önnur grein skrif-
uð í Læknablaðið 1936 er rituð af héraðslæknin-
um í Vestmannaeyjum, Ólafi Ó. Lárussyni, sem
segir frá fyrstu tilfellum í Vestmannaeyjum sem
hann opereraði 1926 til 1935.
Fyrsta tilfellið á St. Jósefsspítala með
sprunginn maga kom til aðgerðar 22. októ-
ber 1923 en spítalinn var tekinn í notkun 1.
september 1902. Það er síðan rakið hvernig
tilfellum fjölgar á St. Jósefsspítala fram aö 1948
og eru þau alls 43 þegar greinin er skrifuð 1949.
Halldór leiðir rök að því að engir sjúklingar með
sprunginn maga leynist undir öðrum greining-
um á St. Jósefsspítala á tímabilinu 1902-
1923. Hann kannar einnig mannfjöldaskýrslur
(dánarskýrslur) Hagstofunnar fyrir 1911-1920
þar sem 42 tilfelli eru skráð en Halldór telur
greininguna mjög vafasama nema í einu tilfelli, í
Eskifjarðarhéraði 1911 sem er þá fyrsta tilfellið
með þennan sjúkdóm.
Halldór safnar saman upplýsingum um
sprungin maga- og skeifugarnarsár frá öllum
sjúkrahúsum landsins fram að 1948 og telur
þau vera um 100. Karlar eru í yfirgnæfandi
meirihluta og 70% sjúklinganna eru á aldrinum
20-40 ára.
Árangur meðferðar á sprungnum sárum:
Meðferð var fólgin í aðgerð og lokun á sári. Alls
tókst að rekja afdrif 87 sjúklinga (af 100) og var
dánartíðni 13% sem verður að teljast afbragðs-
gott miðað við að sýklalyf voru ekki til á þessu
tímabili.
Grein Óskars Þórðarsonar
í Læknablaðinu 1946; 31:145-53.
Um lyflæknismeðferð á ulcus pepticum
Óskar gerir stutta grein fyrir stöðu þekkingar
og þeim breytingum sem eru að verða á sjúk-
dómnum á þessum tíma. Hann segir að „það
er áætlað að í þessum hluta heimsins sýkist 10.
hver persóna af ulcus pepticum einhverntíma
á lífsleiðinni". Síðan gerir Óskar grein fyrir eigin
uppgjöri „frá fyrsta janúar 1931 til 31. desember
1940 hafa alls 86 sjúklingar, sem venjuleg lækn-
isskoðum og röntgenskoðun hafa sýnt með
vissu að höfðu uicus, verið vistaðir á 3. deild
Landspítalans, 55 karlar og 31 kona.“
Meðferðin var fólgin í „With-Faber fæði ad
mod. Kalk“ og „calc carbon gr 30, natr biccarb
gr 60,1 teskeið í glasi af vatni eftir máltíð og
magn oxidi, 1 teskeið í glasi af vatni milli mál-
tíða“. „Sjúklingarnir hafa legið meðan á þessari
meðferð hefur staðið, að jafnaði 3-4 vikur, og
farið heim eftir 4-8 daga fótavist og ráðlagt að
gæta varkárni í mat og drykk næstu mánuði."
Óskar sendir þessum 86 sjúklingum bréf að
frátöldum 19 sem fóru strax í aðgerð. „6 eru
Læknablaðið 2005/91 39