Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2005, Síða 39

Læknablaðið - 15.01.2005, Síða 39
1945-1954 / MAGA- OG SKEIFUGARNARSÁR Sprungin maga- og skeifugarnarsár í St. Jósefsspítala í Reykjavík til ársloka 1948 Læknablaðið 1950; 35:101-18 Halldór Hansen 1889-1975 Fátt eitt hefir verið ritað um sprungin maga- og skeifu- garnarsár hér á landi. Hið fyrsta mun vera frásögn Jónasar Sveinsson- ar er þá var héraðslæknir í Blönduóshéraði af slíku tilfelli er hann opereraði 1931 á bóndabæ einum og bjargaði lífi sjúklingsins. Frásögnin er birt í Zentral- blatt f. Chir. síðla árs 1933. Árið 1936 ritar svo héraðslæknirinn í Vestmanna- eyjum, Ólafur Ó. Lárusson, um fyrstu tilfellin af þessari komplication í Vestmannaeyjum er hann op- ereraði á árunum 1926-1935. Er þar að finna lifandi lýsingu á sjúkdómi þessum og vakin á honum lofsverð eftirtekt. Fyrsta tilfellið er Ólafur læknir skar virðist vera annað í röðinni sem kemur til skurðaðgerðar hér á landi og væntanlega hið fyrsta sem diagnostiserað er fyrir aðgerðina. En sjúkdómur þessi virðist hlut- fallslega mjög algengur í Vestmannaeyjum. Við athugun á sjúkraskrám St. Jósefsspítalans í Reykjavík allt frá því er hann var fyrst tekinn í notk- un 1. sept. 1902 og til ársloka 1948 kemur í ljós að allmargir sjúklingar hafa verið lagðir þar inn vegna sprunginna sára í maga eða skeifugörn, ýmist skömmu eftir perforation eða þá sem afleiðing perforationar, og 3 sjúklingar (nr. 7,16 og 27) voru á sjúkrahúsinu er sár þeirra perforeruðu. Verður nú reynt að gera nokkra grein fyrir þessum sjúkdómstilfellum og hver afdrif þeirra hafa orðið á þessu tímabili. Þau má flokka þannig: I. Perforatio acuta 27 tilfelli. II. Perforatio larvata (subacuta 8 tilfelli) III. Perforationis sequelæ 8 tilfelli Alls 43 tilfelli. Eitt tilfellið heyrir þó bæði til I. og III. flokki og er því tvítalið (nr. 16, tafla I og nr. 2, tafla III), svo að | 1915-24 1925-34 1935-44 1945-54 1955-64 1965-74 1975-84 1985-94 1995- EZI Á árunum 1945-54 birtust í Læknablaðinu tvær greinar um ulcus pepticum sem í dag er nefnt ætisár. Fyrsta greinin birtist 1946 og var skrifuð af Óskari Þórðarsyni lyflækni en seinni greinin birtist 1949 og var skrifuð af Halldóri Hansen skurðlækni. Grein- arnar lýsa tveim birtingarformum sjúkdómsins og gefa þær saman ágæta mynd af sjúkdómi sem þá var nýr og olli verulegu heilsutjóni. Grein Halldórs lýsir endastigi og/eða fylgikvillum ulcus pepticum, þ.e. sprungnum sárum og meðferð þeirra, en grein Óskars lýsir einkennum sjúkdómsins og árangri lyflæknis- meðferðar. Fjallað verður um báðar greinarnar í þessum pistli en grein Halldórs er valin til birtin- gar þar sem hún gefur góða sýn á lækningar á fyrri helmingi seinustu aldar og lýsir sérlega vel hvernig nýr sjúkdómur kemur fram og hvernig læknar bregðast við. Orðfar sem notað er í greinum Halldórs og Óskars verður einnig notað í þessari grein. Bjarni Þjóðleifsson 1939 Grein Halldórs Hansen í Læknablaðinu 1949; 34:101-18. Sprungin maga- og skeifugarnarsár á St. Jósefsspítala í Reykjavík til ársloka 1948 Halldór skráir upphaf nýs sjúkdóms á Islandi af mikilli nákvæmni. Hann kannar fyrst allar íslenskar heimildir um sjúkdóminn. „Hið fyrsta mun vera frásögn Jónasar Sveinssonar er þá var héraðslæknir í Blönduóshéraði af slíku tilfelli er hann opereraði 1931 á bóndabæ einum og bjargaði lífi sjúklingsins. Frásögnin er birt í Zen- tralblatt f. Chir síðla árs 1933.“ Önnur grein skrif- uð í Læknablaðið 1936 er rituð af héraðslæknin- um í Vestmannaeyjum, Ólafi Ó. Lárussyni, sem segir frá fyrstu tilfellum í Vestmannaeyjum sem hann opereraði 1926 til 1935. Fyrsta tilfellið á St. Jósefsspítala með sprunginn maga kom til aðgerðar 22. októ- ber 1923 en spítalinn var tekinn í notkun 1. september 1902. Það er síðan rakið hvernig tilfellum fjölgar á St. Jósefsspítala fram aö 1948 og eru þau alls 43 þegar greinin er skrifuð 1949. Halldór leiðir rök að því að engir sjúklingar með sprunginn maga leynist undir öðrum greining- um á St. Jósefsspítala á tímabilinu 1902- 1923. Hann kannar einnig mannfjöldaskýrslur (dánarskýrslur) Hagstofunnar fyrir 1911-1920 þar sem 42 tilfelli eru skráð en Halldór telur greininguna mjög vafasama nema í einu tilfelli, í Eskifjarðarhéraði 1911 sem er þá fyrsta tilfellið með þennan sjúkdóm. Halldór safnar saman upplýsingum um sprungin maga- og skeifugarnarsár frá öllum sjúkrahúsum landsins fram að 1948 og telur þau vera um 100. Karlar eru í yfirgnæfandi meirihluta og 70% sjúklinganna eru á aldrinum 20-40 ára. Árangur meðferðar á sprungnum sárum: Meðferð var fólgin í aðgerð og lokun á sári. Alls tókst að rekja afdrif 87 sjúklinga (af 100) og var dánartíðni 13% sem verður að teljast afbragðs- gott miðað við að sýklalyf voru ekki til á þessu tímabili. Grein Óskars Þórðarsonar í Læknablaðinu 1946; 31:145-53. Um lyflæknismeðferð á ulcus pepticum Óskar gerir stutta grein fyrir stöðu þekkingar og þeim breytingum sem eru að verða á sjúk- dómnum á þessum tíma. Hann segir að „það er áætlað að í þessum hluta heimsins sýkist 10. hver persóna af ulcus pepticum einhverntíma á lífsleiðinni". Síðan gerir Óskar grein fyrir eigin uppgjöri „frá fyrsta janúar 1931 til 31. desember 1940 hafa alls 86 sjúklingar, sem venjuleg lækn- isskoðum og röntgenskoðun hafa sýnt með vissu að höfðu uicus, verið vistaðir á 3. deild Landspítalans, 55 karlar og 31 kona.“ Meðferðin var fólgin í „With-Faber fæði ad mod. Kalk“ og „calc carbon gr 30, natr biccarb gr 60,1 teskeið í glasi af vatni eftir máltíð og magn oxidi, 1 teskeið í glasi af vatni milli mál- tíða“. „Sjúklingarnir hafa legið meðan á þessari meðferð hefur staðið, að jafnaði 3-4 vikur, og farið heim eftir 4-8 daga fótavist og ráðlagt að gæta varkárni í mat og drykk næstu mánuði." Óskar sendir þessum 86 sjúklingum bréf að frátöldum 19 sem fóru strax í aðgerð. „6 eru Læknablaðið 2005/91 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.