Læknablaðið - 15.01.2005, Qupperneq 52
1955-1964 / NOTKUN GEISLAJOÐS
Cbrn
I C V
-H-
m <■
plasma.
r-r
SKIaIcI KÍrtilL
Lljrcín
Tob S> a.ynbe'in*!
Mynd 1.
Fullmyndað hormón geymist í kirtlinum sem hluti af
thyreoglobulini.
Úr því sambandi losnar það eftir þörfum líkamans,
fer út í blóðið og flyzt til vefjanna.
Magnið af hormónabundnu joði í blóðvökva er
hægt að ákvarða kemískt - svokallað proteinbundið
joð (PBI 127). Sú ákvörðun er mikið notuð við grein-
ingu skjaldkirtilssjúkdóma.
Hormónið fer inn í frumurnar (ICV) og brotnar
þar niður. Það joð, sem losnar, kemur aftur inn í blóð-
ið sem joðíð (I-), og þá er hringferðinni lokið.
Það er mjög mikilvægt, að aðferð, sem notuð er við
rannsókn á „dynamisku" jafnvægi, eins og hér hefur
verið lýst og sýnt er á mynd 1, breyti í engu jafnvæg-
inu, sem verið er að rannsaka; enn fremur að sporefn-
ið (tracerefnið), sem er notað, hegði sér í líkamanum
á sama hátt og efnið, sem er verið að rannsaka. Geisla-
joð fullnægir þessum skilyrðum og er bein mæling á
starfsemi skjaldkirtilsins.
Aðferð
Við geislajoðmælingar á Landspítalanum eru gefin
sem inntaka 20 mikrocurie af I131, en það er að efnis-
magni aðeins lítið brot úr mikrogrammi.
Eftirtaldar mælingar eru gerðar við geislajoðpróf-
in:
1) Mælingar á geislajoðinu sem er í skjaldkirtlin-
um 4, 24 og 48 klukkustundum eftir inngjöf
joðskammtsins (upptaka skjaldkirtilsins af I131); Mynd 2.
mælt sem hundraðshlutar af skammti.
2) Proteinbundið geislajoð (PBI131) er ákvarðað í
blóðvökvasýni, sem tekið er 48 klst. eftir inn-
gjöf og joðíonarnir hafa verið hreinsaðir úr
með resini (2); hlutar af skammti í einum lítra
af blóðvökva.
3) Mælingar á geislajoði, sem skilst út í þvagi á
0-8,8-24 og 24-48 klst. eftir inngjöf; mælt sem
hundraðshlutar af skammti.
Nánari lýsing á tækjunum og aðferð hefur verið
birt áður (3).
TAFLA I.
Meðaltal S.D. Lægsta uppt. Hæsta uppt.
4 klst. 10,4% 4,3 2,6% 20,8%
24 klst. 20,5% 7,2 C'' oo 40,2%
48 klst. 21,0% 6,7 5,1% 35,0%
PBI131 alltaf lægra en 0,2% i 1 lítra af blóðvökva
Rannsóknir á heilbrigðum
Þegar geislajoðmælingar hófust hér, var haft í huga, að
skjaldkirtlar íslendinga eru minni en gerist í nágranna-
löndum okkar (4), og enn fremur, að telja má öruggt,
að íslendingar borði óvenju joðríka fæðu. Búast mátti
við, að þetta hvort tveggja hefði veruleg áhrif á upptök-
una. Nauðsynlegt var því að finna normalmörk geisla-
joðtöku skjaldkirtilsins í heilbrigðum íslendingum.
Til þess voru gerð geislajoðpróf á 88 sjálfboða-
liðum. Þeir voru starfsfólk á Landspítalanum og sjúk-
lingar af III. deild Landspítalans. Að sjálfsögðu voru
þeir ekki með skjaldkirtilssjúkdóm og ekki heldur
með hjartabilun (mb.cordis decamp) né nýrnasjúk-
dóm. Það er reynsla annarra, að þessir sjúkdómar
geta aukið upptöku geislajoðs (5).
Mynd 2 sýnir kynskiptingu og aldursdreifingu
þessa hóps, en í honum voru 28 karlar og 60 konur.
Karlarnir voru á aldrinum 20-60 ára og flestar kon-
urnar 20-55 ára.
52 Læknablaðið 2005/91