Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2005, Side 62

Læknablaðið - 15.01.2005, Side 62
1 965-1 974 / SVÆSINN HÁÞRÝSTINGUR 29,9% sjúklinga, en 21,4 fengu hjartaáfall (infarctus myocardii). Athygli vekur hve algeng nýrnabilun og heilaáfall var í sjúklingahópnum en þessir fylgikvill- ar hafa verið taldir mest áberandi þegar svæsinn há- þrýstingur er vanmeðhöndlaður (2,13). Athugað var hvort munur væri á tíðni fylgikvilla eftir nokkrum atriðum varðandi ástand sjúklinganna við greiningu. Niðurstöður er að finna í töflum XIII- XVI. Lítill munur reyndist vera á III. stigi (67%) og IV. stigi (70%) og ekki marktækur (X2 (1)=0,07, p>0,70). Athyglisvert er hve margir (78,4%) með stækkun á vinstri slegli á hjartarafriti við greiningu fengu síðar fylgikvilla en miklu færri fengu fylgikvilla af hinum sem höfðu eðlilegt rit (52,9%) eða sjúklegt rit af öðrum orsökum (61,2%). Pegar bornir eru sam- an hóparnir sem höfðu sjúklegt hjartarafrit kom samt ekki fram marktækur munur (X2 (1)=3,52, p>0,05). Minni munur kom fram þegar miðað var við hjarta stækkun á röntgenmynd. Af þeim sem höfðu stækkað hjarta á röntgenmynd fengu 42 (68,9%) fylgikvilla á móti 36 (65,5%) af hinum sem ekki höfðu stækkað hjarta. Þessi munur er ekki marktækur (X2(l)=0,15m p>0,60). Loks kom í ljós að þeim sjúklingum sem ekki höfðu sjúkdómseinkenni frá hjarta eða heilablóðrás fyrir greiningu vegnaði betur en hinum. Sá munur er marktækur (X2(l)=7,65,p<0,01). Dauðaorsakir í árslok 1973 voru 79 (67,5%) af þessum 117 sjúkling- um Iátnir. Af þeim var 31 (39,2%) krufinn, 29 á Rann- sóknastofu Háskólans, en 2 á FSA. Dauðaorsakir voru sem segir í töflu XVII. Þar kemur fram að flestir létust úr heilaáfalli (26,6%) en margir létust úr nýrnabilun (22,8%) og hjartaáfalli (22,8%). Þess ber að gæta að sjúklingarnir 3 sem létust úr hjartabilun voru mjög úr- emiskir og 3 sjúklingar sem eingöngu eru taldir undir skyndidauða hafa sennilega dáið hjartadauða (sudden cardiac death). Þeir létust mjög snögglega (urðu bráð- kvaddir). Að öðru leyti fékkst engin lýsing á sjúkdóms- einkennum þeirra né fór krufning fram. Skyndidauði var talinn ef andlát varð skyndilega og óvænt innan sólarhrings frá því fyrstu sjúkdóms- einkenna varð vart. Telja má líklegt að 5 sjúklingar sem dóu skyndidauða hafi fengið infarctus myocardii og flokkast þeir einnig í þann hóp. í tveimur tilfell- um studdi krufning greininguna, en í hinum þremur voru einkenni sem bentu eindregið til þess. Þrír aðrir sjúklingar sem greindi frá hér að ofan hafa sennilega einnig dáið hjartadauða en voru eingöngu taldir und- ir skyndidauða. Þrír sjúklingar höfðu heilablæðingu sem leiddi þá skjótt til dauða. Óvissa ríkti um fimm sjúklinga sem létust samkvæmt dánarvottorðum úr kransæðastíflu („occlusio art. Cor. Cordis"), en ekki var nánar greint frá sjúkdómseinkennum eða kring- umstæðum nema þeir létust heima og höfðu ekki ver- ið undir læknishendi áður en dauðann bar að. Hugs- Table XIII. Grade of hypertension at the time ofdiagnosis and incidence oflater complica- tions. Complications No complications Total Grade III 65 32 97 Grade IV 14 6 20 79 38 117 Table XIV. Eiectrocardiographic changes at the time of diagnosis and incidence ofcompli- cations. Electrocardiogram Complications No complications Total normal 9 8 17 LVH 40 11 51 abnormal but not signs of LVH 30 19 49 79 38 117 Table XV. Heart entargement on X-ray at the time of diagnosis and incidence ofcomplica- tions. Complications No complications Total Heart enlarged 42 19 61 Heart not enlarged 36 19 55 78 38 116 Table XVI. Some factors from the medical history and compiications after diagnosis. Complications No complications Total number Angina pectoris 16 3 19 Myocardial infarction 9 0 9 Cerebro-vascular accident 15 6 21 None of the above mentioned complications 39 29 68 79 38 117 Table XVII. Causes ofdeath. Cause of death Number of patients Autopsy Cerebro-vascular accident 21 (26.6%) 7 Uremia 18 (22.8%) 12 Myocardial infarction 18(22.8%) 5 Sudden death 11 (13.9%) 2 Heart failure 3 (3.8%) 0 Other causes 16 (20.8%) 7 Table XVIII. Causes of death ofpatients with history ofCVA, myocardial infarction or elevated blood urea at diagnosis. Number of Symptoms from respective organ system before Causes of death deaths diagnosis og severe hypertension Cerebro-vascular accident 21 6 (28.6%) (CVA) Myocardial infarction 18 10 (55.6%) (Angina pectoris + Myocardial infarction) Uremia 18 18 (100%) (Blood urea at diagnosis 40 mg%) anlegt er að einhverjir þessara sjúklinga hafi dáið skyndidauða en ekki þótti fært að telja svo hér. Um aðrar dauðaorsakir skal þess getið að hugsan- legt er að einn sjúklingur hafi látist af völdum blóð- þrýstingslækkandi meðferðar, en hann lést vegna svæsins ileus sem ekki fannst skýring á við aðgerð. 62 Læknablaðið 2005/91
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.