Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2005, Page 69

Læknablaðið - 15.01.2005, Page 69
1975-1 984 / BERKLAVEIKI Um berklaveiki á Læknablaðið 1976; 62:3-50 Islandi Sigurður Sigurðsson 1903-1986 Sögulegt yfirlit Allt virðist benda í þá átt að berklaveikin hafi borist til landsins á landnámsöld. Þannig telur Jón Steffen- sen að ótvíræð einkenni um berklaveiki (spond. tub. lumbal.) hafi fundist í einni beinagrind er grafin var upp úr grafreit að Skeljastöðum í Þjórsárdal árið 1939 (54). Ennfremur telur sami höfundur mjög sennilegt að einkenni berklaveiki (tub. sacroiliacae) hafi fund- ist í annarri beinagrind úr sama grafreit, þó eigi telji hann þetta fullsannað. Hér var alls um 55 heillegar beinagrindur að ræða og auk þess einstök bein sem gætu verið úr 11 beinagrindum fullorðinna í við- bót. Er nú talin svo til full vissa fyrir því að byggð sú, er grafreitur þessi tilheyrði, hafi lagst í eyði árið 1104 (79, 52, 117) þó S. Þórarinsson hafi í fyrstu tal- ið líklegt að eyðing dalsins hafi orðið um aldamótin 1300 (115, 116). Sé þetta rétt og jafnframt tekið tillit til þess að hér var eigi unt stóran grafreit að ræða og Grein þessi var rituð að mesu leyti meðan ég hafði enn á hendi embætti berklayfirlæknis, en því starfi gegndi ég til ársloka 1973. Nær hún því aðeins fram til loka sjöunda áratugsins. S. S. ennfremur hlutfallsins milli beinaberkla og lungna- berkla mætti álykta að tíðni sjúkdómsins hafi eigi verið lítil í þessari sveit á þeim stutta tíma sem graf- reiturinn hefur verið í notkun. Á hinn bóginn verður ekkert nteð vissu fullyrt um tíðni sjúkdóntsins í land- inu öllu á þessum tíma né um næstu aldir. Það bíður frekari rannsókna. Ekkert verður hér fullyrt um hvort beinagrind sú er grafin var upp úr grafreit íslensku nýlendunnar að Herjólfsnesi í Grænlandi hafi haft einkenni berklaveiki eða ekki þar sem hún var svo illa farin (53). Af ýmsum sögulegum heimildum, einkum 17. og 18. aldar, má þó telja nær víst að sjúkdómurinn hafi komið fyrir í landinu öðru hvoru eða jafnvel stöðugl (94, 120, 118). Þannig er það nálega víst að berkla- veiki hefur verið í Skálholti, aðalmenntastofnuninni sunnanlands, í tíð Brynjólfs biskups Sveinssonar (1639-1674). Dóttir hans 22 ára deyr 1663, einu ári eftir barnsburð, sonur hans 24 ára 1666, að vísu við nám í Englandi, og var banamein hans talið tæring (consumption) (48), þá dó dóttursonur biskups 11 ára 1915-24 1925-34 1935-44 1945-54 1955-64 1965-74 1975-84 1985-94 1995- Grein sú sem valin er til að einkenna áratuginn 1975- 1984 er grein Sig- urðar Sigurðssonar, berklayfirlæknis og landlæknis, um berklaveikina á íslandi. Margar aðrar greinar er lýstu rannsóknum frá þessum tíma voru þessa fyllilega verðugar og má nefna greinaflokka um gláku á íslandi og fæðingar á Islandi, auk ýmissa annarra, sem bættu við þekkingu okkar á þessum tíma. Grein Sigurðar um þerklaveikina er hins vegar sú eina sem ef til vill má flokka undir magnum opus. Hún rekur sögu hvíta dauðans á íslandi, lýsir einbeitni og þrautseigju þeirra sem börðust gegn honum, gengu nokkra þrautagöngu en höfðu að lokum sigur. Berklar hafa fylgt manninum frá örófi alda og hafa fundist í beinagrindum frá tímum faraóa í Egyptalandi og indjána í Ameríku löngu fyrir daga Kólumbusar. Berklaveikin varð þó ekki verulegur heilsufarsvandi i Evrópu fyrr en iðn- byltingin hófst og fólk fluttist úr sveitum í bæi. Á 17. og 18. öld ollu berklar um fjórðungi allra dauðsfalla í Evrópu. Hér á landi hafa fundist berklar í beinagrindum frá landnámsöld en ekki bar meira á þeim fram á síðari hluta 19. aldar að Schierbeck landlæknir taldi berkla ekki til á íslandi þar til hann fann berklasýkil í hráka i janúar 1890. Á þessum tima var sýkingin þó farin að skjóta djúpum rótum á landinu og fór það saman við flutning íslendinga úr sveitum og í kauptún og kaupstaði við sjávarsiðuna þar sem húsakostur var yfirleitt þröngur og kjörin kröpp. Sigurður rekur ýmsa þætti þessarar stórmerkilegu sögu. Hann kemst að því að tíðni sjúkdómsins í kauptúnum var alla jafna meiri en í kaupstöðum, vitnar til rannsókna er leiddu í Ijós gríðarlega útbreiðslu sjúkdómsins, og ber þar e.t.v. hæst rannsóknir Árna Árnasonar, héraðslæknis i Dalahéraði 1922 og Berufjarð- arhéraði 1930. Hann sýndi fram á gríðarlegan mun á tíðni berkla og nefndi m.a. að tæplega 30% barna í Saurbæjarhreppi í Dölum voru smituð vorið 1922. Berkladauðinn jókst hröðum skrefum og náði hámarki á árunum á milli 1920-1930 er 20% dauðsfalla á íslandi voru af völdum berkla. Sigurður lýsir einnig ungbarna- dauðanum af völdum berkla en á árunum 1926-1930 dóu 400 börn á ári á hverja 100 þús. íbúa landsins. Þrátt fyrir þessar athyglisverðu og í reynd ótrúlegu faraldsfræðilegu upplýsingar sem eru okkur svo framandi nú, lýtur meginþungi vinnu Sigurðar að baráttu gegn berklunum, sem hann leiddi þau ár sem hún var viðamest. Hann lýsir ferðum með röntgentæki um landið, þau voru ferjuð á bátum yfir Jökulsá á Breiðamerkur- sandi, borin á hestum yfir Skeiðarárjökul til að krækja fyrir upptök Skeiðarár, flutt með strandferðaskipum og á bílum þar sem fært var. Ótrúlegur árangur náðist við berklaleit, t.d. voru um 40% þjóðarinnar skoðuð árið 1945 og nokkrum árum siðar voru nærfellt 100% Akureyringa og Vestmannaeyinga skoðuð. Slíkt þætti mikilfengleg þekjun forvarnaaðgerða nú á dögum. Athyglisverð er ákvörðun Sigurðar um að hætta berklabólusetningum árið 1949 nema til valinna hópa. Á þeim tíma hafði berklatilfellum fækkað mjög og ályktaði hann að berklarannsóknir á íslandi og aðrir þættir berklavarna hefðu borið þennan árangur. Sigurður taldi réttilega að mikilvægi húðprófa til greininga vægi mun þyngra en bólusetning, en þau eru gagnslítil hjá bólusettum eins og kunnugt er. Þótt Sigurður láti lítið yfir þessari ákvörðun er Ijóst að hún hefur ekki verið auðveld Sigurður Guðmundsson 1948 Læknabladið 2005/91 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.