Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 71

Læknablaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 71
1975-1984 / BERKLAVEIKI Árið 1897 komu út fyrstu heilbrigðisskýrslur sem gefnar voru út í landinu og ná þær til ársins 1896. Hafa slíkar skýrslur stöðugt komið út síðan, þó að oft hafi orðið nokkur bið á útkomu þeirra. Þótt þær hafi verið ófullkomnar, einkum á fyrstu árunum, gefa þær samt langtum betri hugmynd um heilbrigðisástand þjóðarinnar en áður hafði fengist. Markar útgáfan að því leyti tímamót í sjúkdómasögu þjóðarinnar. Þar sem þó fá eða engin fyrirmæli voru til um það hvaða sjúklinga héraðslæknar skyldu skrá í skýrslunum eða hvernig er auðsætt að mikillar ónákvæmni hlýtur að gæta um skrásetninguna yfirleitt (t. d. um skráningu sjúklinga sem fóru milli héraða og endurskráningu sjúklinganna). Þó má telja fullvíst að sjúklingar með farsóttir og aðra smitandi sjúkdóma hafi yfirleitt verið skráðir með þeirri nákvæmni sem unnt var að afla. Sjúkrahús voru einnig fá og aðstaða öll til að aðgreina sjúkdóma mjög örðug. Er hér var komið hafði læknum í landinu fjölgað mjög og héraðslæknar voru um aldamótin (1899) komnir upp í 42 (129) og flest héruð fengust setin. Skýrslur þeirra urðu þá jafnframt nákvæmari síðasta tug nítjándu aldarinnar en áður þar sem fleiri sjúk- lingar fengu nú betri og meiri rannsókn. Telja má víst að mynd sú sem læknar gefa af heilsufari landsmanna í skýrslum sínum um aldamótin síðustu sé að þessu leyti sem næst hinu sanna. Á fimm ára tímabilinu 1896-1900 voru á öllu land- inu skráðir frá 167-266 berklasjúklingar árlega en á fyrsta tug tuttugustu aldarinnar, 1901-10, voru skráðir frá 204-459 berklasjúklingar ár hvert. Ekki fengust skráningarskýrslur úr öllum héruðum (26,27). Vegna hinnar hraðvaxandi aukningar berklaveik- innar var héraðslæknirinn í Reykjavík, Guðmundur Björnsson, fenginn árið 1898 til þess að þýða ritgerð úr dönsku sem bar nafnið „Um berklasótt" (9). Var hún gefin út af landssjóði og útbýtt meðal almennings til að vekja athygli hans á sjúkdómnum. Fáum árum síðar (árið 1902) fól Alþingi landsstjórninni að láta semja og gefa út „alþýðurit um berklaveiki og varnir gegn henni". Var sami læknir fenginn til þess. Þýddi hann kver um þetta efni sem kom út í tveimur útgáf- um árin 1903 og 1904 (62). Um gang berklaveikinnar á íslandi fram til ársins 1911 er dánarvottorð voru lögleidd (132) virðist mega álykta eftirfarandi: Það má telja fullvíst að berklaveiki hafi verið hér á landi þegar á landnámsöld. Um útbreiðslu veikinnar þá og fram á miðja 17. öld er þó ekkert vitað með vissu. Úr því verður vart einstakra sjúkdómstilfella og dánarlýsinga sem benda í þá átt að sjúkdómurinn hafi stöðugt verið til meðal þjóðarinnar og víst má telja að svo hafi verið eftir 1760. Fram yfir miðja 19. öld virðist hann hafa náð mjög lítilli útbreiðslu og gengið hægt yfir, enda þótt gera verði ráð fyrir að hann hafi verið mun útbreiddari en í skýrslum segir og lækn- ar greina frá. Á síðustu tveimur tugum 19. aldarinns virðist veikin grípa um sig og aukast jafnt og þétt út þetta tímabil. Fyrsta löggjöf sem einvörðungu varðar berklaveiki var sett árið 1903 (130) og tók gildi í byrjun næsta árs. Merkilegasta ákvæði laganna var án efa að læknum bæri skylda til að skrá alla berklasjúklinga er leituðu þeirra svo að ákveða mætti fjölda berklasjúklinga og þar með útbreiðslu sjúkdómsins í landinu. Næstu ár sýndu, eins og þegar hefur verið getið, sífellda aukn- ingu skráðra sjúklinga og einnig dauðsfalla af völdum berklaveiki. Vegna þessara ískyggilegu aukningar var árið 1906 stofnað félag sem bar nafnið Heilsuhælis- félagið. Aðalhvatamaður félagsstofnunarinnar var Guðmundur Björnsson, þá nýskipaður landlæknir, og nokkrir félagar hans úr Oddfellowstúkunni Ingólfi í Reykjavík (27, 95). Tilgangur félagsins var að koma hið fyrsta á fót nýtísku heilsuhæli fyrir berklaveika. Félagið, sem að öllu leyti líktist sams konar félög- um sem stofnuð höfðu verið í sama tilgangi með- al nágrannaþjóðanna, náði þegar fullum stuðningi þjóðarinnar allrar. Samskot voru hafin um land allt og fé safnað til hælisbyggingar. Þannig var Vífilsstaða- heilsuhæli komið upp en þar voru í fyrstu rúm fyrir 80 sjúklinga og tók það til starfa í septembermán- uði 1910 (96). Stofnun þessi varð stærsta berklahæli landsins og veitti á árunum 1940-50 meir en 200 sjúk- lingum sjúkrarúm og meðferð, enda þá miklu meira en fullsetið (73). Til þess að geta sem nákvæmast metið rétt tíðni, útbreiðslu og gang sjúkdómsins í ákveðnum héruðum landsins eða því öllu eru eftirfarandi gögn talin vera nauðsynleg: (101) 1. Nákvæm skráning allra þekktra sjúklinga með virka berklaveiki. Þetta er mikill en þó engan veginn öruggur mælikvarði á tíðni og útbreiðslu sjúkdómsins. 2. Dánarvottorð gefa til kynna fjölda dauðsfalla úr ákveðnum sjúkdómum. Fjöldi dauðsfallanna gefur eigi aðeins upplýsingar um útbreiðslu sjúkdómsins heldur er hann ásamt sjúklinga- fjöldanum einnig mælikvarði á hver gangur sjúkdómsins er, góðkynja eða illkynja, og um árangur meðferðar hans. 3. Mjög mikilsvert er að líkskurður fari fram á sem flestum látnum. Rannsóknir við líkskurð gefa öruggasta vitneskju um berklasmitun, berkla- sýkingu og berkladauða og eru því nauðsyn- legar til þess að sem gleggst mynd fáist um út- breiðslu og gang sjúkdómsins. 4. Víðtæk berklapróf segja til um berklasmitunar- tíðni á ákveðnu svæði og í ákveðnum aldurs- flokkum. Til þess að rannsókn þessi gefl sem nákvæmasta og örugga vitneskju verður hún að fara fram með æfðu starfsfólki, völdu efni (tuberkulini) og samkvæmt ákveðnum reglum Læknablaðið 2005/91 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.