Læknablaðið - 15.01.2005, Síða 73
1 975-1984 / BERKLAVEIKI
Fig. 1. Organization of
tuberculosis control in Ice-
land after 1939.
ið að útgjöld vegna berklavarna ríkisins hefðu numið
7,5% af ríkisútgjöldum (64). En þrátt fyrir hið mikla
fé sem var varið til berklavarna óx fjöldi berklasjúk-
linga stöðugt og um það bil fimmti hver landsmaður
sem lést á þessum árum varð berklaveikinni að bráð.
Allt fimm ára tímabilið 1926-30 hélst berkladauðinn
mjög hár og tók ekki að lækka fyrr en eftir 1930 og
þá hægt fyrst í stað. A hinn bóginn fjölgaði skráðum
sjúklingum áfram. Árið 1933 var þannig fjöldi ný-
skráðra sjúklinga mestur og taldist þá 9,8 miðað við
1000 íbúa. Hinn 31. des. 1935 voru skráðir 15,8 af
þúsundi með virka berklaveiki, þ. e. 1,6% af íbúum
landsins (allar tegundir sjúkdómsins). Þess ber þó að
geta að skráningarreglur voru þá eigi fastmótaðar. Þá
var og talið að sjúkrarúmafjöldi fyrir berklasjúklinga
á heilsuhælum og sjúkrahúsum væri 420 rúm, eða 3,6
miðað við 1000 landsmenn.
Berklavarnastarfsemin skipulögd ■
varnaraðgerðir teknar upp
virkari
Árið 1935 ákvað Alþingi samkvæmt tillögu landlækn-
is að ráða sérstakan lækni, berklayfirlækni ríkisins, er
skyldi annast framkvæmd berklavarnanna í landinu.
Fram til þessa höfðu berklavarnirnar nálega eingöngu
miðast við það að einangra smitandi berklasjúklinga
á sjúkrahúsum eða hælum og veita þeim þar þá lækn-
ingu er föng voru á. í Læknafélagi íslands hafði því
fyrir löngu verið hreyft að senda lækna út í berklasmit-
uð og sýkt héruð landsins til þess að framkvæma þar
berklapróf á heimilisfólki og aðrar frekari rannsókn-
ir (14, 15, 11). Þá hafði og tillaga komið fram um að
ráða til þess sérstakan lækni sem stjórnaði og hefði
þeim í annað og árangursríkara horf.
Um og upp úr 1930 varð æ ljósari sú staðreynd, sér-
staklega í Norður-Evrópu, að fjöldi fólks sem stund-
aði störf sín sem heilbrigt væri gat verið haldið virkri
berklaveiki og jafnvel gengið með smit. Þetta varð
enn ljósara eftir að farið var að gera röntgenrann-
sóknir á hópum manna, einkum þeim er dvalið höfðu
í umhverfi berklaveikra sjúklinga (97, 108, 98). Með
því að vinna slfka sjúklinga vannst tvennt: Batahorfur
þeirra breyttust mjög til hins betra, því fyrr sem tókst
að koma þeim í viðeigandi meðferð, og jafnframt var
komið í veg fyrir frekari smitun frá þeim. Leið ekki
á löngu uns heilbrigðisyfirvöld hér á landi tóku að
færa sér þessar staðreyndir í nyt. Þannig var Jónasi
Rafnar yfirlækni Kristneshælis falið árið 1932 að at-
huga útbreiðslu berklaveiki í Húsavíkurhéraði en þar
virtist sjúkdómurinn þá hafa náð mikilli útbreiðslu.
Framkvæmdi Rafnar athugun sína vorið 1932 og fann
marga berklasjúklinga án þess að geta þó stuðst við
röntgenrannsókn (58). Rúmum tveimur árum síðar,
eða haustið 1934, var samkvæmt ákvörðun heilbrigð-
isstjórnarinnar (landlæknis) og að beiðni héraðslækn-
is framkvæmd berklarannsókn á Raufarhöfn en þar
hafði berklafaraldurs orðið vart á undanförnum árum
(109).
Við endurskipulagningu berklavarnanna 1935 var
tekið tillit til þessara staðreynda. Til að byrja með var
því aðaláhersla lögð á eftirtalda meginþætti:
1. Kerfisbundnar berklarannsóknir í þeim tilgangi
að finna áður ókunna sjúklinga með virka berkla-
veiki (106,107). Rannsóknirnar fóru fram með
víðtækum berklaprófum og síðan röntgenrann-
sóknum (gegnumlýsingum eða photoröntgen-
Læknablaðið 2005/91 73