Læknablaðið - 15.01.2005, Page 76
1975-1984 / BERKLAVEIKI
ástæða var talin til að ætla að gæti verið haldið berkla-
veiki. Því hljóðar 6. gr. laganna þannig: „Hafi læknir
ástæðu til að ætla, að sjúklingur sé haldinn berkla-
veiki, skal hann svo fljótt sem auðið er gera ráðstaf-
anir til þess að fá úr því skorið hvort um berklaveiki
sé að ræða og tilkynna það tafarlaust héraðslækni
(heilsuverndarstöð)“. Og ennfremur: „Héraðslæknir
(heilsuverndarstöð) skal hafa vakandi auga á, að allar
rannsóknir, sem nauðsynlegt er að framkvæma í um-
hverfi berklaveiks manns, til þess að hindra útbreiðslu
veikinnar, verði framkvæmdar, og öllum settum fyrir-
mælum þar að lútandi hlýtt. Ef nauðsynlegt þykir skal
leita fulltingis lögreglustjóra, til þess að franrkvæma
rannsóknir á slíkum heimilum eða öðrum stöðum, þar
sem grunsamlegt þykir, að um smitandi berklaveiki sé
að ræða. Má lögreglustjóri fella úrskurð um, að rann-
sókn fari fram á einstökum mönnum eða heimilum,
sem skorast hafa undan að ganga undir slíka rann-
sókn“. Úrskurðar af þessu tagi hefur aðeins verið
leitað í eitt skipti. Og 7. gr. laganna hljóðar þannig:
„Fari hinn berklaveiki, aðstandendur hans eða aðrir,
sem hann umgengst, eigi eftir reglum þeim, er læknir
hefur sett til að koma í veg fyrir útbreiðslu veikinnar,
er lækni, heilsuverndarstöð eða öðrum, sem um það
er kunnugt, skylt að tilkynna það héraðslækni, sem,
ef þörf er, leitar fulltingis lögreglustjóra. Lögreglu-
stjóri getur að fenginni umsögn berklayfirlæknis, úr-
skurðað hinn berklaveika í sjúkrahús. Nú óhlýðnast
sjúklingurinn úrskurðinum, og er lögreglustjóra þá
heimilt að annast flutning sjúklingsins þangað á kostn-
að hans. Slíkan sjúkling má eigi útskrifa frá sjúkra-
húsinu, nema læknir sjúkrahússins og héraðslæknir
votti fyrir hlutaðeigandi lögreglustjóra, að af honum
stafi engin smithætta lengur eða full ástæða sé til að
ætla, að hann muni gæta allrar varúðar og fylgja öll-
um settum reglum". Gat lögreglustjóri þá fellt niður
fyrri úrskurð. Þetta ákvæði laganna var notað nokkr-
um sinnum, einkum þegar í hlut áttu óreglusamir,
berklaveikir sjúklingar.
Ýmis önnur ákvæði er voru sérstaklega mikilsverð
fyrir framkvæmd berklavarnalaganna voru tekin upp
í lögin við endurskoðun þeirra. Hafa mörg þessara
ákvæða komið að miklu gagni, svo sem tímabundnar
rannsóknir á starfsfólki í ákveðnum atvinnugreinum.
Eins og áður greinir var strax árið 1935 ákveðið að
berklasjúklingar skyldu aðeins vistaðir á sjúkrahús-
um og hælum samkvæmt beiðni berklavarnastöðva
eða berklayfirlæknis (mynd 1). Ákvörðun þessi var
nauðsynleg þar sem sjúkrarúm fyrir berklaveika voru
þá af skornum skammti og ráðstöfun þeirra varð að
koma að sem mestum notum fyrir þá sjúklinga er
voru í mestri þörf. Nýttust sjúkrarúmin á þennan hátt
mun betur en ella.
Árið 1939 þegar starfslið berklavarnanna fékkst
verulega aukið fjölgaði mjög þeim sem voru berkla-
rannsakaðir. Það ár voru alls um 11 þúsund manns
rannsakaðir, eða rúm 9% þjóðarinnar. Um 2800
manns voru rannsakaðir í 20 héruðum landsins með
ferðaröntgentækjum einum og 3,5% þeirra, eða tæp-
lega 100 manns, reyndust með virka berklaveiki (29).
Árið 1940 tóku rannsóknirnar til nálega helmings
allra læknishéraða landsins og voru þá alls 18657
manns, eða 15,2% landsmanna, rannsakaðir. Það ár
voru heildarrannsóknir í héruðum hafnar, þ. e. allir
íbúar sem til náðist voru rannsakaðir og fóru þær fram í
4 læknishéruðum, Keflavíkur, Svarfdæla, Olafsfjarðar
og Bolungarvíkur, en einstök svæði voru rannsökuð í
öðrum (Saurbæjarhreppur í Eyjafirði) (30). Rúmlega
8 þúsund manns voru þetta ár rannsakaðir með ferða-
röntgentækjum í 16 héruðum landsins. Rannsóknin í
Keflavíkurhéraði tók alls til 3349 manns. 7 sjúklingar
fundust áður óþekktir (101).
Næsta ár var heildarrannsókn gerð í þremur hér-
uðum, Hafnarfirði, Húsavík og Vík í Mýrdal (31,
101). í Hafnarfirði tók rannsóknin til 3644, eða allra
er talið var að gætu komið. 9 áður óþekktir sjúklingar
fundust.
Árið 1942 var heildarrannsókn framkvæmd að-
eins í einu læknishéraði, Reyðarfjarðarhéraði (í Eski-
fjarðarkauptúni), og árið 1943 var endurtekin heild-
arrannsókn í Keflavík. Hóprannsóknir voru aftur
á móti framkvæmdar í mörgum héruðum á þessum
árum. Árið 1944 var heildarrannsókn aðeins gerð á
Akranesi (tók hún til 1960 manns, eða allra sem taldir
voru geta komið), í Bolungarvík (í annað sinn) og í
Hornafjarðarhéraði. Árið 1942 hafði aðstoðarlæknir
berklayfirlæknis, Ólafur Geirsson, ráðist í aðstoðar-
læknisstöðu á Vífilsstaðahæli og dró það því eðlilega
úr heildarrannsóknum í héruðum það ár og næstu,
enda þótt aðrir læknar gegndu því starfi að hálfu. En
árið 1945 réðst ungur læknir, Jón Eiríksson sem unn-
ið hafði lengi erlendis að berklarannsóknum, í þessa
stöðu og hefur hann stöðugt gegnt henni fram á þetta
ár, 1975.
Það ár (1945) var heildarrannsókn gerð á íbúum
Reykjavíkur en íbúafjöldinn var þá um 45800 manns.
98,15% íbúanna voru rannsakaðir með tuberkulin-
prófi og röntgen en 1,1%, einkum gamalmenni, voru
skoðaðir í heimahúsum án röntgenrannsóknar (hlust-
un og hrákarannsóknir). Tók rannsóknin til 44117
manns eða 99,32% íbúanna. Aðrir, eða 0,68%, voru
fjarverandi eða burtfluttir meðan á rannsókninni
stóð. Við rannsóknina fannst 71 sjúklingur með virka
berklaveiki. Þeir voru allir óþekktir áður (101, 110-
113). Það ár voru 40,8% allrar þjóðarinnar berkla-
rannsökuð (53371 manns).
Árið 1948 fengust keypt til landsins röntgen-
skyggnimyndatæki (72), myndastærð 70 mm, sem
einnig var hægt að nota sem ferðatæki. Áður höfðu
allar röntgenrannsóknirnar við heildar- og hóprann-
sóknir utan Reykjavíkur verið gerðar með gegnlýs-
ingartækjum og röntgenmyndaðir þeir einstaklingar
76 Læknablaðið 2005/91