Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2005, Page 77

Læknablaðið - 15.01.2005, Page 77
1975-1 984 / BERKLAVEIKI Fig. 7. PERCENTACE OF TOTAL POPULATION EXAMINED FOR TUBERCULOSIS IN CASE-FINDING SURVEYS AND IN DISPENSARI ES, B Y YEAR.I937-70 1937 1940 1950 1960 1970 ______________________________________ YEAR sem ástæða þótti til. Með hinum nýju skyggnimynda- tækjum var heildarberklarannsókn framkvæmd á Akureyri næsta ár, 1949, og náði rannsóknin til 6832 manns, eða 99,4% íbúanna. 40 reyndust hafa virka berklaveiki þar og voru 8 þeirra áður óþekktir. Árið 1950 voru Vestmannaeyjar rannsakaðar á sama hátt með 99,5% þátttöku, alls 3423 manns, 15 reyndust hafa virka berklaveiki, þar af einn áður óþekktur, árið 1951 Húsavík, alls 1148 manns með 99,1% þátt- töku og 7 virka berklasjúklinga, alla áður óþekkta, 1952 Siglufjörður, alls 2447 með 98,5% þátttöku og einn sjúkling áður óþekktan, 1953 ísafjörður, alls 2205 manns með 98,8% þátttöku og einn sjúkling áður óþekktan og árið 1954 Sauðárkrókur, alls 881 manns og einn sjúkling áður óþekktan. Er árangri þessara rannsókna nánar getið í skýrslum berklayfir- læknis í Heilbrigðisskýrslum viðeigandi ára. Eftir 1955 fækkar ferðarannsóknum vegna smit- unaruppspretta en það ár eru rannsakaðir 16,4% af landsmönnum. Var þeim þó haldið áfram fram undir 1960 og sé fjöldi þeirra einstaklinga sem auk þess voru rannsakaðir á berkladeildum heilsuverndarstöðvanna jafnframt talinn með voru árlega rannsakaðir um 10% af þjóðinni. Fyrst eftir 1965 fækkar rannsóknum með ferðaröntgentækjum að miklum mun þar sem bæði rafmagn og röntgentæki eru þá komin víða um landið og nauðsyn rannsókna þvarr óðum vegna hraðminnk- andi smitunar. Árlegar berklarannsóknir stöðvanna nema þó stöðugt 7-8% af íbúafjölda þjóðarinnar og eru því aðalberklavarnir landsins bundnar við þær (7. mynd). í þeim tölum sem hér hafa verið nefndar er þó ekki meðtalinn fjöldi þeirra nemenda sem árlega hafa verið berklaprófaðir í skólum landsins. Eru þær rann- sóknir þó gerðar eingöngu í berklavarnarskyni og ná nú til flestra héraða landsins og meiri hluta barna á skólaaldri, eða um 20% þjóðarinnar, enda eru þessi berklapróf nú besti mælikvarði berklasmitunarinnar í landinu (sjá síðar). Pegar um heildarrannsóknir var að ræða voru þó berklaprófin ávallt talin með. Árið 1938 var Samband íslenskra Berklasjúklinga stofnað. Setti félagið sér þegar það markmið að koma upp vinnuheimili fyrir berklasjúklinga, enda var þess þá mikil þörf. Áður hafði komið fram slík tillaga (39, 74). Var árleg almenn fjársöfnun í þessu skyni þegar hafin meðal landsmanna og varð félaginu vel ágengt. Árið 1944-45 var vinnuhælið að Reykjalundi reist og tók það til starfa á árinu 1945 (75). Vistaði það þá um 40 sjúklinga en heita mátti að stækkun á því væri þá þegar hafin þannig að það tæki 80 vistmenn (77). Á hælinu dvöldust í fyrstu svo til eingöngu sjúklingar sem sendir voru frá sjúkrahúsum eða hælum til áfram- haldandi langvinnrar dvalar eða til skólunar í því skyni að taka upp aðra vinnu. Varð þegar í stað mikið gagn af þessari stofnun þar sem hún létti á heilsuhælunum, kom í veg fyrir að veikin tæki sig upp og auðveldaði sjúklingunum aðgang að vinnu við þeirra hæfi, bæði á vinnuhælinu og síðar á opnum markaði. Er hér var komið sögu hafði að vísu dregið mjög úr fjölda ný- skráðra og endurskráðra berklasjúklinga. Árið 1945 voru 2,7 sjúklingar skráðir í fyrsta sinn og í árslok 7,3, hvorttveggja miðað við 1000 íbúa. Dauðsföllin voru þá 68 miðað við 100 þús. íbúa og höfðu farið ört lækkandi. Stofnun þessi hefur sem kunnugt er ætíð verið rekin af SÍBS (berklasambandinu) og var hún fyrir nokkrum árum vegna þverrandi fjölda berkla- sjúklinga opnuð öðrum öryrkjum er vinnuþjálfunar þarfnast (76). Að sjálfsögðu hefur stofnunin notið nokkurs fjárhagslegs stuðnings frá hendi hins opin- bera, einkum ríkisins. En einmitt um þetta leyti koma nýir atburðir til Læknablaðið 2005/91 77
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.