Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2005, Side 78

Læknablaðið - 15.01.2005, Side 78
1 975-1 984 / BERKLAVEIKI sögunnar er varða gang berklaveikinnar mjög. Sér- hæfð lyfjameðferð gegn veikinni hefur göngu sína. Árið 1947 var byrjað að nota hið nýja fúkalyf S. A. Waksmans: Streptomycin, en aðeins fáir sjúklingar nutu þess í fyrstu því að bæði var það illfáanlegt og nokkrir fylgikvillar komu fljótt í ljós. Árið 1949 var notkun þess þó orðin algeng hér á landi og á því ári og þó einkum árið eftir, 1950, hefst notkun para- amino-salicylsýru (PAS) og þá oftast í sambandi við streptomycingjöf. Hin sérhæfða lyfjameðferð gegn berklaveiki er þá hafin fyrir alvöru. Og í marsmánuði 1952 (40, 41) er hið þriðja þessara lyfja og vafalaust hið mikilvirkasta, isoniazid (metylester af isonicotin- sýru), tekið í notkun hér en það var jafnsnemma og jafnvel fyrr en notkun þess hófst í nágrannalöndun- um. Árangurinn af notkun þessara lyfja lét ekki á sér standa. Árið 1953 fækkar berkladauðsföllum um 1/3 og enn meira á næsta ári og voru þau þá tæpur helm- ingur af því sem þau voru árið 1952. Hefur þeim síðan fækkað svo að vart er hægt að telja berkladauðann lengur mælikvarða á tíðni berklaveikinnar á sama hátt og áður var. Gangur sjúkdómsins í landinu 1911-1970 Hér að framan hefur þess verið getið að mikilsverð- ustu gögnin til þess að meta tíðni og gang sjúkdómsins í ákveðnum landshluta eða landinu öllu séu skráning hinna sjúku, fjöldi dauðsfalla af völdum sjúkdómsins, krufning á líkum og nákvæm og víðtæk berklapróf. Skal nú vitneskjan um gang sjúkdómsins rakin hér nánar á þessu tímabili samkvæmt fáanlegum fyrr- greindum gögnum. 1. Skráning berklasjúkra Á þessu tímabili var skráning framkvæmd samkvæmt lögunum frá 1903, breyttum árið 1921 og aftur 1939. Til að byrja með voru sjúklingarnir skráðir á mánað- arskrár og í berklabækur. Á mánaðarskrárnar voru þeir færðir samkvæmt kyni, aldri og tegund sjúk- dómsins. Þar sem hverjum lækni bar að telja þá sjúk- linga sem til hans leituðu fór eigi hjá því að margir sjúklinganna hafi verið tví- eða margtaldir. í berkla- bækurnar voru sjúklingarnir hins vegar skráðir með nöfnum, aldri og heimilisfangi. í útdrætti úr þeim er héraðslæknar sendu landlækni um hver áramót er greint á milli skráðra sjúklinga í ársbyrjun, skráðra í fyrsta sinn á árinu, endurskráðra, innan- og utanhér- aðssjúklinga og sagt frá afdrifum sjúklinganna. Voru berklabækurnar og útdrættirnir úr þeim því tilraun til að gera glögga grein fyrir hinni raunverulegu tölu berklasjúklinga í hverju héraði og landinu öllu. Að- algalli skráningarinnar var sá að fjöldi héraðslækna sendi árlega engar skýrslur og varð skrásetningin því ónákvæm. Voru svo mikil brögð að þessari vanheimtu á tímabilinu 1911-32 að eigi konru til skila nema 70- 80% af skráningarskýrslum héraðanna (tafla 2, bls. 8 í heimild (101)) og munaði þar mest um Reykjavík sem vantaði til ársins 1933. Frá og með árinu 1933 fást berklaskráningarskýrslur úr öllum héruðum landsins. Þá köstuðu læknar oft mjög höndum til skráningar- innar og er algengt að skýrslum ber eigi saman í árs- byrjun og árslok undangengins árs. Engar ákveðnar reglur voru um hverja skyldi skrá og hve lengi skyldi halda sjúklingum skráðum. Verður að gera ráð fyrir að yfirleitt hafi fleiri verið skráðir en þeir sem taldir voru með virka berklaveiki. Læknar höfðu ætíð til- hneigingu til að halda sjúkiingum skráðum meðan eftirlit var með þeim haft þó að sjúkdómurinn væri fyrir löngu orðinn óvirkur. Tíð skipti lækna í héruð- um höfðu svipuð áhrif vegna takmarkana á kynnum þeirra við héraðsbúa. Þá var greining samkvæmt teg- undurn sjúkdómsins ónákvæm (86). Þannig munu margir læknar hafa talið frumsmitun (primær smitun, adenitis hil. tub.) barna og unglinga er á þeim tíma var mjög algeng til eitlaberklabólgu (adenitis tub.) og þetta byrjunarstig lungnaberklanna því ranglega í sumum skýrslum talið til útvortis berklaveiki. í sambandi við breytingu berklavarnalaganna árið 1939 eru fyrst teknar upp ákveðnar reglur um skrá- setningu berklasjúklinga í landinu. Skrá skyldi alla virka berklasjúklinga. Voru öllum héraðslæknum gefnar leiðbeiningar um skrásetninguna og komu þær fyrst til framkvæmda árið 1939 (29). Hafa þessar regl- ur í aðalatriðum haldist óbreyttar þó að hin sérhæfða lyfjameðferð síðari ára hafi að sjálfsögðu haft á þær nokkur áhrif. Þá voru jafnframt sett skýr ákvæði um það hvernig greina skyldi milli lungnaberkla og annarra tegunda berklaveiki. Virðast þessar reglur þegar í stað hafa haft áhrif á skrásetningu læknanna. Þannig eru skráðir í árslok 1939 um 27% færri berklasjúklingar er í árslok 1938 og ennfremur er fjöldi nýskráðra berklasjúklinga með aðra berkla en lungnaberkla á sama ári kominn niður fyrir 25% nýskráðra sjúklinga en var á árun- um 1933-36 um helmingur hinna nýskráðu eða meir. Svarar þessi fjöldi sjúklinga (1/5-1/4 heildarfjöldans) með aðra berkla en lungnaberkla svo til fullkomlega til þess hlutfalls sem algengast var í öðrum löndum um þessar mundir. Má greinilega sjá þessa miklu breytingu sem verð- ur á skráningu berklaveikra árið 1939 og 1940 í töflu 1 sem sýnir berklaskráninguna í landinu á árabilinu 1911-1940. Svo sem komið hefur fram hér að framan er ljóst að skráningu berklaveikra á þessu tímabili hefur á ýmsan hátt verið mjög ábótavant. Eru einkum tvö at- riði sem valda þessu: skortur á nákvæmum fyrirmæl- um frá heilbrigðisyfirvöldum um hvernig skrá skyldi og óvandaður frágangur lækna á skráningarskýrslum sínunr til landlæknis. 78 Læknablaðið 2005/91
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.