Læknablaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 81
1 975-1984 / BERKLAVEIKI
ar sátu. Annars staðar á landinu var prestum skylt að
afla sem áreiðanlegastra gagna um dauðamein manna
og rita þau í kirkjubækurnar. Hver prestur var síðan
skyldur að senda héraðslækni árlega skýrslu um þá er
hann hafði jarðsett og tilgreina dauðamein hvers og
eins þar sem dánarvottorð ekki fylgdi. Héraðslæknir
skyldi rannsaka skýrslur prestanna að því er til dauða-
meinsins kom og bæta úr því er hann fann ábótavant.
Ennfremur skyldi hann semja samandregna dánar-
skýrslu fyrir allt hérað sitt og senda hana til landlækn-
is. Löngu fyrir 1911 höfðu sumir prestar ritað dauða-
mein sóknarbarna sinna í kirkjubækurnar. Eru á
þennan hátt til nokkrar heimildir um helstu dánaror-
sakir í ýmsum héruðum landsins frá fyrri öldum. En yf-
irleitt eru heimildir þessar svo óáreiðanlegar að óger-
legt má heita að ráða nokkuð með vissu af þeim um
gang berklaveikinnar í landinu. Er slíkt eigi að undra
þegar tekið er tillit til þess að heimildir þessar eru að
mestu leyti komnar frá ólæknisfróðum mönnum þar
sem fæð lækna á þessum árum hefur valdið því að þeir
hafa sjaldan ákveðið dánarorsakir.
Arið 1911 eru dánarskýrslurnar ófullkomnar. Staf-
ar það af því að lögin um þær gengu í gildi það ár og
komu eigi til framkvæmda fyrr en síðari hluta ársins.
Samt sem áður ná dánarskýrslur þessa árs einnig til
fyrri hluta ársins að nokkrum læknishéruðum undan-
skildum og fást þannig nokkurn veginn áreiðanlegar
dánartölur fyrir allt landið þegar á þessu ári. Fyrstu
árin verður að taka dánarskýrslurnar með nokkurri
varfærni. Um nákvæmni þeirra segir svo í mannfjölda-
skýrslum Hagstofu Islands 1911-15 (19).
„Upplýsingarnar um dánarorsakirnar eru ekki all-
ar jafnábyggilegar. Par sem dánarvottorð frá lækni
liggur fyrir mun mega telja dánarorsökina svo vel
Table III. New reported cases of tuberculosis (all forms) by age, sex, and selected five-year periods, 1941-1970.
Age-group (years) Five-year period 1941-45 Five-year period 1966-70
Females Males Females Males
Number of cases Case-rate per 1,000 popul- ation Number of cases Case-rate per 1,000 popul- ation Number of cases Case-rate per 1,000 popul- ation Number of cases Case-rate per 1,000 popul- ation
0-4 76 2.5 83 2.6 7 0.1 14 0.2
5-9 106 3.7 100 3.4 6 0.1 7 0.1
10-14 113 3.7 92 2.9 14 0.3 17 0.3
15-19 228 7.9 143 4.7 7 0.1 23 0.5
20-24 204 7.7 134 4.9 9 0.2 10 0.2
25-29 127 5.4 108 4.4 4 0.1 7 0.2
30-34 84 3.7 58 2.6 2 0.1 6 0.2
35-39 42 2.1 54 2.5 9 0.3 7 0.2
40-49 76 2.1 72 2.0 6 0.1 12 0.2
50-59 44 1.6 38 1.5 9 0.2 11 0.3
60-69 28 1.4 26 1.6 6 0.2 14 0.4
70 and over 15 0.8 9 0.7 9 0.3 4 0.2
Unknown 10 - 6 - - - - -
Total 1,153 923 3.0 88 0.2 132 0.3
Læknablaðið 2005/91 81
liti, enda þótt eigi séu þeir lengur með virka berkla.
Gæti það hafa aukið lítið eitt fjölda hinna skráðu ár
hvert.
2. Berkladauðinn samkvœmt dánarskýrslum
Dánarskýrslurnar eru án efa öruggustu heimildirnar
sem til eru um útbreiðslu berklaveikinnar í landinu
uns berklalyfin koma til sögunnar í byrjun sjötta tug-
ar aldarinnar. Arið 1911 var ákveðið með lögum að
læknar skyldu gefa nákvæma dánarskýrslu um alla þá
er létust í kauptúnum og kaupstöðum þar sem lækn-