Læknablaðið - 15.01.2005, Side 82
1 975-1 984 / BERKLAVEIKI
upplýsta sem kostur er á. Öðru máli er að gegna þar
sem prestur gefur skýrslu um dauðameinið. Að vísu
getur stundum verið að enginn vafi leiki á um það en
það er samt varla við öðru að búast en að ákvarð-
anir prestsins á dauðameinunum verði oft nokkuð af
handahófi, einkum þar sem nafnaskráin yfir dauða-
meinin sem þeir eiga að fara eftir er mjög nákvæm-
lega sundurliðuð svo að það mun ofætlun fyrir flesta
presta að gera þar á skýra grein. Að vísu eiga lækn-
arnir að rannsaka skýrslur prestanna á eftir og lag-
færa það sem þeim þykir ábótavant en þó það megi
takast í ýmsum tilfellum er hætt við að læknana skorti
oft kunnugleika til þess að gera það svo öruggt sé.
En stundum virðist líka sem læknarnir hafi tekið sér
rannsóknina mjög létt og ekki hreyft við skýrslum
prestanna, jafnvel þar sem sýnilegt var að þeim hlaut
að vera ábótavant. Þess vegna hefur hagstofan skipt
mannslátunum 1911-15 undir hverjum einstökum lið
í 3 flokka: 1. Þau sem dánarvottorð eru fyrir, 2. þau
sem standa á prestaskýrslum sem sýnilegt er að læknir
hefur yfirfarið og leiðrétt, 3. þau sem standa á presta-
skýrslum er læknir virðist ekki hafa rannsakað.“
Árin 1911-15 voru í tveimur fyrstu flokkunum
48,1% allra dánarvottorða en síðan hefur dánarvott-
orðum þeim sem prestar hafa annast eingöngu stöð-
ugt farið fækkandi. Árin 1931-35 námu tveir fyrstu
flokkarnir 76% allra dánarvottorðanna en presta-
flokkurinn var nú aðeins 24% (20). Síðan hefur dán-
arskýrslum lækna fjölgað til muna og voru á 5 ára
bilinu 1946-50 88% (21).
Jafnframt því sem dánarvottorðum þeim er læknar
gefa hefur þannig fjölgað eru þau, einkum síðasta ára-
tuginn, einnig mun áreiðanlegri en til að byrja með.
Með lögum frá 1950 (137) með gildistöku í byrj-
un næsta árs var ákveðið að rita skyldi dánarvottorð
fyrir hvern þann er dæi hér á landi. Samkvæmt þessu
hafa frá ársbyrjun 1951 verið gefin út dánarvottorð
um öll mannslát hér á landi nema þar sem lík hafa
eigi fundist.
1 mannfjöldaskýrslum Hagstofu íslands hafa dán-
arorsakir verið greindar á eftirfarandi hátt:
Frá 1911-40 samkvæmt íslenskri skrá frá árinu
1911 (8), frá 1941-50 samkvæmt alþjóðlegri dánar-
meinaskrá frá 1938, frá 1951-57 samkvæmt alþjóða-
skrá Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar frá 1948
(22, 142, 147) og frá 1958-70 samkvæmt breytingu
sömu alþjóðaskrár (WHO) frá 1955 (23). Má fullyrða
að dánarmeinaskrárnar hafi frá fyrstu tíð í öllum að-
alatriðum verið gerðar í samræmi við reglur um dán-
arskrár annarra þjóða. Hins vegar rýrir það nokkuð
gildi dánarvottorðanna sjálfra að þau eru eigi að öllu
gefin út af læknum fyrr en eftir 1950 þó að lítið vanti á
að svo sé, einkum síðustu áratugina fyrir 1950.
Betri og öruggari sjúkdómsgreiningar, fjölgun
starfandi lækna og sjúkrahúsa með líkskurði margra
látinna bæta hér mikið um.
Fig. 9.
NEW CASES OF TUBERCULOSIS (ALLFORMS)PER 1,000 POPULATION
ASE IN YEARS
Tölur þær um berkladauðann er birtar verða hér Fig. 10.
eru unnar úr mannfjöldaskýrslum Hagstofu fslands
(1911-70). Munu dánarskýrslur berklaveikra oftast
hafa verið athugaðar sérstaklega af lækni áður en
Hagstofan gekk endanlega frá þeim. Árin 1911-32 fór
yfirlæknir Vífilsstaðahælis oftast yfir skýrslurnar og
berklayfirlæknir eftir 1932.
Á mynd 11 sést heildarmanndauðinn á íslandi
1911-70. Á þremur fyrstu áratugunum eru allmiklar
sveiflur milli ára sem jafnast og hverfa upp úr 1940.
Eru það farsóttirnar sem láta hér til sín taka. Þannig
hefur kikhósti og lungnabólgufaraldur áhrif til hækk-
unar á heildarmanndauðann bæði árin 1914 og 1915,
inflúensa (spánska veikin) á árinu 1918, inflúensa,
barnaveiki og taugaveiki á árinu 1921, mislingar, in-
flúensa og mænusótt á árinu 1924 og kikhósti á árinu
1927. Árið 1935 gengur kikhósti aftur (123 dauðsföll)
og mænusótt og á árunum 1937 og 1941 rná enn sjá á
línuritinu greinileg farsóttamerki (inflúensufaraldur)
er gengur bæði þessi ár. Eftir þetta jafnast línuritið og
liggur tvo síðustu áratugina yfirleitt milli 6,6-7,9 dá-
inna miðað við hvert þúsund íbúa.
82 Læknablaðið 2005/91