Læknablaðið - 15.01.2005, Side 86
1975-1 984 / BERKLAVEIKI
TUBERCULOSIS DEATH-RATE PER 100,000 POPULATION.BYAGE ANDSEX,
FOR SELECTED FIVE-YEAR PERIODS- ICELAND 1926-70
0 ZO 40 60 0 20 40 60
AGE IN YEARS
1931-40 en aldrei nema eins eða tveggja tilfella á
ári. En árið 1940 verður hér skyndileg breyting á. 14
sjúklingar eru skráðir með þennan sjúkdóm enda er
hann strax settur í samband við breska setuliðið sem
eins og kunnugt er settist að hér á landi í maímánuði
það ár og voru nokkrir sjúklinganna sem skráðir voru
beint komnir þaðan.
Mynd 14 og tafla 6 sýna berkladauðann samkvæmt
kynjum og aldri og eru 4 fimm ára tímabilin: 1926-30,
1941-45,1951-55 og 1966-70 sýnd þar sérstaklega mið-
að við 100 þús. íbúa.
Þessi fjögur fimm ára tímabil gefa mjög ljósa mynd
af gangi sjúkdómsins í landinu á þessu tímabili. Línu-
ritið fyrir fimm ára tímabilið frá 1926-30 sýnir það
tímabil þegar berkladauðinn var hæstur. Ungbarna-
dauði af völdum berklaveiki er geysilegur, rúmlega
400 miðað við 100 þús. íbúa. Á aldursskeiðinul5-29
ára deyja yfir 300 miðað við 100 þús. íbúa og miklu
fleiri konur en karlar. Á aldursskeiðinu 60-69 deyja
enn hátt á annað hundrað manns úr berklaveiki
miðað við 100 þús. íbúa. Á fimm ára bilinu 1941-45:
Ungbarnadauðinn af völdum berkla hefur lækkað
niður undir 100 miðað við sama mælikvarða. Hæstur
er berkladauðinn hjá konum á aldursskeiðinu 20-
29 ára, 220, og ennþá hár hjá körlum yfir sextugs
aldur, eða 86. Fimm ára tímabilið frá 1951-55 sýnir
gerbreytta mynd. Ungbarnaberkladauðinn er kom-
inn niður fyrir 10, konur eru ennþá fleiri en karlar
og flestar á aldursskeiðinu 30-39 ára og deyja þá 24
miðað við 100 þús. íbúa úr berklum, karlar eru hæstir
á aldursskeiðinu 50-59 ára og miklu hærri en konur,
enda erfiða þeir oft í vosbúð. Síðasta fimm ára tímabilið
sýnir að berkladauði til 30 ára aldurs er nú enginn, 7
konur miðað við 100 þús. íbúa látast á aldursskeiðinu
50-59 ára en 27 karlar um sjötugs aldur. Berkladauðinn
hefur því á síðustu áratugum eigi aðeins lækkað til
muna heldur færst frá hinum ungu yfir til hinna eldri
og ber því sérstaklega að hafa á þeim gát.
Þess ber að geta að eftir að hin sérhæfða lyfjameð-
ferð gegn sjúkdómnum hefst upp úr 1950 breytist eðli-
lega mjög hlutfallið milli skráðra sjúklinga og dáinna
úr berklaveiki. Eftir það er ekki hægt að telja fjölda
dauðsfalla af völdum sjúkdómsins neinn mælikvarða
á útbreiðslu hans né heldur á fjölda berklasjúklinga í
landinu. Sjúklingafjöldinn svo og smitunartíðnin sam-
kvæmt berklaprófum verða eftir þetta öruggastir mæli-
kvarðar á tíðni og útbreiðslu sjúkdómsins í landinu.
En fram til þess tíma að lyfjameðferðin hefst fyrir
alvöru (1952) virðist skráningartölum hinna berkla-
veiku og berkladauðsföllunum yfirleitt bera vel sam-
an (sjá einkum myndir 10 og 14 og töflur 3 og 6).
3. Berklasmitun í landinu samkvœmt berklaprófum
Utbreiðsla berklaveikinnar á íslandi verður eigi rakin
langt aftur í tímann ef styðjast á við berklapróf ein-
göngu, enda ekki tekið að nota það fyrr en á fyrsta
tugi 20. aldar (cutanpróf v. Pirquets 1907, intracutan-
próf Mantoux 1908). Skal hér stuttlega reynt að gera
grein fyrir helstu rannsóknum á þessu sviði sem gerð-
ar hafa verið hér á landi og getið er í heimildum:
Árið 1911 og 1916 var gert Pirquetspróf á börnum
barnaskóla Reykjavíkur. Voru þau á aldrinum 7-14
ára, 322 að tölu og talið að 30,5% þeirra væru jákvæð
(51).
Árið 1913 var gert berklapróf (Pirquet) á 111
skólabörnum í Hafnarfirði, aldur 10-14 ára og 53, eða
47,7%, talin jákvæð (99). Ennfremur um sama leyti á
14 börnum úr Garðahverfi 10-13 ára og voru 5 þeirra
jákvæð, eða 35,7%.
Árið 1919 framkvæmdi héraðslæknirinn á Akur-
Fig. 14.
86 Læknablaðið 2005/91