Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2005, Page 86

Læknablaðið - 15.01.2005, Page 86
1975-1 984 / BERKLAVEIKI TUBERCULOSIS DEATH-RATE PER 100,000 POPULATION.BYAGE ANDSEX, FOR SELECTED FIVE-YEAR PERIODS- ICELAND 1926-70 0 ZO 40 60 0 20 40 60 AGE IN YEARS 1931-40 en aldrei nema eins eða tveggja tilfella á ári. En árið 1940 verður hér skyndileg breyting á. 14 sjúklingar eru skráðir með þennan sjúkdóm enda er hann strax settur í samband við breska setuliðið sem eins og kunnugt er settist að hér á landi í maímánuði það ár og voru nokkrir sjúklinganna sem skráðir voru beint komnir þaðan. Mynd 14 og tafla 6 sýna berkladauðann samkvæmt kynjum og aldri og eru 4 fimm ára tímabilin: 1926-30, 1941-45,1951-55 og 1966-70 sýnd þar sérstaklega mið- að við 100 þús. íbúa. Þessi fjögur fimm ára tímabil gefa mjög ljósa mynd af gangi sjúkdómsins í landinu á þessu tímabili. Línu- ritið fyrir fimm ára tímabilið frá 1926-30 sýnir það tímabil þegar berkladauðinn var hæstur. Ungbarna- dauði af völdum berklaveiki er geysilegur, rúmlega 400 miðað við 100 þús. íbúa. Á aldursskeiðinul5-29 ára deyja yfir 300 miðað við 100 þús. íbúa og miklu fleiri konur en karlar. Á aldursskeiðinu 60-69 deyja enn hátt á annað hundrað manns úr berklaveiki miðað við 100 þús. íbúa. Á fimm ára bilinu 1941-45: Ungbarnadauðinn af völdum berkla hefur lækkað niður undir 100 miðað við sama mælikvarða. Hæstur er berkladauðinn hjá konum á aldursskeiðinu 20- 29 ára, 220, og ennþá hár hjá körlum yfir sextugs aldur, eða 86. Fimm ára tímabilið frá 1951-55 sýnir gerbreytta mynd. Ungbarnaberkladauðinn er kom- inn niður fyrir 10, konur eru ennþá fleiri en karlar og flestar á aldursskeiðinu 30-39 ára og deyja þá 24 miðað við 100 þús. íbúa úr berklum, karlar eru hæstir á aldursskeiðinu 50-59 ára og miklu hærri en konur, enda erfiða þeir oft í vosbúð. Síðasta fimm ára tímabilið sýnir að berkladauði til 30 ára aldurs er nú enginn, 7 konur miðað við 100 þús. íbúa látast á aldursskeiðinu 50-59 ára en 27 karlar um sjötugs aldur. Berkladauðinn hefur því á síðustu áratugum eigi aðeins lækkað til muna heldur færst frá hinum ungu yfir til hinna eldri og ber því sérstaklega að hafa á þeim gát. Þess ber að geta að eftir að hin sérhæfða lyfjameð- ferð gegn sjúkdómnum hefst upp úr 1950 breytist eðli- lega mjög hlutfallið milli skráðra sjúklinga og dáinna úr berklaveiki. Eftir það er ekki hægt að telja fjölda dauðsfalla af völdum sjúkdómsins neinn mælikvarða á útbreiðslu hans né heldur á fjölda berklasjúklinga í landinu. Sjúklingafjöldinn svo og smitunartíðnin sam- kvæmt berklaprófum verða eftir þetta öruggastir mæli- kvarðar á tíðni og útbreiðslu sjúkdómsins í landinu. En fram til þess tíma að lyfjameðferðin hefst fyrir alvöru (1952) virðist skráningartölum hinna berkla- veiku og berkladauðsföllunum yfirleitt bera vel sam- an (sjá einkum myndir 10 og 14 og töflur 3 og 6). 3. Berklasmitun í landinu samkvœmt berklaprófum Utbreiðsla berklaveikinnar á íslandi verður eigi rakin langt aftur í tímann ef styðjast á við berklapróf ein- göngu, enda ekki tekið að nota það fyrr en á fyrsta tugi 20. aldar (cutanpróf v. Pirquets 1907, intracutan- próf Mantoux 1908). Skal hér stuttlega reynt að gera grein fyrir helstu rannsóknum á þessu sviði sem gerð- ar hafa verið hér á landi og getið er í heimildum: Árið 1911 og 1916 var gert Pirquetspróf á börnum barnaskóla Reykjavíkur. Voru þau á aldrinum 7-14 ára, 322 að tölu og talið að 30,5% þeirra væru jákvæð (51). Árið 1913 var gert berklapróf (Pirquet) á 111 skólabörnum í Hafnarfirði, aldur 10-14 ára og 53, eða 47,7%, talin jákvæð (99). Ennfremur um sama leyti á 14 börnum úr Garðahverfi 10-13 ára og voru 5 þeirra jákvæð, eða 35,7%. Árið 1919 framkvæmdi héraðslæknirinn á Akur- Fig. 14. 86 Læknablaðið 2005/91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.