Læknablaðið - 15.01.2005, Síða 90
1 975-1984 / BERKLAVEIKI
33,1% karla og 31,8% kvenna í kauptúnum og kaup-
stöðum smitaðir en 19,7% karla og 17,7% kvenna í
sveitum, á aldursskeiðinu 20-29 ára 74,3% karla og
68,1% kvenna í kauptúnum og kaupstöðum en 46,1%
karla og 35,1% kvenna í sveitum. Á aldursskeiðinu
40-49 ára er smitunin 94,2% hjá körlum í kauptún-
um og kaupstöðum og 85,7% hjá konum en í sveitum
71,8% hjá körlum og 59,1% hjá konum og fer smitun
í sveitum vart hærra en þetta.
Er þessi mismunur á smitun fólks í sveitum ann-
ars vegar og kauptúnum og kaupstöðum hins vegar
því mjög mikill og á aldrinum 10-60 ára svo mikill að
hann er tölfræðilega marktækur.
Athyglisvert er einnig að konur eru yfirleitt síður
smitaðar en karlar. Er þessi mismunur eigi mikill í
kauptúnum og kaupstöðum en mjög áberandi í sveit-
um. Munurinn kemur fyrst verulega í ljós í sveitum
eftir 15 ára aldur en í kaupstöðum um 18-20 ára aldur.
Verður hann naumast skýrður á annan hátt eðlilegri
en þann að vegna starfa sinna utanhúss og ferðalaga
verða karlmenn í meiri hættu fyrir smitun en konur
sem dveljast meira innanhúss og fást við heimilis-
störf. Er þessi mismunur því eðlilega meira áberandi í
sveitum en kaupstöðum. Að þessa smitunarmismun-
ar gætir fyrst eftir 15 ára aldur kemur af því að fram til
þess aldurs lifa stúlkur og drengir yfirleitt við svipuð
skilyrði. Eftir að skólaaldri sleppir koma fram áhrif
þau er atvinnulífið hefur á smitunina.
Til þess að vekja ennfremur athygli á hinum mikla
mismun sem verið gat á berklasmitun hinna ýmsu
sveitahéraða landsins á þessum árum skal hér að
lokum tilfærður sérstaklega árangur berklaprófsins í
Saurbæjarhreppi í Eyjafirði árið 1940 og Hofshreppi
í Austur-Skaftafellssýslu (Öræfasveit) árið 1944 (sjá
mynd 18 og mynd 19). Hinn rnikli mismunur berkla-
smitunar þessara tveggja hreppsfélaga er mjög áber-
90 Læknablaðið 2005/91
Fig. 19.
andi. Annar hreppurinn er mjög einangraður, hinn
í mannmörgu læknishéraði og mikill samgangur við
stóran kaupstað á hérlendan mælikvarða þar sem
berklasmitun var um skeið mikil og útbreidd.
Hér að framan hefur nokkuð verið rætt um tuberk-
ulinpróf í landinu frá fyrstu tíð (þ.e. öðrum og þriðja
áratug 20. aldar) og fram til síðustu ára. Af þessum
rannsóknum má draga nokkrar ályktanir varðandi
berklasmitun og gang sjúkdómsins í landinu.
1. Á aldursskeiðinu 7-13 ára er berklasmitun þeg-
ar á öðrum og þriðja áratug 20. aldarinnar all-
mjög útbreidd.
2. Frá fjórða áratugnum, einkum eftir hann miðj-
an, fer smitunin ört minnkandi í þessum ald-
ursflokkum og er árið 1970 um 1% í 14 ára
aldursflokknum (36). En mælikvarðinn sem
sérfræðinefnd alþjóðaheilbrigðisstofnunarinn-
ar um berklaveiki setti í skýrslu sinni (148) 1959
var einmitt sá að telja beri berklaveiki eigi leng-
ur heilsufarslegt vandamál þjóða þegar berkla-
smitun 14 ára barna nái eigi 1%. Því marki
hefur íslenska þjóðin því eigi fyllilega náð árið
1970 en virðist nálgast það mjög hratt.
3. Tuberkulinrannsóknir sem framkvæmdar voru
á árunum 1940-44 sýndu að berklasmitun var
þá tíðari í körlum en konum. Þessi mismunur
á smitun kynjanna kom fyrst í ljós um og eftir
15 ára aldur og var meira áberandi í dreifbýlum
sveitahéruðum en í kauptúnum og kaupstöð-
um.
4. Mikill munur var á berklasmitun einstakra
héraða landsins. Fór slíkt aðallega eftir legu
þeirra, hvort þau voru einangruð eða á miklu
samgöngusvæði. Var smitunin áberandi meiri í
kaupstöðum og kauptúnum landsins en í sveita-
héruðum þess.