Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2005, Síða 92

Læknablaðið - 15.01.2005, Síða 92
1975-1 984 / BERKLAVEIKI vera hans þar meðal annars til þess að fyrirhugað var að hefja samstarf milli þessarar stofnunar og ís- lenskra heilbrigðisyflrvalda um framkvæmd víðtækra berklarannsókna hérlendis, einkum tuberkulinprófa meðal BCG bólusettra og ekki bólusettra barna og unglinga og gera samanburð á berklasýkingartíðni þessara hópa. Vegna þessarar ráðagerðar var efnt til stofnunar allsherjarspjaldskrár allra landsmanna og henni kom- ið á fót við Hagstofu íslands. Greiddu þessir aðilar sameiginlega 17% stofnkostnaðar spjaldskrárinnar (61,32,103). En löngu áður en spjaldskránni var lokið var hins vegar horfið frá þessum samrannsóknum bæði vegna hins ört lækkandi berkladauða og berklasmitunar hér á landinu og einnig af breyttum aðstæðum berkla- rannsóknastofnunarinnar í Kaupmannahöfn. Við nánari kynni af framkvæmd berklabólusetn- ingarinnar í Evrópulöndum um þessar mundir vakn- aði ennfremur hjá berklayfirlækni mikill efi á því hvort almenn berklabólusetning hér á landi væri jafn- réttlætanleg og í öðrum Evrópulöndum þar sem styrj- öldin hafði geysað. Til þess efa lágu eftirtaldar ástæður: 1) Öruggt var talið að bólusetningin ylli aðeins takmörkuðu (relativ) ónæmi um nokkurra eða allt að þriggja ára skeið og væri því á þeim tíma tæpast hætta á primær eða post-primær berklaveiki hjá nýsmituðu fólki. 2) Við bólusetninguna varð hinn bólusetti jákvæður við berklapróf og var talið að það ástand héldist lengur en nægilegt mótefni til að varna sýkingu. 3) Það er staðreynd að berklabólusetningin hefur öðru hvoru í för með sér fylgikvilla sem baka hinum bólusetta óþægindum, að minnsta kosti um nokkurt skeið (ígerð, eitlabólga o. fl.), en örsjaldan mun hún þó hafa orsakað alvarlegan sjúkdóm. 4) Með bólusetningunni eyðileggst gildi berklaprófsins til sjúkdómsgreiningar þar sem hinn neikvæði sem er berklabólusettur verð- ur jákvæður eða með vafasama svörun eftir bólusetn- inguna og helst það ástand lengur en vissa um ónæmi sem áður greinir. Er hér var komið málum var ástandið hér á landi orðið talsvert frábrugðið því sem var í Mið-Evrópu- löndunum um þetta leyti. Berklasmitun hér á landi samkvæmt berklaprófi á börnum á barnaskólaaldri hafði á síðustu 15 árum lækkað mjög mikið og ört og nýskráðum berklasjúklingum fækkað stórlega. Svo virtist sem berklarannsóknirnar hér og aðrir þættir berklavarna hefðu borið mikinn árangur. Með árleg- um berklaprófum á skólabörnum til 13 ára aldurs og með heildarrannsóknum í mjög smituðum héruðum hafði nær því alltaf verið hægt að rekja sig að smit- unaruppsprettum og koma sjúklingum í viðeigandi meðferð. Þessar staðreyndir ollu því að sá er þetta ritar lagði til við samstarfsmenn sína mikla takmörkun á notkun berklabólusetningar hér á landi. Seint á árinu 1949 og eftir að hann hafði á ný á næsta ári starfað um nokkurra vikna skeið á berklarannsóknarstöð Who í Höfn tók hann þá ákvörðun að hætta hinni al- mennu berklabólusetningu (114) en berklabólusetja aðeins ákveðna hópa fólks er væru sérstaklega í smit- unarhættu. Frá árinu 1950 voru þessi hópar sem hér greinir: 1. Fólk sem er ósmitað berklaveiki en dvelst eða býr í næsta umhverfi við sjúklinga með smitandi berklaveiki. 2. Lækna- og hjúkrunarnemar og starfsfólk er stundar sjúklinga eða annast berklarannsóknir. 3. Stúdentar og annað námsfólk sem gerir ráð fyr- ir að stunda nám við erlendar stofnanir þar sem berklasmitun er tíð. 4. Allir sem óska eftir að verða bólusettir. Hefur þessari áætlun yfirleitt verið fylgt síðan. Alls munu um 13.900 manns hafa verið BCG bólu- settir á öllu landinu á tímabilinu frá 1945-70. Af þess- um fjölda var um það bil helmingurinn, eða um 6900, bólusettir á árunum 1945-50. Flestir þeirra voru fædd- ir á árunum 1929-36. Náði árleg bólusetning mest til 15% fæddra á þessu átta ára tímabili. Á tímabilinu frá 1951-70 hafa um 7000 manns ver- ið bólusettir. Er það um 350 manns að meðaltali á ári og úr mjög mismunandi aldursfiokkum. Getur BCG bólusetningin notuð við svo fáa því vart talist hafa haft staðtölulegt gildi til breytinga á gangi sjúkdómsins í landinu. Ekki er sennilegt að fyrst um sinn verði breyt- ing á notkun BCG bólusetningar hér á landi frá því sem lýst hefur verið hér að framan. Á undanförnum árum hefur hins vegar aukist notkun hinna sérhæfðu berklalyfja í varnarskyni gegn sjúkdómnum þar sem þess hefur verið talin þörf og gefist vel. Má telja senni- legt að slíkri notkun verði að einhverju leyti haldið áfram. Ef svo heldur áfram sem nú horfir er ljóst að inn- an fárra ára hefur langmestur hluti þjóðarinnar ekki tekið berklasmit. Ef hagur hennar skyldi skyndilega breytast á þann hátt að líkur yrðu á aukinni berkla- smitun í landinu sem eigi yrði heft með notkun lyfja er auðvelt að grípa til berklabólusetningarinnar á ný og bólusetja ákveðna aldurshópa, stéttir, svæðishópa eða þjóðina alla. Með æfðu starfsliði væri slíkt aðeins fárra mánaða vinna. Á sl. 25 árum hefur BCG bólusetningin tekið ýms- um breytingum og er nú nokkuð meira vitað um verk- anir hennar en áður var. Framleiðsla bóluefnisins er nú miklu öruggari en fyrr því miklar styrkleikasveifl- ur voru þá tíðar í bóluefninu. Eftir að framleiðsla á þurru bóluefni var hafin má varðveita það lengur án þess að virkni þess breytist eða þverri. Þá hefur reynsla fengist fyrir því að bólusetja má gegn berklaveiki samtímis ýmsum öðrum sjúkdóntum, 92 Læknablaðid 2005/91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.