Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2005, Qupperneq 95

Læknablaðið - 15.01.2005, Qupperneq 95
1975-1984 / BERKLAVEIKI DEATH RATES FROM TUBERCULOSIS ALL FORMS PER 100.000 POPULATION, YEAR 1970, IN EUROPEAN COUNTRIES. RATES FROM 1969 PER IOOOUU POPULATION Fig. 20. En þrátt fyrir allan þennan góða árangur tel ég mér enn sem fyrr skylt að bera fram varnaðarorð. Smitun- ar- og sýkingarhætta er enn fyrir hendi. Hún þarf ekki að minnka að sama skapi sem sýkingaruppsprettum fækkar því að jöfnum höndum eykst þá fjöldi þeirra sem næmir eru fyrir veikinni. Hver uppspretta get- ur því valdið margföldum usla á við það sem áður var. Andvaraleysi í berklavörnum þjóðarinnar gæti því haft hinar alvarlegustu afleiðingar. Höfuni ávallt hugfast að berklaveikinni hefur ekki verið að fullu út- rýmt meðan einstaklingar eru til í landinu sem smitast hafa af berklaveiki" (88). í dag, 12 árum síðar, eru orð þessi í fullu gildi. í Evrópu, einkum norðan- og vestanverðri, svo og í Norður-Ameríku hefur meira eða minna skipulögð barátta gegn berklaveiki verið háð hartnær í eina öld og borið mikinn árangur, einkurn á síðustu áratugum. Má þannig telja að í dag sé útbreiðsla og tíðni sjúk- dómsins hvergi minni en í þessum löndum. I öðru lagi koma svo lönd í suður- og austurhluta Evrópu svo og Austurlönd nær og önnur arabaríki ásamt ýmsum öðrum löndum heims. A mynd 20 má sjá dánartölur af völdum berklaveiki (allar tegundir) í Evrópulöndum miðað við 100 þús. íbúa árið 1970 (146). Þó að berkladauðinn sé eigi lengur beinn mæli- kvarði á útbreiðslu sjúkdómsins, heldur miklu fremur á meðferð hans, má af myndinni ráða að útbreiðsla veikinnar í Suður- og Austur-Evrópulöndum hlýtur að vera allveruleg og sums staðar mikil. I þriðja lagi er þó ástandið tvímælalaust langverst hjá þróunarþjóðum Asíu og Afríku þar sem sjúkdóm- urinn hefur náð geysilegri útbreiðslu á vissum land- svæðum og jafnvel í heilum löndum. Má þannig í stórum dráttum greina þrjú mismun- andi útbreiðslustig sjúkdómsins í heiminum. Á árinu 1964 taldi sérfræðinganefnd Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar um berklaveiki að sjúkdómur- inn væri mikilsverðasti smitsjúkdómur veraldar (149). Árið 1974 áætlar sama nefnd að um 15-20 milljónir manna séu með smitandi berklaveiki í heiminum og að á sumum svæðum þróunarlandanna sé árleg tíðni sjúkdómsins, þ. e. nýir sjúklingar, 200-350 miðað við 100 þús. íbúa. Á slíkum stöðum ntá gera ráð fyrir að heildarfjöldi smitandi sjúklinga sé tvöfalt hærri, þ. e. um 400-700 miðað við 100 þús. íbúa (150). Eftirtektarvert er að meðal þeirra þjóða sem best eru á vegi staddar í þessu efni, þ. e. Norður- og Vestur- Evrópa svo og U.S.A. og Kanada, telja ýmsir ábyrgir aðilar að sjúkdómnum hafi verið útrýmt og láta hafa slíkt eftir sér í áhrifamiklum fjölmiðlum. Hér á landi hefur þessa því miður einnig orðið vart. Er hér um mikinn misskilning að ræða. Það mun taka marga ára- tugi og jafnvel mannsaldra að útrýma berklaveikinni. Þó að þjóðir komist á það stig að sjúkdómurinn teljist eigi lengur heilsufarslegt vandamál, eins og t. d. er nú að verða hér á landi, getur verið enn langt í útrým- ingu hans. Með þeirn tíðu og miklu flugsamgöngum sem nú eru um allan heim má telja víst að sjúkdómurinn ber- ist land úr landi. Hvert eitt land og þá sérstaklega þau sem lengst hafa náð í að losa sig við hann verða að vera við því búin að taka á móti nýrri smitun frá nýj- urn sjúklingum sem dvalist hafa erlendis, smitast þar og sýkst. Útrýming smitandi sjúkdóma sem berkla- veiki tekst því aldrei til fulls fyrr en allar þjóðir heims leggjast á eitt um að framkvæma hana. Þeirrar stund- ar að slíkt takist getur orðið langt að bíða en að sjálf- sögðu ber að setja sér slíkt stefnumark. Það er því nauðsynlegt að til sé áætlun um útrým- ingu sjúkdómsins, enda hefur undanfarin ár verið unnið á þann hátt á meðal flestra menningarþjóða. Slík áætlun verður að vera í stöðugri endurskoðun Læknablaðið 2005/91 95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.