Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2005, Side 107

Læknablaðið - 15.01.2005, Side 107
1985-1994 / ÁHÆTTUÞÆTTIR KRANSÆÐASJÚKDÓMA Áhættuþættir kransæðasjúkdóms meðal karla og kvenna á Islandi Niðurstöður úr hóprannsókn Hjartaverndar 1967-1985 Læknablaðið 1992; 78: 267-76 Guðmundur Þorgeirsson 1946 Davíð Davíðsson 1922 Helgi Sigvaldason 1931 Nikulás Sigfússon 1929 Ágrip Samband hinna ýmsu áhættuþátta og dánartíðni úr kransæðasjúkdómi var kannað í úrtaki 8001 karls og 8468 kvenna sem hafa komið að minnsta kosti einu sinni til skoðunar í framskyggndri hóprannsókn Hjartaverndar. Karlarnir voru á aldrinum 34-74 ára og konurnar 34-76 ára við fyrstu heimsókn í Hjartavernd. í ár- slok 1985 hafði þessum hópi fólks verið fylgt í tvö til 17 ár. Þá höfðu 1140 (14,2%) karlmannanna og 537 (6,3%) kvennanna látist. Tíðni dánarorsaka var mjög ólík meðal kynjanna. Þannig stöfuðu 43% dauðsfalla karla af kransæðasjúkdómi, 27% af illkynja sjúk- dómum og 7% af heilablóðfalli. Illkynja sjúkdómar voru algengasta dánarorsök kvenna (42,3%), krans- æðasjúkdómar var orsök 19,4% dauðsfalla og 6,9% stöfuðu af heilablóðfalli. Sjálfstætt vægi hinna ýmsu áhættuþátta var metið með tölfræðilegri fjölþáttagreiningu Cox. Aldur, kól- esteról og þríglýseríðar í sermi, reykingar og blóð- þrýstingur (slagbil) voru tölfræðilega marktæk sem sjálfstæðir áhættuþættir kransæðadauða beggja kynja. Fastandi blóðsykur var marktækur áhættuþáttur með- al karla en ekki meðal kvenna. Hins vegar voru hvorki hlutfall líkamsþunga eða líkamshæðar, né fyrri saga um reykingar sjálfstæðir áhættuþættir kransæðadauða. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að helstu áhættuþættir kransæðasjúkdóms séu nán- ast hinir sömu meðal íslenskra karla og kvenna. Hins vegar eru dánarlíkur kvenna úr kransæðasjúkdómi næstum fimmfalt lægri en dánarlíkur karla og er því viðbótarhætta sem tengist hverjum áhættuþætti mun lægri meðal kvenna en karla. Inngangur Á undangengnum árum og áratugum hefur náðst slíkur árangur í faraldsfræðilegum rannsóknum á hjarta- og æðasj úkdómum, að nokkur vitneskj a um helstu áhættu- þætti sjúkdóma er orðin hluti af almennri þekkingu upplýsts fólks. Margt er þó enn óljóst og um sumt ríkir ágreiningur. Þannig hefur styrkur háþéttni-fitu-prótín- kólesteróls (HDL) í sermi reynst jákvæður áhættu- þáttur (verndandi þáttur) í Framingham-rannsókninni (1), Tromsö-rannsókninni (2) og víðar, en skiptir ekki máli sem sjálfstæður þáttur í British Regional Heart Study (3). Miklu minni og óöruggari vitneskja liggur fyrir um áhættuþættina meðal kvenna en karla og sum- ar rannsóknir hafa jafnvel bent til þess að áhættuþætt- ir kransæðasjúkdóms séu alls ekki hinir sömu meðal kynjanna (4). Loks hafa rannsóknir á mismunandi stöðum í heiminum sýnt mikinn svæðisbundinn breyti- leika, jafnvel hvað hina öflugustu áhættuþætti snertir. Þekkt dæmi um reykingar, sem í Japan og í fleiri Asíu- löndum vega ekki þungt sem áhættuþáttur kransæða- sjúkdóms (5), þótt þær séu helsta orsök lungnakrabba- meins og langvinnra lungnasjúkdóma. Rannsóknir í Afríku benda til þess að háþrýstingur sé þar mikil- væg orsök hjartabilunar og heilablóðfalla, en sé ekki áhættuþáttur kransæðaþrengsla (6). Þótt fyrirfram sé líklegt að sömu áhættuþættir skipti máli á íslandi og á hinum Norðurlöndunum er ekki óhætt að fullyrða um það að óathuguðu máli. Á íslandi verður því ekki komist hjá að spyrja spurning- arinnar: Hverjir eru áhættuþættir kransæðasjúkdóms með íslenskri þjóð? Einn megintilgangur hóprannsóknar Hjartavernd- ar frá upphafi hefur verið að kanna áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma á íslandi. í þessari grein verð- ur greint frá niðurstöðum úr athugunum á 8001 karl- manni og 8468 konum sem fylgt hefur verið eftir í tvö til 17 ár. Gefst þannig tækifæri til að bera saman vægi hinna helstu áhrifaþátta meðal kynjanna. Aðferðir og þýði Rannsókn Hjartaverndar er ferilrannsókn, sem hófst haustið 1967 og er enn í gangi. Nákvæm greinargerð um skipulag rannsóknarinnar, val úrtaks, þátttöku og framkvæmd hefur þegar verið birt í skýrslum Hjarta- verndar (7, 8). í stuttu máli var boðið til rannsóknar- innar öllum körlum sem samkvæmt þjóðskrá 1. des- ember 1966 áttu lögheimili á höfuðborgarsvæðinu og fæddir voru árin 1907, T0, 12, 14, 16, 17, 18, 19, ’20, ’21, ’22, ’24, ’26, ’28, ’31 og ’34. Konurnar sem boðin var þátttaka voru fæddar ári síðar, þ.e. 1908, 1911 o.s.frv. Rannsóknin hefur verið framkvæmd í nokkrum áföngum (mynd 1). Bæði karla- og kvenna- hópnum var skipt eftir fæðingardögum og í fyrsta áfanganum var boðið þeim sem fæddir voru 1., 4., 7., ...28. til 31. hvers mánaðar (B-hópur). Þegar fyrsta áfanga karlarannsóknarinnar var Iokið í árslok 1968 tók við fyrsti áfangi kvennarann- Læknablaðið 2005/91 107
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.