Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2005, Page 112

Læknablaðið - 15.01.2005, Page 112
1985-1994 / ÁHÆTTUÞÆTTIR KRANSÆÐASJÚKDÓMA hinn bóginn hafa þær verið heldur eldri þegar þær hafa komið til athugunar, sem gæti verkað í gagnstæða átt og dregið úr kynjamuninum. 2. Hlutfallslegt mikilvægi kransæðasjúkdóms sem dánarorsakar er miklu meira meðal karla en kvenna. A þeim aldri, sem rannsóknin tekur til, er kransæðasjúkdómur langalgengasta dán- arorsök karla jafnvel þótt öll krabbamein séu flokkuð saman. Hið gagnstæða er uppi á ten- ingnum meðal kvennanna. Illkynja æxli, tekin sem einn sjúkdómur, vega þar langþyngst og kransæðasjúkdómur veldur innan við fimmt- ungi dauðsfallanna (mynd 2). 3. Þótt flestir hinir sömu áhættuþættir stuðli að kransæðadauða meðal karla og kvenna er inn- byrðis vægi einstakra áhættuþátta mismunandi eins og nánar verður fjallað um hér að neðan. Áhœttuþœttir kransœðasjúkdóms: Með því að beita tölfræðilegri fjölþáttagreiningu Cox, er reynt að meta sjálfstætt framlag einstakra áhættuþátta til kransæða- sjúkdómsins. Aðferðin tekur bæði tillit til þess að þættirnir eru margir og hugsanlega samverkandi, og einnig til verkunartímans. Hið síðarnefnda er mjög mikilvægt í langtímarannsókn eins og þessari, þar sem þátttakendur koma inn í rannsóknina á mismun- andi tímum og er því fylgt eftir mislengi. I stuttu máli má draga saman helstu niðurstöður um áhættuþætti kransæðasjúkdóms á íslandi á þann hátt, að þeir séu hinir sömu og fundist hafa í fjölmörg- um faraldsfræðilegum rannsóknum í N-Ameríku, V- Evrópu og Norðurlöndum (12-15). Aldur, kólesteról í blóði, reykingar og blóðþrýst- ingur í slagbili eru allt marktækir áhættuþættir með báðum kynjum. Að auki höfðu þríglýseríðar í blóði sjálfstætt vægi meðal kvenna og fastandi blóðsykur meðal karla. Hins vegar hafði ofþungi, metinn sem þyngdarstuðull, ekki sjálfstætt vægi, ekki heldur blóð- þrýstingur í hlébili þegar tekið hafði verið tillit til blóð- þrýstings í slagbili. í fiestum tilvikum reyndust sömu áhættuþættir vera tölfræðilega marktækir hjá báðum kynjum. Þó var munur á vægi hinna veikari áhættu- þátta, fastandi blóðsykurs og þríglýseríða. Þessir þættir eru innbyrðis tengdir og voru báðir á mörkum tölfræðilegrar marktektar. Meðal karla vó fastandi blóðsykur þyngra og ýtti þríglýseríðum af lista hinna marktæku áhættuþátta. Hið gagnstæða var uppi á teningnum hjá konum; þríglýseríðar komust á lista hinna marktæku efnisþátta en fastandi blóðsykur féll út. Kólesteról: Fjölmargar faraldsfræðilegar rannsóknir víða um heim hafa sýnt mikilvægi kólesteróls sem áhættuþáttar kransæðasjúkdóms meðal karla (12- 15). Er sérstök ástæða til að minna á sjö landa rann- sóknina, sem sýndi meðal annars hversu vægi margra áhættuþátta er mismunandi í mismunandi löndum, en alls staðar skipti kólesteról sköpum (16). Rannsókn- ir á meinþróun æðakölkunar í margvíslegum dýratil- raunum hafa rennt enn frekari stoðum undir lykil- hlutverk kólesteróls í meinþróun sjúkdómsins (17) sem og árangur af kólesteróllækkandi meðferð á allra síðustu árum (18, 19). Gagnstætt þessari samstöðu sem ríkt hefur um hlutverk kólesteróls meðal karla, hafa niðurstöður um mikilvægi þess meðal kvenna verið misvísandi og reyndar af skornum skammti eins og fyrr er getið. Sérstaklega ber að geta rannsóknar Bengtson og samstarfsmanna í Gautaborg sem ný- lega var gerð ýtarleg skil á hér í Læknablaðinu (4). í athugun þeirra á 1462 konum reyndist kólesteról ekki vera sjálfstæður áhættuþáttur kransæðaáfalla. Hins vegar höfðu þríglýseríðar sjálfstætt gildi. Niðurstöð- ur okkar eru að því leyti frábrugðnar að kólesteról er ótvírætt sjálfstæður áhættuþáttur meðal íslenskra kvenna. Eins og fram kemur á mynd 4 er hins vegar greinilegt, að sú áhætta sem fylgir kólesterólaukning- unni, er miklu minni meðal kvenna en karla og kall- ar á allt önnur viðbrögð. Sennilega er það fjölmenni hinnar íslensku rannsóknar með hálft níunda þúsund þátttakenda sem gerir okkur kleift að greina áhrif sem ekki eru öflugri en þetta. Svipaðar niðurstöður hafa nýlega verið kynntar úr ýmsum öðrum rann- sóknum (20,21). Þríglýseríðar: í þessari rannsókn reyndust þríglýs- eríðar hafa sjálfstætt vægi sem áhættuþáttur meðal beggja kynja. Að þessu leyti ber niðurstöðum saman við niðurstöður rannsókna í Gautaborg sem fyrr er vísað til (4). Töluverður ágreiningur hefur ríkt um vægi þríglýseríða (22, 23). Samband þeirra við aðra áhættuþætti er margháttað og flókið, til dæmis við lík- amsþunga, sykurþol og blóðþrýsting og miklu minna er vitað um hlutverk þeirra í meinþróun æðakölkunar heldur en hlutverk kólesteróls. Nokkuð dregur það úr gildi niðurstaðna okkar, að ekki er unnt að meta þátt HDL-kólesteróls í afdrifum þátttakenda í rann- sókninni. Þar sem öfugt samband ríkir oft milli þrí- glýseríða og HDL-kólesteróls gætu hækkandi þríglýs- eríðar einfaldlega verið óbeinn mælikvarði á lækkandi HDL-kólesteról, en ekki skipt máli sem sjálfstæður áhættuþáttur. Á móti því mælir athugun á hlutverki apo-lípóprótína í hluta þess rannsóknahóps sem hér er fjallað um (hópur D) (24). I þeim hópi reyndust þríglýseríðar sem og kólesteról hafa sjálfstætt vægi þótt tekið væri tillit til bæði apo-A (mælikvarði á HDL-kólesteról) og apo-B lípóprótína (mælikvarði á lágþéttni-fitu-prótín-kólesteról (LDL)). Eftir að hafa velt fyrir sér sambærilegum atriðum árum saman, hafa forsvarsmenn Framinghamrannsóknarinnar ný- lega komist að þeirri niðurstöðu að þríglýseríðar hafa sjálfstætt vægi sem áhættuþáttur kransæðasjúkdóms (23). 112 Læknablaðið 2005/91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.