Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2005, Síða 113

Læknablaðið - 15.01.2005, Síða 113
1985-1994 / ÁHÆTTUÞÆTTIR KRANSÆÐASJÚKDÓMA Reykingar: Á íslandi eru reykingar mjög veigamik- ill áhættuþáttur kransæðadauða hjá báðum kynjum. Samband er milli skammts og áhrifa þannig að því meira sem reykt er, þeim mun meiri verða áhrif á dán- arlíkur. Tvennt vekur sérstaklega athygli þegar gögn- in um reykingar eru skoðuð. I fyrsta lagi hve gífurlega sterkur áhættuþáttur miklar reykingar (>25 sígarett- ur á dag) eru meðal kvenna. Meira en sjöföld áhættu- aukning stórreykingakvenna, miðað við þær sem aldrei hafa reykt, þýðir nánast, að stórreykingakon- ur einoka kransæðasjúkdóm sem dánarorsök í þeim aldursflokki sem hér er til umfjöllunar. Hitt atriðið sem athygli vekur eru áhrif vindla- og pípureykinga á afdrif karla. f erlendum rannsóknum hefur þessu atriði ekki verið gerð nein veruleg skil (5), en með- al íslenskra karla hefur það litlu minni áhrif á dánar- líkur úr kransæðasjúkdómi að reykja pípu eða vindla heldur en einn pakka af sígarettum á dag. Pessu er öfugt farið þegar litið er á dánarlíkur úr krabbameini. Par vega sígarettureykingar mun þyngra en pípu- eða vindlareykingar. Loks skal á það bent að fyrri saga um reykingar nær tæpast máli sem tölfræðilega marktækur áhættu- þáttur kransæðadauða. í þessum hópi fólks er mjög fjölbreytileg neysla og sumir hafa ef til vill verið ný- hættir að reykja þegar þeir komu til Hjartaverndar. í heildina er áhættuaukning þessa hóps samt lítil, og er það í samræmi við erlendar rannsóknir (5,25) sem benda til þess að hætta á kransæðaáföllum lækki hratt eftir að fólk hætti að reykja. Ef til vill er það vegna þess að mikilvægustu áhrif reykinganna eru að stuðla að stíflumyndun fremur en æðakölkun, og þau áhrif dvína fljótt eftir að reykingum er hætt. Háþrýstingur. Eins og fram hefur komið í ýmsum erlendum rannsóknum (26, 27) vó blóðþrýstingur í slagbili þyngra sem áhættuþáttur kransæðadauðs- falla í þessari rannsókn heldur en blóðþrýstingur í hlébili, þótt báðar mælingar hafa forspárgildi og náin fylgni hafi verið á milli þeirra innbyrðis. Petta fyrir- bæri hefur verið mönnum nokkur ráðgáta þar eð nán- ast allar rannsóknir sem sýnt hafa mikilvægi þess að meðhöndla svæsinn og meðalsvæsinn háþrýsting hafa snúist um hlébilsþrýstinginn. Sú tilgáta hefur verið sett fram að hár hlébilsþrýstingur valdi einkum tjóni á smærri æðum og stuðli því fyrst og fremst að nýrna- skemmdum og heilablóðföllum en hár slagbilsþrýst- ingur kyndi undir skemmdum á stærri slagæðum og flýti þannig æðakölkun (28). Athygli vekur að taka háþrýstingslyfja reyndist sjálfstæður áhættuþáttur kransæðadauða. Engin ástæða er til að ætla að lyfin sjálf séu þar sökudólgar heldur séu þau vísbending um að viðkomandi ein- staklingur hafi sjúkdóminn háþrýsting. Enn fremur að meðferðin hafi ekki nægt til að upphefja áhætt- una sem háþrýstingnum fylgir, að minnsta kosti hvað snertir kransæðadauðsföll. Þetta er í samræmi við fjölmargar aðrar rannsóknir, bæði faraldsfræðilegar, sem og rannsóknir á árangri meðferðar við háþrýst- ingi (28, 29). Enn sem komið er virðist árangur með- ferðarinnar einkum skila sér í lækkaðri tíðni heila- blóðfalla, nýrnabilunar og hjartabilunar af völdum háþrýstings. Ekki er ljóst hverju þessi vonbrigði með kransæðasjúkdóminn sæta. Bent hefur verið á óhag- stæð áhrif hinna algengustu blóðþrýstingslækkandi lyfja á blóðfitur og kalíum í blóði og að meðferðin beinist ekki að þeirri tegund blóðþrýstingshækkunar, slagbilshækkuninni, sem mestum skaða valdi í krans- æðakerfinu, samanber það sem að framan er sagt (28). Hér eru greinilega ekki öll kurl komin til grafar og frekari rannsókna er þörf. Samspil áhœttuþátta: Eins mikilvægt og það er að greina og skilgreina sjálfstæða áhættuþætti kransæða- sjúkdóms, er ekki síður mikilvægt að kanna hvernig áhættuþættir vinna saman. Mynd 5 sýnir glöggt sam- verkun reykinga og kólesteróls. Peir sem bæði reykja og eru í hæsta kólesterólflokknum búa við langmesta áhættu. Reykingarnar skipta miklu minna máli með- al þeirra sem hafa lágt kólesteról en hátt. Á sama hátt eru áhrif kólesteróls miklu meiri meðal reyk- ingamanna en þeirra sem aldrei hafa reykt. Svipað- ar niðurstöður hafa fengist úr fjölmörgum erlendum rannsóknum og nægir að vísa til Framingham (12) og Multiple Risk Factor Intervention Trial (MRFIT) (13). Sem dæmi um samverkun áhættuþátta má nefna að það að vera karl er áhættuþáttur í sjálfu sér og magnar áhrif kólesterólsins. Þegar fleiri áhættuþættir koma saman verða áhrifin enn greinilegri. Heimildir 1. Castelli WP, Doyle JT, Gordon T. HDL cholesterol and other lipids in coronary heart disease. Circulation 1977;55:767-72. 2. Miller NE, Förde OH, Thelle DS, Mjös OD. The Tromsö Heart Study. High density lipoprotein and coronary heart disease: a prospective case-control study. Lancet 1977; i: 965-8. 3. Procock SJ, Shaper AG, Philips AN, Walker M, Whitehead TP. High density lipoprotein cholesterol is not a major risk factor for ischemic heart disease in British men. BMJ 1986; 292:515-9. 4. Sigurðsson JA, Bengtsson C. Eru blóðfitur áhættuþáttur hjá konum? Samantekt úr þversniðs- og langtímaferilrannsóknum á konum í Gautaborg. Læknablaðið 1990; 76:303-6. 5. Kannel WB. Update on the role of cigarette smoking in coronary artery disease. Am Heart J 1981; 101:319-28. 6. Roberts WC. Atherosclerotic risk factors - Are there ten or is there only one? AM J Cardiol 1989; 64: 552-4. 7. Björnsson OJ, Davíðsson D, Ólafsson Ó, Sigfússon N, Thor- steinsson Th. Health survey in the Reykjavík area - Men. Sat- eges I-III, 1967-1968, 1970-1971 and 1974-1976. Participants, invitations, responces etc. Reykjavík: Rannsóknarstöð Hjarta- verndar, 1979. 8. Björnsson G, Björnsson OJ. Davíðsson D, Kristjánsson BTh, Sig- fússon N. Health survey in the Reykjaví area - Women. Stages I- III, 1968-1969,1971-1972 and 1976-1978. Participants, invitation responce etc. Reykjavík, rannsóknarstöð Hjartaverndar, 1982. 9. Rose G. Smoking Questionnaires for Health Surveys Conducted by London School of Hygene and Tropical Medicine and Guy’s Hospital. London, 1966. 10. Björnsson OJ, Davíðsson D, Ólafsson Ó, Sigfússon N, Thor- steinsson Th. Survey of Serum Lipid Levels in Icelandic Men aged 34-61 Years. An epidemilogical and statistical evulation. Acta Med Scand 1977; Suppl: 616. Læknablaðið 2005/91 113
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.