Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2005, Page 7

Læknablaðið - 15.11.2005, Page 7
RITSTJÓRNARGREINAR Kynferðisofbeldi Bætt menntun - betri viðbrögð Ný bók Gerðar Kristnýjar og Thelmu Ásdísardótt- ur Myndin af pabba - Saga Thelmu hefur vakið mikla umræðu undanfarið. Þar er með yfirveg- uðum og hreinskilnum hætti skráð frásögn af grimmilegu kynferðisofbeldi sem fimm barnungar systur voru beittar af föður sínum og öðrum barna- níðingum á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Bókin lýsir jafnframt á nærfærinn hátt því margslungna og flókna tilfinningalífi sem tengir barn við ofbeldishneigðan föður og einnig því hvernig meðvirk fjölskylda sem þannig er stödd keppist stöðugt við að leyna raunverulegu ástandi á heimilinu. Hneyksiun og vantrú hefur einkennt viðbrögð fólks en einnig undrun yfir því að þessum litlu stúlkum skyldi ekki vera komið til hjálpar, að samfélagið hafi brugðist þeim. Kynferðisbrot hafa löngum verið dulin afbrot sem hafa verið hjúpuð þögn. Á síðustu tveimur áratugum hefur þó almenn umræða aukist í kjölfar rannsókna og vaxandi þekkingar á alvarlegum heilsufarslegum afleiðingum kynferðislegs ofbeldis. En hversu algengt er slíkt ofbeldi hér á landi og á hverjum bitnar það? Erlendar kannanir gefa misjafnar vís- bendingar en flestar sýna meira ofbeldi en búist er við. Fáar kannanir hafa verið gerðar hér á landi en finnast þó og tölur þaðan og frá stofnunum og samtökum sem sinna kynbundnu ofbeldi gefa vís- bendingar. Hrefna Olafsdóttir félagsráðgjafi hefur unnið að könnun á líðni kynferðislegrar misnotkun- ar frá árinu 1999. Hún sendi spurningalista til slembiúrtaks fólks 1500 einstaklinga 18-60 ára og svaraði helmingur. Alls höfðu 17% svarenda ver- ið misnotuð fyrir 18 ára aldur, 80% voru konur og 20% karlar. Þetta voru 23% allra kvenna sem svöruðu og 8% karla sem svarar til að fimmta hver stúlka sé misnotuð fyrir 18 ára aldur og tíundi hver drengur. Þessi tíðni er mun hærri en á hinum Norðurlöndunum. Almennt er talið að kynferðis- ofbeldi og misnotkun sé vanskráð og kom fram að 60% þolenda sögðu ekki frá misnotkuninni þegar hún átti sér stað en 88% höfðu sagt frá henni þegar könnunin var gerð. Misnotkunin var gróf eða mjög gróf í 67% tilfella sem þýddi kynferðislega snertingu og þátttöku í kynmökum. Fjórðungur þolenda var sex ára eða yngri þegar misnotkun hófst og þriðjungur var 7-10 ára. Meirihluti var því undir tíu ára aldri og misnotkun stúlkna hófst fyrr. I 54% tilvika voru börn misnotuð oftar en einu sinni og lengur en eitt ár í rúmum helmingi tilvika og flestir gerendur voru karlar er tengdust fjöl- skyldu barnsins. Aðeins var kært í fjórum tilvikum af 122 en enginn gerenda var dæmdur fyrir brot sín né fengu þolendur bætur. Stígamót voru stofnuð af fjölmörgum kvenna- samtökum, einstaklingum og sjálfboðaliðahópum og hafa starfað í 15 ár. Á þeim tíma hafa 3804 konur leitað þangað vegna kynferðisofbeldis eða 2,6% kvenna á íslandi. Þetta eru fyrst og fremst fullorðn- ar konur á höfuðborgarsvæðinu sem margar leita stuðnings vegna ofbeldis sem löngu er liðið. Á árinu 2004 voru 86% á aldrinum 19-49 ára en helmingur allra kvenna sem komu var yngri en 10 ára þegar of- beldið hófst. Þessar tölur leiða hugann að vanskrán- ingu kynferðisofbeldis sem áður er getið og hlul- skiptis þeirra kvenna sem búa utan höfuðborgar- svæðisins. Einungis um 6% skjólstæðinga Stígamóta kæra ofbeldið enda eru margir þolendur sifjaspella sem leita þangað meira en 30 ára og sakir því fyrnd- ar samkvæmt núgildandi lögum. Fyrningarfrestur hefst við 14 ára aldur fórnarlamba kynferðisbrota og gildir í 15 ár í alvarlegum tilvikum. Er þá ekki hægt að sakfella gerandann. Við minni brot er frest- urinn 5 ár. Sterkar kröfur eru uppi um að fella niður fyrningarfrest í þessurn brotum og er nú endurflutt þingmál þess efnis á Alþingi. Barnahús hóf starfsemi í nóvember 1998 og sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Rekstur þess er á vegum Barnaverndarstofu. Á tímabilinu frá stofnun til 1. jan. 2004 höfðu 720 börn komið í Barnahús, 370 frá 2-9 ára en 350 frá 10-18 ára. Alls greina 73% barna sem koma í skýrslulöku fyrir dómi í Barnahús frá kynferðisofbeldi. Tengsl gerenda og þolenda f slíkum skýrslutökum eru náin í 40% tilvika en um kunnuga er að ræða í 49% tilvika. Neyðarmóttaka vegna nauðgunar var opnuð í mars 1993 á slysa- og bráðasviði Landspítala og býður þeim sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi þverfaglega þjónustu lækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og lögmanna. Til móttökunnar höfðu leitað alls 1155 einstaklingar í árslok 2004, 96% konur og 4% karlar. Þeir einstaklingar sem teljast börn voru 420 eða 36% af heildarfjöldanum, 158 voru 12-15 ára og 262 voru 16-18 ára. Gerendur voru langflestir kunnugir og yfirleitt eldri eða tals- vert eldri en þolendur. Nýleg norræn rannsókn sýndi að allt frá 17- 33% kvenna sem leituðu til kvensjúkdómadeilda á Norðurlöndunum fimm höfðu orðið fyrir kyn- ferðisofbeldi einhvern tíma á lífsleiðinni. Hæsta Guðrún Agnarsdóttir Scxual uhusc - Improving avvarcncss and rcsponscs through better cducation Guðrún is director of the Icelandic Cancer Society and a former consultant and supervisor of the Rape Trauma Service at the University Hospital. guðrunag@krabb. is Höfundur er forstjóri Krabbameinsfélags íslands og fyrrverandi yfirlæknir neyðarmóttöku vegna nauðgana. Læknablaðið 2005/91 807

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.