Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2005, Qupperneq 13

Læknablaðið - 15.11.2005, Qupperneq 13
FRÆÐIGREINAR / HATIÐNIÖNDUNARVÉL Árangur meðferðar með hátíðniöndunarvél hjá nýburum með alvarlega öndunarbilun Sólrún Björk Rúnarsdóttir' LÆKNANEMI Atli Dagbjartsson1,2 BARNALÆKNIR Gestur Pálsson1,2 BARNALÆKNIR Hörður Bergsteinsson1,2 BARNALÆKNIR Sveinn Kjartansson1,2 BARNALÆKNIR Þórður Þórkelsson1,2 BARNALÆKNIR 'Háskóli íslands, læknadeild, 2Barnaspítali Hringsins, Landspítala Hringbraut. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Þórður Þórkelsson, Barnaspítala Hringsins, Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími: 543-1000, bréfsími: 543-3021. thordth @landspitali. is Lykilorð: hátíðniöndunarvél, nýburar, lungnasjúkdómar. Ágrip Tilgangur rannsóknar: Kanna árangur meðferðar með hátíðniöndunarvél (HTÖ) hjá nýburum með alvarlega öndunarbilun. Tilfelli og aðferðir: Afturvirk rannsókn sem tók til tímabilsins 1994 til 2004. Klínískar upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám barnanna. í rann- sókninni voru eingöngu börn þar sem meðferð með hefðbundinni öndunarvél hafði ekki borið tilætlaðan árangur. Blóðildun, loftun og sýru-basa- vægi voru metin rétt áður en HTÖ meðferðin var hafin, tveimur og fjórum klukkustundum eftir að hún hófst. Niðurstöður: Sextíu og einn nýburi uppfyllti þátt- lökuskilyrði. Eftir tvær klukkustundir á HTÖ var blóðildun (A-a pO, mismunur), loftun og sýru- og basavægi marktækt betra en fyrir meðferð með HTÖ. Ekki reyndist marktækur munur á mæl- ingunum við tvær og fjórar klukkustundir. Fyrir ineðferð með HTÖ var blóðildun þeirra sem lifðu (41 barn) og þeirra sem létust (20 börn) svipuð, en eftir tvær klukkustundir á HTÖ var hópurinn sem lifði með marktækt betri blóðildun. Þrjátíu og eitt barn af þeim sem lifðu höfðu betri blóðildun eftir að HTÖ meðferð var hafin, en aðeins átta af þeim sem létust (p=0,03). Ályktun: Meðferð með HTÖ bætir blóðildun, loft- un og sýru-basavægi flestra nýbura með alvarlegan lungnasjúkdóm þegar meðferð með hefðbundinni öndunarvél ber ekki tilætlaðan árangur. Svörun við meðferð með HTÖ hefur visst forspárgildi um horfur nýbura með alvarlega öndunarbilun. Inngangur Lungnasjúkdómar eru helsta ástæða þess að nýburar þurfa á gjörgæslumeðferð að halda. I flestum tilfellum er um ræða væga og tímabundna öndunarörðugleika, einkum vegna seinkaðrar aðlögunar að lífi utan móðurkviðar. I öðrum til- vikum er vandamálið alvarlegra og þarf þá oft að meðhöndla börnin með öndunarvél. Dæmi um slíka sjúkdóma eru glærhimnusjúkdómur sem or- sakast einkum af skorti á spennuleysi (surfactant) í lungunum og kemur aðallega fyrir hjá fyrirburum. Aðrir sjúkdómar sem valdið geta öndunarbilun hjá nýburum eru lungnabólga, barnabikssvelging (meconium aspiration) og ýmiss konar fæðingar- gallar (1). í flestum tilvikum gengur vel að meðhöndla ENGLISH SUMMARY Rúnarsdóttir SB, Dagbjartsson A, Bergsteinsson H, Pálsson G, Kjartansson S, Þórkelsson Þ The efficacy of high frequency ventilation in severe neonatal respiratory failure Læknablaðið 2005;91:813-9 Objective: To evaluate the efficacy of high frequency ventilation (HFV) in infants failing conventional ventilator therapy at our institution. Study Group and Methods: Medical records of all infants managed on HFV after having failed conventional ventilator management from 1994-2004 were reviewed. Ventilatory settings, blood gases and pH just prior to starting HFV, and two and four hours after starting HFV were recorded. Results: Sixty one infants met the study criteria. At two hours of HFV there was a significant improvement in oxygenation (Alveolar to arterial oxygen tension difference), ventilation and acid-base balance. These values were not significantly different between two and four hours of HFV. There was no significant difference in oxygenation between survivors (n=41) and nonsun/iviors (n=20) prior to HFV, but after two hours of HFV the survivors had significant improvement in oxygenation. Thirty one of the survivors had improved oxygenation at two and four hours of HFV, but only eight of the nonsurvivors (p=0.03). Conclusions: HFV results in significant improvements in oxygenation, ventilation and acid-base balance in most infants failing conventional ventilatory management. The immediate response to HFV may be a predictor of survival in infants with severe hypoxic respiratory failure. Keywords: high frequency ventilation, infants, iung disease. Correspondence: Þórður Þórkelsson, thordth@landspitali.is nýbura með hefðbundinni öndunarvél, en stund- um ber sú meðferð ekki tilætlaðan árangur. í þeim tilvikum er oft gripið til meðferðar með hátíðniöndunarvél (HTÖ), sem oft gefur betri árangur. Hátíðni-öndunarvélameðferð byggist á mjög hárri öndunartíðni, yfirleitt 600-900 á mínútu (10-15 Hz), en mjög lítilli andrýmd (tidal volume). Meðalþrýstingurinn í öndunarveginum stuðlar að því að halda lungnablöðrunum opnum og er þannig ákvarðandi fyrir blóðildun (oxygenation). Loftun (ventilation) ákvarðast hins vegar einkum af þrýstingssveiflum umhverfis meðalþrýstinginn sem öndunarvélin gefur (2). Læknablaðið 2005/91 813
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.