Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2005, Side 17

Læknablaðið - 15.11.2005, Side 17
FRÆÐIGREINAR / HATIÐNIONDUNARVEL Umræður Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta árang- ur meðferðar með hátíðniöndunarvél (HTÖ) á vökudeild Barnaspítala Hringsins frá því sú meðferð hófst þar fyrir liðlega tíu árum síðan. I rannsókninni eru eingöngu börn með alvarlega öndunarbilun þar sem meðferð með hefðbundinni öndunarvél hafði ekki skilað tilætluðum árangri, en þessi meðferðartækni hefur nánast eingöngu verið notuð í þeirn tilgangi hér á landi. Svörun við HTÖ meðferð Rannsóknin leiddi í ljós að tveim klukkustundum eftir að HTÖ meðferð var hafin voru blóðildun, loftun og sýru-basavægi í hópnum í heild orðin marktækt betri en þegar börnin voru á hefðbund- inni öndunarvél (tafla VI). Þessi munur var nánast óbreyttur eftir fjórar klukkustundir. Sýna þessar niðurstöður að í þeim tilvikum þar sem árangur næst með HTÖ meðferð skilar hann sér tiltölulega fljótt eftir að sú meðferð er hafin. Tæplega þriðjungur barnanna í rannsókninni lést af völdum öndunarbilunar. Þessi háa dánar- tíðni endurspeglar hversu alvarlega veik börnin voru. Meðan börnin voru enn á hefðbundinni önd- unarvél var ekki marktækur munur á blóðildun þeirra sem lifðu og þeirra sem létust (rnynd 1), þó svo öndunaraðstoðin sem þau fengu hafi verið sambærileg (tafla IV). Tveimur klukkustundum eftir að HTÖ meðferð hófst var blóðildun hjá börnunum sem lifðu hins vegar orðin marktækt betri en hjá þeim sem létust og var munurinn orð- inn enn meiri eftir fjórar klukkustundir (mynd 1). Hins vegar bætti meðferð með HTÖ ekki mark- tækt blóðildun hjá börnunum sem létust. Hefur svörun við HTÖ meðferð þannig visst forspárgildi um lifun nýbura með alvarlega öndunarbilun. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að svörun með- ferðar með HTÖ er að miklu leyti háð undirliggj- andi lungnasjúkdómi. Börnum með glærhimnu- sjúkdóm eða lungnabólgu virðist gagnast þessi tegund öndunarvélameðferðar einna best, en börnum með heilkenni barnabikssvelgingar eða meðfæddan þindarhaul (congenital diaphragmatic hernia) síður (4, 5). I rannsókn okkar var svörunin síst hjá börnum með lungnavanvöxt (pulmonary hypoplasia), en öll börnin með þá greiningu létust. Líklegt er að lungu þessara barna hafi verið of lítil til þess að þau gætu séð um nægileg loftskipti án tillits til þeirrar meðferðar sem beitt var. Hliðstœðar erlendar rannsóknir Líkt og þessi rannsókn hafa erlendar rannsóknir á nýburum með alvarlega öndunarbilun sýnt fram á bætta blóðildun samfara meðferð með HTÖ í þeim tilvikum þar sem árangur meðferðar með hefðbundinni öndunarvél var talinn ófullnægjandi (6-8). Sambærilegar rannsóknir á eldri börnum og fullorðnum hafa sýnt fram á það sama (9-11). Hins vegar hefur enn ekki verið sýnt fram á að þessi meðferðartækni bæti lifun sjúklinganna, svo óyggj- andi sé (12, 13). Meðferð með HTÖ getur komið í veg fyrir að meðhöndla þurfi nýbura með alvar- legan lungnasjúkdóm með hjarta- og lungnavél (extracorporeal membrane oxygenation, ECMO) (7, 14, 15) og er álitið að minnkandi þörf fyrir ECMO hin síðari ár sé einkum að þakka nýjung- um í meðferð alvarlegra lungnasjúkdóma, meðal annars notkun HTÖ (16). Hins vegar hefur aðeins ein framskyggn samanburðarrannsókn verið gerð til að kanna hvort meðferð með HTÖ bæti lifun barna með alvarlegan lungnasjúkdóm (15), en hún hafði ekki nægilegan styrk (power) til að skera úr um það (12). Frekari rannsókna er því þörf á þessu sviði. Niturildi (nitric oxide) og meðferð með HTÖ Nýburar með alvarlegan lungnasjúkdóm eru oft einnig með lungnaháþrýsting sem gerir sjúkdóms- ástand þeirra enn alvarlegra. Helsta meðferðin við lungnaháþrýstingi í dag er niturildi, sem gefið er með innöndunarlofti og veldur slökun á sléttum vöðvum í lungnaslagæðum. Sýnt hefur verið fram á að þessi börn svara meðferð með niturildi betur ef þau eru meðhöndluð með HTÖ en með hefð- bundinni öndunarvél (4). Ástæðan er talin sú að forsenda þess að niturildi hafi verkun í lungunum er að nægilegur fjöldi lungnablaðra (alveoli) sé opinn og að auðveldara sé að halda þeim opnum með HTÖ en hefðbundinni öndunarvél. Meðferð nýbura með niturildi hófst hér á landi árið 1996 og voru 28 (46%) barnanna í okkar rannsókn með- höndluð samtímis með niturildi og HTÖ. Hins vegar beindist rannsókn okkar að þessu sinni ekki að mati á árangri meðferðar með niturildi. Gildi meðalþrýstings í öndunarvegi Sá meðalþrýstingur lofts í öndunarvegi barnanna sem notaður var með HTÖ var að meðaltali urn 40% hærri en sá sem notaður var með hefðbundnu öndunarvélinni (tafla V), sem er í samræmi við það sem aðrar hliðstæðar rannsóknir hafa sýnt (4, 8,14, 17). Telja má víst að sú bætta blóðildun sem meðferð með HTÖ hafði í för með sér hafi fyrst og fremst orðið vegna aukningar á meðalþrýstingn- um. Vel er þekkt að blóðildun er í réttu hlutfalli við þann meðalþrýsting sem öndunarvélin gefur. Gildir það bæði fyrir hefðbundna öndunarvél og HTÖ (18-20). Með því að hækka nreðalþrýstinginn opnast samfallnar eða vökvafylltar lungnablöðr- ur, sem leiðir til betri loftskipta og blóðildunar. Jafnframt hefur verið sýnt fram á að merki um Læknablaðið 2005/91 817

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.