Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2005, Qupperneq 22

Læknablaðið - 15.11.2005, Qupperneq 22
FRÆÐIGREINAR / SÁLFÉLAGSLEGT VINNUUMHVERFI sókn sem var gerð í lok árs 2002. Þar kom fram að eftirlitið er algengast meðal skrifstofufólks, en rúm 28% þess sagðist vinna undir slíku eftirliti. Næst algengast er rafrænt eftirlit meðal starfsmanna sem flokkast undir starfsgreinarnar véla-, vélgæslufólk og bifreiðastjórar, eða um 23%. Fast á hæla þeirrar kemur þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólk, eða 21 %. Bændur og sjómenn eru síst líklegir til að svara spurningunni játandi, en þó eru 7% þeirra sem segjast vinna undir rafrænu eftirliti. Næst minnsti hópurinn eru kjörnir fulltrúar og æðstu embætt- ismenn, en rúm 10% þeirra vinna undir rafrænu eftirliti (3). Þegar á heildina er litið nær eftirlitið nokkuð jafnt til karla og kvenna. Hafa ber í huga að vinnumarkaðurinn hér á landi er mjög kynja- skiptur (4) og tegundir eftirlits eru mismunandi þegar litið er til dæmigerðra karla og kvennastarfa. Eftirlit með afköstum kvenna er til dæmis frekar viðhaft með rafrænum hætti, en karlar eru líklegri til að segja að eftirlit sé haft með tölvupósti þeirra og að upplýsingum um vinnu þeirra sé safnað með öryggismyndavélum. Rafrænt eftirlit dreifist mis- jafnlega meðal starfsmanna eftir aldri og er það algengara meðal starfsmanna á aldrinum 18-32 ára en þeirra sem eldri eru. Þessi aldurshópur hefur jafnframt einna jákvæðasta viðhorfið gagnvart rafrænu eftirliti á vinnustöðum (4). Aukið eftirlit í samfélaginu byggir að stórum hluta á möguleik- um upplýsingatækninnar til að safna, varðveita og vinna úr upplýsingum sem til eru um almenna borgara jafnt sem sakamenn. Stjórnmálamenn og yfirvöld færa gjarnan rök fyrir gagnsemi þessa með því að halda því fram að með rafrænu eftirliti sé verið að auka öryggið í samfélaginu (2, 5, 6). I rannsókn sem var gerð hér á landi árið 2002 kom fram að rétt tæpur helmingur landsmanna er því sammála að aukið eftirlit af þessum toga skapi öryggi, á meðan svipað hlutfall er því ósammála. Aftur kemur fram áhugaverður munur eftir aldri þar sem yngra fólk er líklegra til að telja slíka upp- lýsingasöfnun nauðsynlega til að stuðla að öryggi í samfélaginu en þeir sem eldri eru (7). Aukin áhersla á að upplýsingatækni nýtist stjórnendum, ekki einungis til eftirlits með heildar- magni á vöru eða þjónustu, heldur einnig nteð af- köstum og hegðun starfsmanna, hefur leitt til þess að í lok árs 2004 voru settar reglur (nr. 888/2004) um rafræna vöktun á vinnustöðum (8). Reglurnar sem eiga stoð í lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga (9) eru um raf- ræna vöktun á vinnustöðum, í skólum og á öðrum svæðum þar sem takmarkaður hópur fólks fer um að jafnaði. Markmið reglnanna er að stuðla að því að jafnvægi ríki annars vegar á milli hagsmuna ábyrgðaraðila af því að tryggja öryggi og hafa eðli- legt eftirlit með þeim sem sæta rafrænni vöktun og hins vegar hagsmuna hinna skráðu sem eiga að hafa rétt til eðlilegs einkalífs. Reglur þessar gilda meðal annars um rafræna vöktun á vinnustöðum, svo sem með eftirlitsmyndavélum, tæknibúnaði til að fylgjast með síma-, tölvupósts- og netnotkun, ökusíritum, rafrænum staðsetningarbúnaði og raf- rænum aðgangsstýringum. í reglunum er rafræn vöktun skilgreind sem vöktun sem er viðvarandi eða endurtekin reglulega og felur í sér eftirlit með tilteknum einstaklingum með fjarstýrðum eða sjálfvirkum búnaði. Þessi vöktun getur leitt til vinnslu persónuupplýsinga (8). Heimildir til vinnslu slíkra upplýsinga byggja á lögum um per- sónuvernd og meðferð persónuupplýsinga (9), þar sem fram kemur að forsenda heimildarinnar sé að hinn skráði hafi ótvírætt veitt samþykki fyrir vinnslunni. Markmið rafrænnar vöktunar með vinnu starfs- manna er oftast aukin framleiðni og bætt þjónusta. Atvinnurekendur og stjórnendur telja þannig að sú ákvörðun að nota rafræna vöktun við stjórnun dragi úr óhlýðni starfsmanna, auki félagslegt taum- hald og auki þar með hagnað og bæti þjónustu (10, 11). Sú aukning sem hefur átt sér stað á notkun raf- ræns frammistöðueftirlits hefur í vissum tilfellum haft í för með sér breytt fyrirkomulag vinnu í átt til aukinnar einhæfni starfa og minna persónulegs svigrúms starfsmanna. Á sama tíma og einhæfni starfa er þekktur áhættuþáttur er varðar andlegt og félagslegt álag, líkamleg óþægindi og vanlíðan starfsmanna (12-14), er einhæfnin í mörgum til- fellum nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að nota rafrænt frammistöðueftirlit eins og hér um ræðir. Fjölbreytt störf eru illa til þess fallin að vera vöktuð rafrænt. Erlendar rannsóknir sem hafa verið gerðar á rafrænni vöktun og líðan starfsmanna sýna að slíkl eftirlit getur verið streituvaldur (1, 15). Á 10. áratug síðustu aldar könnuðu Smith, Carayon, Sanders, Lim og LeGrande (1) líðan starfsmanna í þjónustuverum í Bandaríkjunum. Niðurstöðurnar sýndu að starfsmenn sem unnu undir EPM eftirliti kvörtuðu mun frekar undan ýmsum sjúkdómum og kvillum en aðrir, svo sem verkjum í herðum, höfði, síþreytu og hröðum eða þungum hjartslætti, vinnuleiða og þunglyndi. Auk þess voru þessir starfsmenn frekar leiðir á vinnunni og fannst þeir hafa litla stjórn á henni. í rannsókn Ditecco, Cwitco, Arsenault og André (16) meðal rúmlega 700 starfsmanna í bandarískum þjónustuverum kom fram að meira en helmingur starfsmanna (55%) sagði að EPM- eftirlitið leiddi til mikillar eða mjög mikillar streitu. Aðrar nýrri rannsóknir hafa sýnt (17) að starfs- 822 Læknablaðið 2005/91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.