Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2005, Síða 23

Læknablaðið - 15.11.2005, Síða 23
FRÆÐIGREINAR / SÁLFÉLAGSLEGT VINNUUMHVERFI menn sem unnu undir rafrænni vöktun upplifðu skerðingu á friðhelgi einkalífs, óöryggi við vinnu, minni samskipti á vinnustað, aukna vinnutengda streitu, minni fyrirtækjahollustu og minni löngun til að mæta í vinnu. Þá sögðu starfsmenn, sem unnu undir rafrænni vöktun, að vinna þeirra væri frekar metin af magni en gæðum. í Ijósi þessa var ákveðið í rannsókninni sem hér er kynnt að athuga hvort finna mætti tengsl milli rafrænnar vöktunar og líðanar starfsmanna hér á landi. Jafnframt voru tengsl rafrænnar vöktunar og tiltekinna vinnuskipulagsþátta skoðuð. Gögn og aðferðir Til að greina umfang rafræns einstaklingseftirlits, birtingarform og samspil þess við vinnuumhverfi og líðan starfsmanna var spurningalisti lagður fyrir starfsmenn í sex völdum fyrirtækjum þar sem mismunandi tegundir af rafrænu eftirliti er notað. Fyrirtækin flokkast öll sem þjónustufyrir- tæki. Með rafrænu eftirliti er hér átt við sítengingu starfsmanna við tölvurita, myndbandsupptökur í vinnurými, eftirlit með tölvupósti, netnotkun og símtölum starfsmanna. Verslunarmannafélag Reykjavíkur sendi trún- aðarmönnum félagsins sem starfa í skrifstofu- og í þjónustufyrirtækjum bréf þar sem spurt var hvort rafrænt eftirlit eða rafræn vöktun væri viðhöfð með vinnu starfsmanna. Ef um slíkt var að ræða voru trúnaðarmennirnir beðnir að tilgreina urn- fang og eðli þess eftirlits. Markmiðið var ekki að kanna tíðni eftirlits á vinnumarkaði heldur að fá 1200-1500 manns úr tiltekinni tegund fyrirtækja til að svara spurningalistanum. Svör bárust frá 32 vinnustöðum þar sem starfsmenn unnu undir einhvers konar rafrænni vöktun. Af þeim voru 12 vinnustaðir heimsóttir sem áttu það sameiginlegt að fleiri en ein tegund rafræns eftirlits var til stað- ar. Eftir vinnustaðaheimsóknir og viðræður við trúnaðarmenn og fulltrúa fyrirtækjanna urðu sex fyrirtæki valin til að taka þátt í rannsókninni. Þessi fyrirtæki urðu fyrir valinu því stór hluti starfs- manna þeirra vann undir fleiri en einni tegund af rafrænni vöktun samtímis. Auk þess var í þessurn fyrirtækjum starfsfólk sem vann sambærileg störf en þó ekki undir rafrænu eftirliti. Það er svokall- aður viðmiðunarhópur. Þessi sex fyrirtæki áttu það einnig sameiginlegt að stjórnedur þeirra voru til- búnir til að veita okkur nauðsynlegt aðgengi. Spurningalistinn var lagður fyrir alla starfs- menn í fyrirtækjunum, það er bæði þá sem unnu undir rafrænu eftirliti og þá sem gerður það ekki (viðmiðunarhópinn), á tímabilinu febrúar til apríl 2003. Lengd þessa tímabils markast af því hvenær það hentaði hverju fyrirtæki að leggja spurninga- listann fyrir. Spurningalistinn innihélt 76 spurn- ingar. Honum fylgdi bréf til þátttakenda þar sem tilgangur könnunarinnar var rakinn, tekið var fram að um trúnaðarmál væri að ræða og ekki yrði unnið með niðurstöðurnar út frá einstaka fyrirtæki. Spurningalistinn sem var lagður fyrir byggist að mestu leyti á Norræna spurningalistanum um sálfélagslega þætti í vinnunni, General Nordic Questionnaire for Psychological and Social Factors at Work (18), sem var unninn með tilstyrk Norrænu ráðherranefndarinnar og gefinn út á hennar vegum í ársbyrjun 2002. Þessi listi hefur verið lagður fyrir nokkrar starfsstéttir hér á landi á vegurn rann- sókna- og heilbrigðisdeildar Vinnueftirlitsins. Að auki var bætt inn nýjum spurningum um þætti er tengjast rafrænu eftirliti. Flestar spurningarnar voru með fimm svarmöguleikum (mjög sjaldan eða aldrei, frekar sjaldan, stundum, frekar oft, rnjög oft eða alltaf). Heilsufarsspurningarnar eru hluti af tilraunaút- gáfu af Norræna spurningalistanum sem var lagður fyrir starfshópa á Norðurlöndunum á árunurn 1997 - 2001. Hér á landi hafa þær spurningar verið lagð- ar fyrir talsímaverði og starfsfólk í bolfiskvinnslu og rækjuvinnslu. Fyrirlagning spurningalistanna fór þannig fram að rannsakendur fóru á staðinn í samráði og sam- starfi við fulltrúa hvers vinnustaðar. Spurninga- listum var dreift til starfsmanna sem voru beðnir að skila útfylltum listum í merkta kassa sem komið var fyrir á vinnusvæðum. Heildarfjöldi starfs- manna hjá hverju fyrirtæki var mjög misjafn, allt frá rúmlega 900 starfsmönnum hjá fjölmennasta fyrirtækinu sem tók þátt, yfir í 23 starfsmenn hjá því fámennasta. Útreikningarnir voru gerðir með SPSS töl- fræðiforritinu (19). Líkindahlutfall var reiknað (odds ratio, OR), og miðað var við 95% vikmörk (95% CI). Samspil einkenna, kyns og aldurs var metið með lógistískri aðhvarfsgreiningu (logistical regression). Rannsóknin var tilkynnt til Persónu- verndar og Vísindasiðanefnd veitti leyfi til rann- sóknarinnar (VSN 02-011). Þar sem um margar tegundir af rafrænu eftirliti er að ræða og flestir starfsmenn vinna undir meira en einni tegund af eftirliti, eru tveir hópar starfs- manna bornir saman í þessari grein. Annars vegar er það hópur starfsmanna sem vinnur ekki undir rafrœnu eftirliti og hins vegar hópur starfsmanna sem vinnur undir slíku eftirliti. Niðurstöður Alls var 1369 spurningalistum dreift til starfsmanna og af þeim fengust 979 listar til baka. Svarhlutfallið er því um 72%. Þar sem listanum var dreift nafn- Læknablaðið 2005/91 823
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.