Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2005, Qupperneq 24

Læknablaðið - 15.11.2005, Qupperneq 24
FRÆÐIGREINAR / SÁLFÉLAGSLEGT VINNUUMHVERFI Tafla 1 a. Samspil sálfélagslegra vinnuþátta, kyns og aldurs við rafræna vöktun. Mat á áhættuhlutfalli (OR) og 95% vikmörk (95% Cl). Konur. Áhættuþáttur OR 95% vikmörk Oft eða alltaf úrvinda eftir vinnudaginn 2.285 1,423 3,670 Hefur fundið frekar eða mjög mikið fyrir vinnutengdri streitu nýlega 1,611 1,051 2,470 Á oft eða ailtaf erfitt með að uppfylla kröfur/væntingar yfirmannsins 2,417 ,812 7,195 Starfið býður sjaldan eða aldrei uppá skemmtilega krefjandi verkefni 2.060 1,238 3,427 Getur sjaldan eða aldrei ráðið vinnuhraðanum 2,186 1,447 3,302 Getur sjaldan eða aldrei haft áhrif á mikilvægar ákvarðanir sem varða starfið 2,169 1,147 3,251 Fæ sjaldan eða aldrei stuðning og hjálp með verkefni frá samstarfsmönnum 1,613 ,777 3,346 Fæ sjaldan eða aldrei stuðning og hjálp með verkefni frá næsta yfirmanni ,939 ,504 1,746 Yfirmaður minn hvetur mig sjaldan eða aldrei til að taka þátt í mikilvægum ákvöröunum 1,585 1,078 2,331 Starfsandinn lítið eða alls ekki hvetjandi og styöjandi 1,350 ,809 2,254 Starfsandinn lítið eða alls ekki afslappaöur og þægílegur 2,629 1,383 5,001 Sjaldan eða aldrei ánægð(ur) í starfi 2,154 1,314 3,530 Tafla 1 b. Samspil sálfélagslegra vinnuþátta, kyns og aldurs við rafræna vöktun. Mat á áhættuhlutfalli (OR) og 95% vikmörk (95% Cl). Kartar. Áhættuþáttur OR 95% vikmörk Oft eða alltaf úrvinda eftir vinnudaginn 2,556 1,521 4,293 Hefur fundiö frekar eða mjög mikið fyrir vinnutengdri streitu nýlega 2,060 1,337 3,173 Á oft eða alltaf erfitt meö að uppfylla kröfur/væntingar yfirmannsins ,557 ,208 1,493 Starfið býður sjaldan eða aldrei uppá skemmtilega krefjandi verkefni 1,173 ,679 2,027 Getur sjaldan eða aldrei ráðið vinnuhraöanum 2,155 1,347 3,447 Getur sjaldan eða aldrei haft áhrif á mikilveegar ákvarðanir sem varða starfið 1,196 ,781 1,831 Fæ sjaldan eða aldrei stuðning og hjálp með verkefni frá samstarfsmönnum ,682 ,332 1,401 Fæ sjaldan eða aldrei stuðning og hjálp með verkefni frá næsta yfirmanni 1,371 ,780 2,410 Yfirmaður minn hvetur mig sjaldan eða aldrei til að taka þátt í mikilvægum ákvörðunum 1,024 ,696 1,507 Starfsandinn lítið eða alls ekki hvetjandi og styðjandi 1,524 ,907 2,561 Starfsandinn lítið eða alls ekki afslappaður og þasgilegur 1,284 ,718 2,295 Sjaldan eða aldrei ánægð(ur) í starfi 1,995 1,174 3,390 laust til allra starfsmanna í fyrirtækjunum og mikið lagt upp úr því að gögnin væru ópersónugreinanleg, var ekki unnt að greina hvort sá hópur sem svaraði spurningalistanum aðgreindi sig frá starsmönnum sem ekki svöruðu. Kynjahlutfallið er mjög jafnt, konur eru 46% (n= 454), karlar 48% (n= 472) en 6% (n= 58) svarenda gefa ekki upp kynferði. Um 29% starfsamanna (n= 274) segist vinna undir raf- rænu eftirliti, hlutfallslega álíka margar konur og karlar, 35% (n=331) svarar því neitandi, en 36% (n=337) segist ekki vita hvort þeir vinni undir raf- rænu eftirliti. Þegar svör starfsmanna sem vita ekki hvort þeir vinna undir rafrænu eftirliti eru tekin frá kemur í ljós að starfsfólk í þjónustuverum er líklegast til að segjast vinna undir rafrænu eftirliti (75%), en 30% kvennanna vinna í þjónustuveri og einungis 9% karla. Því næst koma sérfræðingar (59%) þar sem kynjahlutfallið snýst við, en 9,5% kvenna eru sér- fræðingar og 21,5% karla. Þá koma þeir sem vinna við sölu- og verslunarstörf (58%), þar sem kynja- hlutfallið er jafnt. Starfsmenn sem vinna almenn skrifstofu- og ritarastörf eru í þessum samanburði ólíklegastir til að segja að rafræn upplýsingasöfnun sé viðhöfð með vinnu þeirra (25%). I ljós kom að flestir starfsmenn höfðu gagnrýna afstöðu til þessarar tegundar af eftirlitsvöktun á vinnustað. Þannig voru rúmlega 70% starfsmanna (n= 642) frekar eða mjög ósammála fullyrðingunni um að rafræn vöktun á vinnustöðum veiti starfs- mönnum öryggi. Þeir sem vinna ekki undir raf- rænu eftirliti eru líklegri en aðrir starfsmenn til að vera ósammála fullyrðingunni (77,4% samanborið við 65,5%). Ekki kemur fram marktækur munur eftir kyni eða aldri. Hins vegar kemur í ljós að sölu- menn (50%) og stjórnendur (46,3%) eru rnark- tækt líklegri til að vera sammála fullyrðingunni en starfsmenn í öðrum starfsstéttum. Rúmlega 65% (n= 594) starfsmanna eru mjög eða frekar sammála fullyrðingunni um að rafræn upplýsingasöfnun á vinnustöðum valdi starfs- mönnum óþægindum. Starfsmenn sem vinna ekki undir rafrænu eftirliti voru líklegri til að vera sam- mála þeirri fullyrðingu (72,5% samanborið við 59%). Ekki kemur fram marktækur munur eftir kyni eða aldri. Stjórnendur (53%) og sölumenn (50%) eru líklegastir til að vera ósammála því að rafrænt eftirlit valdi starfsmönnum óþægindum. Þegar litið er til þess í hvaða tilgangi starfs- menn telja að rafræn vöktun sé viðhöfð um þá á vinnustað, kemur í ljós að bæði konur og karlar telja algengast að tilgangurinn sé að hafa eftirlit með starfsmönnum (28%). Um 29% kvenna og 20% karla sögðu að tilgangurinn væri að bæta þjónustuna. Aðeins urn 1% starfsmanna (heldur fleiri konur er karlar) taldi að rafræn vöktun væri viðhöfð til að bæta líðan starfsmanna. Skýr tengsl voru á rnilli svara starfsmanna um sálfélagslegt vinnuumhverfi þeirra og hvort þeir ynnu undir rafrænu eftirliti. Eins og sjá má í töflu I a) og b) voru konur sem vinna undir rafrænu eftirliti líklegri en aðrar konur til að búa við það sem telst vera slæmt sálfélagslegt vinnuumhverfi í átta af þeim 12 þáttum sem skoðaðir voru. Það sama gilti um karlana í fjórum af 12 þáttum. Bæði kyn voru líklegri til að vera oft eða alltaf úrvinda 824 Læknablaðið 2005/91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.