Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2005, Síða 26

Læknablaðið - 15.11.2005, Síða 26
FRÆÐIGREINAR / SÁLFÉLAGSLEGT VINNUUMHVERFI Tafla IV. Samspil heilsufarseinkenna, kyns og aldurs við rafræna vöktun logistískri aðhvarfsgreiningu. metið með OR 95% vikmörk Kyn 1,479 1,069 2,046 Aldur 1,055 1,040 1,069 Hefur fundiö fyrir - verk fýrir brjósti eða hjarta ,527 ,271 1,023 - veriö óvenju andstutt (ur) 2,374 1,211 4,654 - verkjum í vöövum eða liðum 1,079 ,725 1,607 - höfuöverk 1,019 ,699 1,486 - verk í baki 1,080 ,722 1,614 - verk í hálsi og heröum 1,117 ,712 1,753 - magaverk ,664 ,412 1,072 - hjartsláttartruflunum 1,213 ,570 2,579 - svima ,920 ,487 1,739 - lystarleysi ,641 ,298 1,376 - þreytu eftir það sem á aö teljast nægur nætursvefn 1,064 ,703 1,610 - svefnerfiðleikum 1,610 1,029 2,521 - kvíða eöa spennu 1,014 ,624 1,646 - áhyggjum eða dapurleika 1,036 ,617 1,742 vera fjórum sinnum eða oftar fjarverandi frá vinnu vegna eigin veikinda. Jafnframt er lægra hlutfall starfsmanna sem vinnur undir rafrænu eftirliti aldrei veikur (16,7% samanborið við 20,7%) eða veikur sjaldnar en þrisvar sinnum á ári (56,9% og 60,8%) ( 2=12,5 df 4 p=0,014). Konur eru oftar frá vinnu vegna eigin veikinda en karlar. Umræður Ljóst er að rafrænt eftirlit á vinnustöðum í formi eftirlitsmyndavéla, eftirliti með netnotkun, tölvu- pósti og afköstum er orðið hluti af vinnuaðstæðum fjölmargra starfsmanna. í þeirri rannsókn sem hér er kynnt segja 29% starfsmanna (n=274) að þeir vinni undir rafrænu eftirliti, hlutfallslega álíka margar konur og karlar, en 36% (n=337) segist ekki vita hvort svo sé. I ljósi laga um persónuvernd sem kveður á um að hinn skráði skuli ótvírætt hafa veitt samþykki sitt, vekur athygli hversu hátt hlutfall starfsmanna í þeim sex fyrirtækjum sem voru skoðuð segist ekki vita hvort vinna þeirra sé vöktuð rafrænt. Starfsmenn í þessari rannsókn telja að tilgang- urinn með rafrænni vöktun á vinnustað þeirra beinist að eftirliti með starfsmönnunum sjálfum, fremur en að þeirri vöru eða þjónustu sem verið er að selja. Starfsmennirnir voru síst á því að rafræn vöktun væri viðhöfð til að bæta líðan starfsmanna, enda augljóst á niðurstöðunum að þeir sem vinna undir rafrænni vöktun eru meira útsettir fyrir ýmsum álagsþáttum og meirihluti starfsmanna segir eftirlitið valda óþægindum. Þessar niður- stöður eru í takt við erlendar rannsóknir sem sýna að rafrænu eftirliti sé fyrst og fremst ætlað að auka framleiðni fyrirtækja og koma í veg fyrir að starfs- menn svíkist undan (20, 21). Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess, eins og þær erlendu rannsóknir sem kynntar eru hér að framan (1, 15-17) að andlegt og félagslegt álag sé meira meðal starfsmanna sem vinna undir rafrænu eftirliti, mælt í þáltum eins og streitu, því að vera andlega úrvinda í lok vinnudags, lítilli starfsánægju, svefnerfiðleikum og veikindafjar- vistum. Hins vegar voru konur sem unnu undir rafrænu eftirliti ekki líklegri en aðrar konur til að hafa fundið fyrir sjúkdómseinkennum sem spurt var um, eins og verkjum í hálsi og herðum, höfði, síþreytu og auknum hjartslætti og eru þær niður- stöður ekki í samræmi við áðurnefnda erlenda rannsókn (1). Karlar sem tóku þátt í rannsókninni og vinna undir rafrænu eftirliti eru aftur á móti lík- legri en aðrir karlar til að hafa fundið fyrir slíkum sjúkdómseinkennum. Erfitt er að svara á grund- velli þessarar rannsóknar hvað veldur þessum kynjamun og erlendar rannsóknir hafa ekki skoð- að kynbundna líðan starfsmanna sem vinna undir rafrænu eftirliti. Þetta þarf því að skoða nánar. Þegar litið er til vinnuskipulagsþátta, svo sem vinnuhraða, sjálfræðis, stuðnings og starfsanda, eru konur líklegri en karlar til að segjast vinna við það sem telst frá vinnuverndarsjónarmiði vera slæmt vinnufyrirkomulag. Það má skýra með vísan í kynjaskiptan vinnumarkað og að konurnar eru líklegri en karlarnir til að vinna í þjónustuverum og við sambærileg störf þar sem er mikil einhæfni, lítið sjálfræði og fjölþætt rafræn vöktun er við lýði. Sú nýja tækni sem hér um ræðir, leiðrétt fyrir áhrifum aldurs og kyns, hefur í för með sér að starfsmenn finna meira fyrir streitu og svefnlrufl- unum þrátt fyrir að þeir séu aðeins búnir að vinna undir þessum kringumstæðum í fáein ár. Þetta er sérlega umhugsunarvert vegna tengsla langtíma streitu og svefntruflana við til dæmis geðsjúk- dóma, hjarta- og æðasjúkdóma og við ótímabær dauðsföll (22,23). Vert er að hafa í huga við túlkun þessara gagna að rannsóknin sem hér er kynnt er þversniðsrannsókn og því er ekki hægt að fullyrða urn orsakasamhengi hvað niðurstöður varðar. Þá er mikilvægt að muna eftir að starfsval er mjög aldurs- og kynbundið, en það sama gildir einnig um heilsu og lífsstíl. Rannsóknin gefur hins vegar mikilvægar lýðheilsu- og vinnuverndarupplýsingar sem benda til að horfa þurfi sérlega til heilsu og líðanar þess hóps sem hér er til skoðunar. I ljósi þessa er mikilvægt að móta stefnu urn hvar eigi að setja mörkin um rafrænt eftirlit með starfsmönnum, út frá spurningum um gotl og 826 Læknablaðið 2005/91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.